Fréttasafn



Fréttasafn: maí 2012

Fyrirsagnalisti

30. maí 2012 : SI telja dóm Hæstaréttar í Smákranamálinu hafa lítið fordæmisgildi

SI hafa fundað með sínum félagsmönnum og lögmönnum og komist að þeirri niðurstöðu að dómur Hæstaréttar í Smákranamálinu hefur lítið fordæmisgildi.

30. maí 2012 : Klafi ehf. með D-vottun

Klafi  hefur staðist úttekt á fyrsta þrepi áfangaskiptrar gæðavottunar Samtaka iðnaðarins.

Útdráttur

29. maí 2012 : Leiðir til að laða að hæfileikaríkt og áhugasamt fólk í tækni- og hugverkageirann

SUT stóð fyrir þriðja morgunverðarfundinum í fundarröð tækni- og hugverkaiðnaðarins innan SI föstudaginn 25. maí.

25. maí 2012 : Nýsköpun er ekki spretthlaup í blíðviðri

Nýsköpun er ekki spretthlaup í blíðviðri, heldur líkist fremur víðavangshlaupi í íslenskri veðráttu,“ sagði Orri Hauksson, stjórnarformaður Nýsköpunarsjóðs atvinnulífsins (NSA). á ársfundi sjóðsins sem haldinn var á Grand Hóteli í gær.

25. maí 2012 : Aðalfundur LL 23. maí 2012

Aðalfundur Landssamtaka lífeyrissjóða var haldinn 23. maí sl. á Grand Hótel Reykjavík.

22. maí 2012 : Ein og hálf milljón safnaðist með sölu á brjóstabollunni

Landssamband bakarameistara, LABAK, stóð fyrir sölu á brjóstabollum í bakaríum um allt land dagana 10 – 13. maí til stuðnings styrktarfélaginu Göngum saman. Alls söfnuðust 1.500.000,- krónur. Jóhannes Felixson, formaður LABAK, afhenti Gunnhildi Óskarsdóttur, formanni Göngum saman, styrkinn á aðalfundi félagsins á dögunum.

21. maí 2012 : LÍÚ hvetur stjórnvöld til að leggja grunn að samráðsvettvangi

Landssamband íslenskra útvegsmanna skorar á stjórnvöld að draga sjávarútvegsfrumvörpin til baka og hvetur þau til að leggja grunn að samráðsvettvangi svo skapa megi sátt um deilur um stjórn fiskveiða. Hvatt er til þess að fulltrúar allra stjórnmálaflokka, sveitarfélög og hagsmunaaðilar í sjávarútvegi komi að þessari vinnu.

18. maí 2012 : ReMake Electric hyggst tvöfalda starfsmannafjölda

Upplýsinga- og hátæknifyrirtækið ReMake Electric hefur undanfarið verið í samstarfi við franskan stórframleiðanda raföryggisvara við að fullþróa vörur sínar fyrir raforkumælingar. Er nú ReMake á lokastigum þess að ganga frá nýjum samningi við franska framleiðandann eftir árangursríkt samstarf.

18. maí 2012 : Nýr íslenskur tölvuleikur á markað

Íslenski tölvuleikjaframleiðandinn Fancy Pants Global vinnur nú að þróun á nýjum tölvuleik sem það hyggst markaðssetja á síðari hluta þessa árs. Félagið markaðssetti á síðasta ári leikinn Maximus Musicus en nú hyggst félagið halda áfram á sömu braut.

18. maí 2012 : Matís leggst á árarnar með heimamönnum við Breiðafjörðinn og sunnanverða Vestfirði

Matís leggst á árarnar með heimamönnum beggja vegna Breiðafjarðar og hefur blásið til sóknar í matavælaframleiðslu og tengdum greinum á svæðinu. Liður í þeirri sókn er ráðning tveggja starfsmanna sem hefja munu störf á Patreksfirði á næstu dögum en þessir starfsmenn bætast í hóp þeirra tveggja sem nýlega voru ráðnir til starfa á Grundarfirði á Snæfellsnesi.

