Fréttasafn



  • nsa-1

1. jún. 2011

Orri Hauksson kosinn formaður Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins

Stjórn Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins var endurskipuð á ársfundi sem haldinn var í gær. Orri Hauksson var  kjörin formaður stjórnar og tók við af Arnari Sigurmundssyni. Guðný Hrund Karlsdóttir var kjörin varaformaður.

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins var rekinn með 16 milljóna króna hagnaði árið 2010. Nýsköpunarsjóður seldi hlutafé í fjórum fyrirtækjum á árinu og var söluhagnaður af þeim  234 milljónir króna.

Í árslok 2010 átti Nýsköpunarsjóður í 35 íslenskum fyrirtækjum. Heildarvelta þessara fyrirtækja var 5.700 milljónir króna, þar af 4.500 milljónir kr. í erlendum gjaldeyri. Alls störfuðu 473 manns hjá þessum fyrirtækjum.

Í lok árs 2010 námu heildareignir sjóðsins  4.837  milljónum króna. Eignarhlutur sjóðsins í fyrirtækjum er metinn á 2.595 milljónir króna og í samlagssjóðum var kaupverð eignarhluta metið á 941 milljón króna.

Á árinu 2010 fjárfesti Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins fyrir um 700 milljónir beint í fyrirtækjum en aðrir fjárfestar komu með um milljarð. Samtals fjárfesting í fyrirtækjum tengdum Nýsköpunarsjóði var því um 1.700 milljónir.

Nýsköpunarsjóður seldi eignarhlut í fjórum fyrirtækjum á árinu, 31,6% eignarhlut sinn í Hafmynd ehf., 49% eignarhlut sinn í Sjávarleðri ehf., 7% eignarhlut sinn í IceConsult ehf. og  2% eignarhlut í Marorku og á sjóðurinn enn tæp 15% í Marorku.