Fréttasafn: júní 2011
Fyrirsagnalisti
Framkvæmdastjóri SI: Nú er tækifæri að auka öryggi á vegum og efla hagvöxt
Á opnum fundi SA um samgöngumál sem fram fór í morgun sagði Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins (SI), að nýjar samgönguframkvæmdir snúist um að auka öryggi á vegum auk þess að skapa ný störf og efla hagvöxt.
Ívilnanir vegna nýfjárfestinga
Á síðasta ári tók gildi rammalöggjöf um ívilnanir vegna nýfjárfestinga sem kveður á um að heimilt sé að veita fyrirtækjum afmarkaðar ívilnanir ef sannað þykir að starfsemi fyrirtækisins hafi í för með sér umtalsverðan ávinning fyrir þjóðarbúið. Ingvi Már Pálsson, lögfræðingur hjá Iðnaðarráðuneyti fjallaði um málið á fundi hjá Samtökum iðnaðarins.
100 ungmenni við sumarstörf hjá Alcoa Fjarðaáli
Um eitt hundrað ungmenni eru í sumarvinnu hjá Alcoa Fjarðaáli í Reyðarfirði og eru flest þeirra framhaldsskóla- eða háskólanemar. Elína Jónsdóttir sérfræðingur í mannauðsteymi fyrirtækisins segir að um 500 umsóknir hafi borist frá ungu fólki um sumarstörf.
Velheppnað stefnumót fyrirtækja og stofnana á heilbrigðissviði
Síðastliðinn föstudag fór fram, stefnumót fyrirtækja og stofnana á heilbrigðissviði í húsakynnum Háskólans í Reykjavík. Stefnumótið var fjölsótt og þótti takast vel. Tilgangurinn var að efna til og skilgreina samstarfsverkefni ólíkra aðila um betri lausnir fyrir minna fé í íslensku heilbrigðiskerfi. Verkefni sem fela í sér tækifæri til verðmætasköpunar og útflutnings fyrirtækja í greininni.
Opinn fundur um samgöngumál á miðvikudaginn
Samtök atvinnulífsins efna til opins fundar um samgöngumál
miðvikudaginn 29. júní kl. 8.30 - 10.00 á Grand Hótel Reykjavík - Gullteig. Þar verður fjallað um mikilvægi þess að ráðast nú þegar í arðbærar samgöngufjárfestingar til að auka öryggi, fjölga störfum og efla hagvöxt.
Hönnun í útflutning - skrifað undir samstarfssamninga
Þróunarverkefnið Hönnun í útflutning er komið á fullt skrið en verkefnið er leitt af Íslandsstofu í samstarfi við Hönnunarmiðstöð Íslands, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Samtök iðnaðarsins. Þriðjudaginn 21. júní skrifuðu fyrirtæki og hönnuðir sín á milli um samstarf í verkefninu og er þar með hafið fimm mánaða ferli þar sem fyrirtæki og hönnuðir vinna að frumgerð af því sem skal gera.
ÍAV dæmdar verðbætur í Hæstarétti
Hæstiréttur staðfesti í gær niðurstöðu héraðsdóms Reykjaness um rétt ÍAV til greiðslu verðbóta vegna byggingar sundlaugar og viðbyggingar við íþróttahús á Álftanesi. Var Fasteignafélagið Fasteign ehf. dæmt til að greiða ÍAV 82 milljónir króna og þar af námu verðbæturnar skv. dómnum 75 milljónir króna.
Aukinn stuðningur atvinnulífsins við háskólastarf
Samtök iðnaðarins, Samtök atvinnulífsins og Sjálfseignarstofnun Viðskiptaráðs Íslands um viðskiptamenntun hafa tekið höndum saman um að styðja við og efla háskólastarf á Íslandi með 200 milljón króna framlagi til Háskólans í Reykjavík.
Samtök atvinnulífsins staðfesta kjarasamninga þrátt fyrir vanefndir ríkisstjórnar Íslands
Samtök atvinnulífsins hafa ákveðið að staðfesta gildistöku kjarasamninga frá 22. júní 2011 í samræmi við ákvæði kjarasamninganna sem undirritaðir voru 5. maí sl. Með því öðlast samningarnir gildi til 31. janúar 2014. Forsendur samninganna verða metnar af sérstakri forsendunefnd aðila í janúar 2012 og janúar 2013 og ef þær standast halda þeir gildi sínu.