16. maí 2012 : Hækkun stýrivaxta kemur ekki í veg fyrir verðhækkanir

Seðlabanki Íslands heldur áfram að hækka stýrivexti í viðleitni sinni til að slá á verðbólgu, nú um 0,5%. Eftir hækkunin eru sk. daglánavextir 6,5%. Hækkunin er ekki óvænt miðað við stefnu bankans, en er þveröfug við seðlabanka nágrannaríkjanna, sem flestir eru með talsvert neikvæða raunvexti og leggja höfuðáherslu á að halda hagkerfunum á siglingu.

14. maí 2012 : Hæstiréttur dæmir Íbúðalánasjóð til að greiða félagsmanni SI skaðabætur

Hæstiréttur komst að þeirri niðurstöðu síðastliðinn fimmtudag að Íbúðalánasjóður ætti að greiða byggingafyrirtækinu Norðurvík ehf. skaðabætur vegna ólögmætrar kröfu sjóðsins um bankaábyrgð samhliða lánveitingu úr sjóðnum. SI studdu Norðurvík ehf. með rekstur dómsmálsins.

9. maí 2012 : Vinnusmiðja um áhrif gæðastjórnunar á mannvirkjagerð

Stofnað verður til vinnusmiðju um áhrif gæðastjórnunar á mannvirkjagerð 29. maí nk. þar sem verktakar, verkkaupar og aðrir áhrifavaldar og hagsmunaaðilar af öllum stærðum og gerðum, auk sérfræðinga á sviði mannvirkjagerðar og/eða gæðastjórnunar verði meðal þátttakenda.

9. maí 2012 : Brjóstabollur með kaffinu alla mæðradagshelgina

Landssamband bakarameistara stendur fyrir sölu á brjóstabollum í bakaríum um allt land dagana 10 – 13. maí til stuðnings við styrktarfélagið Göngum saman. Fyrirtæki og einstaklingar eru hvattir til að bjóða upp á brjóstabollur með kaffinu alla mæðradagshelgina og láta þannig gott af sér leiða, brjóstanna vegna.

8. maí 2012 : Tækni- og iðnfyrirtæki vara við alvarlegum afleiðingum sjávarútvegsfrumvarpa

Tækni- og iðnfyrirtæki, sem þjóna sjávarútvegi, vara eindregið við alvarlegum afleiðingum þeirra sjávarútvegsfrumvarpa sem lögð hafa verið fram og greint hefur verið frá m.a. í nýrri greinargerð sem atvinnuveganefnd Alþingis lét vinna og kynnt var nýverið.

4. maí 2012 : Skattalegir hvatar fyrir hugverkaiðnað

Hópur þingmanna mun á næstunni leggja fram þingályktunartillögu sem felur í sér að skoðað verði hvort stjórnvöld geti tekið upp fleiri skattalega hvata fyrir fyrirtæki í hugverkaiðnaði. Þetta kemur fram í Fréttatímanum í dag.

4. maí 2012 : Valka hlýtur Vaxtarsprotann 2012

Fyrirtækið Valka ehf. hlaut í morgun Vaxtarsprotann 2012 sem er viðurkenning fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis á síðasta ári. Fyrirtækið meira en þrefaldaði veltu sína milli áranna 2010 og 2011 úr tæplega 130 m.kr í um 410 m.kr. Fyrirtækin Kvikna, ORF Líftækni og Thorice fengu einnig viðurkenningar fyrir góðan vöxt.

3. maí 2012 : VAXTARSPROTINN 2012 afhentur á morgun – fjögur fyrirtæki tilnefnd

Vaxtarsprotinn árið 2012 verður veittur við hátíðlega athöfn í Grasagarðinum í Laugardal á morgun 4. maí klukkan 8.30. Oddný G. Harðardóttir, iðnaðarráðherra mun afhenda viðurkenningar og Vaxtarsprotann 2012.

2. maí 2012 : Stærsti innanhússmarkaður Evrópu kýs íslenskan hugbúnað fyrir starfsemi sína

Stærsti innanhússmarkaður Evrópu, De Bazaar, hefur valið hugbúnað frá íslenska hugbúnaðarfyrirtækinu LS Retail til að halda utan um allan rekstur markaðarins og til endurbæta greiðsluferla sína enn frekar en orðið var.