Fréttasafn



  • Klafi ehf. með D-vottun

30. maí 2012

Klafi ehf. með D-vottun

Klafi ehf hefur staðist úttekt á fyrsta þrepi áfangaskiptrar gæðavottunar Samtaka iðnaðarins.

Klafi ehf var stofnaður af Íslenska járnblendifélaginu og Norðuráli árið 2000 og í dag vinna þrettán starfsmenn við almennan rekstur fyrirtækisins, sem fer öll fram á hafnarsvæði Grundartangahafnar.

Helstu verkefni Klafa eru, upp- og útskipanir fyrir Elkem Ísland og Norðurál, gámaflutningar á hafnarsvæði Grundartangahafnar og ýmis véla og flutningavinna á Grundartangasvæðinu. Jafnframt þjónustar fyrirtækið skip, bindur þau og losar, en árlega koma um 300 skip að höfn á Grundartanga.

D-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum. Í því felst að rekstur fyrirtækis er gerður skilvirkari. Fyrirtækið fer í gegnum stefnumótun þar sem afkoma hvers verks eða vöru er skilgreind. Við þetta eykst framleiðni og fyrirtækin skila meiri hagnaði.