Fréttasafn: september 2009
Fyrirsagnalisti
Skortir vilja til verka
Vilja- og getuleysi ríkisstjórnarinnar til að örva atvinnulífið er óskiljanlegt, segir Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri SI, síðasta útspil umhverfisráðherra vegna framkvæmda á Suðurnesjum er hrópandi dæmi um þetta.
Hvatningarráðstefna Stjórnvísi
Farmers Market og Íslensk hollusta hlutu viðurkenningu úr Verðlaunasjóði iðnaðarins
Tvær viðurkenningar úr Verðlaunasjóði iðnaðarins voru veittar við hátíðlega athöfn í dag. Það voru Eyjólfur Friðgeirsson, líffræðingur í Íslensk hollusta og Bergþóra Guðnadóttir, hönnuður í Farmers Market sem hlutu viðurkenningu að þessu sinni. Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra afhenti hvorum um sig eina milljón króna, verðlaunagrip og viðurkenningarskjal.
Stjórnvöld steyta á skeri
Markvissar aðgerðir geta dregið verulega úr rýrnun matvæla
Árleg velta í kjötiðnaði á Íslandi er áætluð 20-25 milljarðar króna. Talið er að þar af tapist a.m.k. 5% eða 1000-1250 milljónir vegna rýrnunar. Hægt er að spara stórar fjárhæðir ef tekst að draga úr þessari rýrnun. Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi í gær um umbætur í virðiskeðju matvæla.
Stefnt að því að ljúka sameiginlegu mati á umhverfisáhrifum næsta vor
Stefnt er að því að ljúka næsta vor sameiginlegu mati á umhverfisáhrifum álvers á Bakka við Húsavík, Kröfluvirkjunar II, Þeistareykjavirkjunar og háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Alcoa, Þeistareykjum ehf., Landsvirkjun og Landsneti.
Seðlabankinn herðir snöruna
Rannsóknarþjónustan Sýni hefur opnað Matvælaskóla
Ein verðmætasta hugbúnaðarsala í sögu Íslands
Vilmundur Jósefsson formaður SA
Vilmundur Jósefsson hefur tekið við sem formaður Samtaka atvinnulífsins, en Þór Sigfússon, sem verið hefur í leyfi frá formennsku í samtökunum frá 9. júlí, hefur ákveðið að víkja formlega úr sæti formanns SA.
Öll lán fari til Íbúðalánasjóðs
Til að tryggja jafnræði milli skuldara og auðvelda samræmdar aðgerðir er í umræðunni að Íbúðalánasjóður yfirtaki öll húsnæðislán bankanna. Jafnræði milli skuldara er lykilatriði í þessari umræðu og því má ekki gleyma að það eru fleiri en bankar sem hafa veitt húsnæðiskaupendum lán.
Promens Tempra hlýtur leyfi til CE merkinga
Promens Tempra hefur hlotið leyfi til að CE merkja byggingavöruframleiðslu sína. Fyrirtækið uppfyllir nú kröfur staðalsins ÍST EN 13163:2008 "Varmaeinangrun fyrir byggingar - Verksmiðjuframleiddar vörur úr þöndu polystyrene (EPS) - Kröfur".
SI bíða eftir svörum frá Íbúðalánasjóði
Samtökin sendu í sumar bréf til Íbúðalánasjóðs þar sem þau óskuðu eftir endurskoðun á reglum um bankaábyrgð verktaka í byggingariðnaði. Erindinu hefur ekki verið svarað.
Vinnubrögð stjórnvalda valda töfum og tjóni
Kynningarfundur um umbætur í virðiskeðju matvæla
Morgunfundur um samkeppnishæfni Íslands
Teknís og Leifur Breiðfjörð listamaður í samstarfi
Listamaðurinn Leifur Breiðfjörð vinnur að miklu málm- og glerlistaverki sem verður staðsett í St. Giles dómkirkjunni í Edinborg. Málmiðnaðarfyrirtækið Teknís í Garðabæ vinnur að gerð verksins með honum.
Kjörís 40 ára
Steinlagnatækni, nýtt starfsmenntanám
Þessa dagana standa yfir skráningar í nýtt starfsmenntanám, steinlagnatækni, fyrir haustönn 2009. Kennslan hefst mánudaginn 26. október kl. 17.10. Námið, sem er á sviði skrúðgarðyrkju, er mótað og uppbyggt af félagi skrúðgarðyrkjumeistara og Horticum menntafélagi ehf. í samstarfi við Tækniskólann.
Andstaða við aðild að ESB í hámarki
Heldur fleiri eru óánægðir en ánægðir með að sótt hefur verið um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þá hafa aldrei fleiri sagst andvígir aðild frá því að Samtök iðnaðarins tóku að láta gera kannanir fyrir sig um Evrópumálin. Um 50% segjast andvígir aðild en um 33% segjast hlynnt. Þá segjast um 17% hvorki hlynnt né andvíg aðild.
- Fyrri síða
- Næsta síða