Fréttasafn: júní 2016
Fyrirsagnalisti
Innan vallar og utan
Liðin vika hefur ekki verið Bretum góð. Fyrst tók breska þjóðin þá afdrifaríku ákvörðun að ganga úr Evrópusambandinu og í kjölfarið féll England úr EM í knattspyrnu eftir erfiða viðureign gegn Íslendingum. Nokkurskonar BREXIT innan og utan vallar.
Nýr forstöðumaður mennta- og mannauðsmála
Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir hefur verið ráðin forstöðumaður mennta- og mannauðsmála Samtaka iðnaðarins.
Bakarar söfnuðu einni milljón með sölu á brjóstabollunni
Landssamband bakarameistara, LABAK, efnir árlega til sölu á brjóstabollum á mæðradaginn til stuðnings styrktarfélaginu Göngum saman og söfnuðu félagsmenn LABAK að þessu sinni einni milljón króna.
Endurvinnslan fær umhverfisvottun
Endurvinnlan hf. er komin með umhverfisvottunarstaðalinn ISO 14001. Áherslur fyrirtækisins í gegnum árin hafa verið náttúru- og umhverfisvernd.
Bætt umgjörð nýsköpunar
Davíð Lúðvíksson, forstöðumaður stefnumótunar og nýsköpunar hjá SI, hrósar stjórnvöldum og Alþingi fyrir að hafa náð að koma breytingum fyrir nýsköpunarfyrirtæki í gegn fyrir þinghlé og að þær séu nauðsynlegar til að halda í við þróun og harða samkeppni frá nærliggjandi löndum.
Orkuríkur og samkeppnishæfur iðnaður
Frjáls samkeppni er öflugasta tækið til að draga fram það besta og hagkvæmasta út úr allri atvinnustarfsemi.
Einn af bakhjörlum íslensks sjávarútvegs
Fjöldi fyrirtækja innan Samtaka iðnaðarins þjónustar íslenskan sjávarútveg um land allt. Fyrirtækin eru ólík að stærð og gerð og framleiða fjölbreyttar vörur og þjónusta með ýmsu móti. Á undanförnum árum hafa fjölmargar skemmtilegar nýjungar litið dagsins ljós.
Nýsköpunarfrumvarp samþykkt á Alþingi
Samtök iðnaðarins fagna því að nýsköpunarfrumvarp fjármálaráðherra var samþykkt á Alþingi í gær.
Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr vinnustaðanámssjóði
Vinnustaðanámssjóður er starfræktur samkvæmt lögum nr. 71/2012 um vinnustaðanámssjóð.
Ný greining á raforkumarkaðnum á Íslandi kynnt
Hagfræðingurinn Lars Christensen hefur unnið ítarlega skýrslu um íslenskan raforkumarkað að beiðni Samtaka iðnaðarins. Lars kynnti helstu niðurstöður skýrslunnar á vel sóttum fundi í morgun.
Nýr formaður Málms
Guðlaugur Þór Pálsson, framkvæmdastjóri Frostmarks, var kosinn nýr formaður Málms, samtaka fyrirtækja í málmiðnaði á aðalfundi félagsins.
SÍK fagnar samþykktu frumvarpi
Kvikmyndaframleiðendur fagna nýsamþykktu frumvarpi um hækkun á endurgreiðslum í 25% sem taka munu gildi 31. desember næstkomandi.
Vaxtarsproti ársins er Eimverk
Sprotafyrirtækið Eimverk ehf. hefur verið valið Vaxtarsprotinn 2016 sem er viðurkenning fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis á síðasta ári.
Málþing um umbætur á raforkumarkaði
Hinn kunni hagfræðingur Lars Christensen hefur unnið ítarlega skýrslu um íslenskan raforkumarkað að beiðni Samtaka iðnaðarins.