Brúðkaup í höndum meistara
Prýði, hópur þjónustuiðngreina innan SI, hafa gert samkomulag við ungt par um að sjá um undirbúning sem lýtur að væntanlegu brúðkaupi þeirra þeim að kostnaðarlausu. Athöfnin fer fram á Ljósanótt í Reykjanesbæ og verður gestum hátíðarinnar boðið að fylgjast með hluta af undirbúningi s.s. förðun, hárgreiðslu og ljósmyndun.
Mikilvæg niðurstaða - Erlendu lánin ólögleg
Hæstiréttur staðfesti í gær dóm Héraðsdóms Reykjavíkur í máli Landsbankans gegn þrotabúi Mótormax. Deilt var um lán, sem Landsbankinn taldi að fæli í sér skuldbindingu í erlendri mynt. Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu að lánið væri í íslenskum krónum en gengistryggt og þar með ólöglegt.
Göngum saman fær styrk frá Landssambandi bakarameistara
Síðastliðinn mánudag fékk styrktarfélagið Göngum saman afhentan styrk að upphæð 1.080.000,- krónur. Fénu söfnuðu félagsmenn Landssambands bakarameistara (LABAK) með sölu á Brjóstabollunni um mæðradagshelgina.
Íbúðalánasjóður dæmdur til greiða félagsmanni SI skaðabætur
Héraðsdómur Reykjavíkur dæmdi í dag Íbúðalánasjóð til að greiða byggingafyrirtækinu Norðurvík ehf. skaðabætur vegna ólögmætrar kröfu sjóðsins um bankaábyrgð samhliða lánveitingu úr sjóðnum. SI sáu um rekstur dómsmálsins fyrir Norðurvík ehf.
Veikburða hagvöxtur
Þótt hagvöxtur hafi aukist um 2% að raungildi á fyrsta ársfjórðungi 2010 frá fjórðungnum á undan er hagvöxturinn veikburða að mati Bjarna Más Gylfasonar, hagfræðings Samtaka iðnaðarins. „Það mælist 1,6% samdráttur í einkaneyslu, 6,8% í fjárfestingu og 8,2% samdráttur í útflutningi. Þessi vöxtur er drifinn áfram af birgðabreytingum, þ.e. vöruframleiðslu sem á eftir að selja.
Vel heppnuð þátttaka í Nordic Game 2011
CAOZ og Plain Vanilla hlutu þróunarstyrki á tölvuleikjaráðstefnunni Nordic Game Conference 2011 sem haldin var í Malmö í maí. Þá voru fyrirtækin CCP, Gogogic og Fancy Pants Global tilnefnd til Nordic Game-verðlauna.
Hörður G. Kristinsson hlýtur Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs 2011
Dr. Hörður G. Kristinsson rannsóknastjóri Matís hlaut Hvatningarverðlaun Vísinda- og tækniráðs fyrir 2011 sem voru afhent á Rannsóknaþingi Rannís í dag. Tók Hörður við viðurkenningunni úr hendi forsætisráðherra sem jafnframt er formaður Vísinda- og tækniráðs.
CCP og Sony í samstarf
Trésmiðjan Rein fyrsta fyrirtækið sem tekur upp nýtt gæðakerfi SI
Trésmiðjan Rein er fyrsta fyrirtækið sem gerir samning við SI um innleiðingu gæðastjórnunar ásamt uppbyggingu og miðlægri vistun gæðakerfa í mánaðalegri áskrift. Samtökin gerðu á sínum tíma drög eða sýnishorn af gæðakerfi sem félagsmönnum hefur staðið til boða að laga að eigin rekstri. Kerfið hefur í tímans rás smám saman þróast yfir í vefræna útfærslu sem félagsmönnum stendur nú til boða.
Orri Hauksson kosinn formaður Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins
Stjórn Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins var endurskipuð á ársfundi sem haldinn var í gær. Orri Hauksson var kjörin formaður stjórnar og tók við af Arnari Sigurmundssyni. Guðný Hrund Karlsdóttir var kjörin varaformaður.
ICEconsult hlýtur önnur verðlaun í "Future Internet Summit Award"
Íslenskur hugbúnaður, City Direct frá ICEconsult, hafnaði í öðru sæti í alþjóðlegri samkeppni, „Future Internet Summit Award“, sem haldin er í tengslum við ráðstefnuna „European Summit on the Future Internet“. Markmið hennar er leita uppi nýjar lausnir sem eru líklegar til að hafa afgerandi áhrif á mótun notkunar á internetinu í framtíðinni á ákveðnum sviðum.