Fréttasafn



Fréttasafn: apríl 2014

Fyrirsagnalisti

30. apr. 2014 : Nýr framkvæmdastjóri Skema

Árdís Ármannsdóttir  hefur verið ráðin til að gegna stöðu framkvæmdastjóra Skema. Hún tekur við af Þórunni Jónsdóttur sem mun flytjast til starfstöðva móðurfyrirtækis Skema, Rekode Education í Washington fylki í Bandaríkjunum.

30. apr. 2014 : Hægt að sækja um styrki í vinnustaðanámssjóð til 15. maí

Umsóknarfrestur Vinnustaðanámssjóðs vegna vinnustaðanáms á tímabilinu janúar-júní 2014 rennur út þann 15. maí. Fyrirtæki og stofnanir geta sótt um styrki vegna vinnustaðanáms nema í iðnnámi eða öðru námi á framhaldsskólastigi þar sem vinnustaðanám og starfsþjálfun er skilgreindur hluti námsins. 

28. apr. 2014 : Kaffitár hlýtur Kuðunginn

Umhverfis- og auðlindaráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, veitti Kaffitári Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfis- og auðlindaráðuneytisins, fyrir framúrskarandi starf að umhverfismálum á síðasta ári. Við sama tækifæri voru nemendur í Hvolsskóla á Hvolsvelli útnefndir Varðliðar umhverfisins.

23. apr. 2014 : Stjörnugarðar með D-vottun

Stjörnugarðar ehf. hefur staðist úttekt á fyrsta þrepi áfangaskiptrar gæðavottunar Samtaka iðnaðarins og hlotið D-vottun, fyrsta hluta gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum. Með gæðavottunarkerfinu er stefnt að því að gera rekstur fyrirtækja skilvirkari.

22. apr. 2014 : Fáar íbúðir að koma á markað

Samtök iðnaðarins hafa lokið við talningu íbúða í framleiðslu á höfuðborgarsvæðinu. Samkvæmt henni eru einungis 891 íbúðir á byggingarstigi 4-7 sem eru íbúðir frá fokheldi til fullbúinna eigna. Þetta er töluvert undir þörf markaðarins en talið er að árlega þurfi að byggja um 1500-1800 íbúðir.

9. apr. 2014 : Yfir 40 fyrirtæki og stofnanir mótuðu framtíðarsýn álklasans

Yfir 40 fyrirtæki og stofnanir komu saman á Hótel Borgarnesi dagana 1.-2. apríl til að móta framtíðarsýn og stefnu fyrir álklasann og áliðnaðinn í landinu. Samstarfsvettvangur um álklasa stóð fyrir fundinum ásamt Samtökum álframleiðenda og Samtökum iðnaðarins.