Fréttasafn: júní 2014
Fyrirsagnalisti
Ólöglegar merkingar
Iðnaður á Austurlandi – drifkraftur nýrrar sóknar
Stjórn Samtaka iðnaðarins gerði sér ferð á Austurland í liðinni viku, heimsótti fyrirtæki á svæðinu og ræddi við starfsfólk og stjórnendur um horfur í atvinnumálum. Mikill kraftur og bjartsýni einkennir viðmælendur að mati stjórnar. Á síðustu tíu árum hafa orðið stórkostlegar breytingar á atvinnulífinu á svæðinu en þær byggjast á iðnaði og tæknivæðingu
Þróun á endurvinnslumarkaði
Á undanförnum áratugum hefur þróun í úrgangsmálum verið hröð. Fyrst var aukin áhersla á endurvinnslu, orkuvinnslu og jarðgerð. Í upphafi aldarinnar var mikið rætt um flokkun á úrgangi, hvort venjulegt fólk gæti og vildi flokka úrgang og hvernig þetta yrði gert á sem hagkvæmastan hátt í fámennu landi með dreifða byggð. En þróunin heldur áfram.
Málstofa um orkustjórnun
Á Nýsköpunartorgi þann 23. maí sl. var haldin málstofa um orkustjórnun í litlum og meðalstórum fyrirtækjum á vegum Staðlaráðs, SI og CleanTech Iceland. Orkureikningurinn getur vegið þungt í heildarrekstri fyrirtækja; rafmagn, hiti og eldsneyti á vélar og farartæki. Staðlaráð hefur gefið út bækling og leiðbeiningar um innleiðingu á orkustjórnun í takt við staðalinn ÍST EN ISO 50001:2011.
Ályktun frá Sambandi íslenskra kvikmyndaframleiðenda
Ný stjórn var kjörin á aðalfundi SÍK – Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda sem haldinn var í vikunni. Á aðalfundinum var rætt um mikilvægi þess að framlög í Kvikmyndasjóð verði aukin og ályktun þar að lútandi samþykkt einróma.