FréttasafnFréttasafn: september 2009

Fyrirsagnalisti

30. sep. 2009 : Skortir vilja til verka

Vilja- og getuleysi ríkisstjórnarinnar til að örva atvinnulífið er óskiljanlegt, segir Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri SI, síðasta útspil umhverfisráðherra vegna framkvæmda á Suðurnesjum er hrópandi dæmi um þetta.

30. sep. 2009 : Hvatningarráðstefna Stjórnvísi

Hvatningarráðstefna Stjórnvísi verður haldin á Grand hótel 2. október, kl. 8.30-11.30. Markmið ráðstefnunnar er að hvetja stjórnendur til djörfungar og bjartsýni. Stjórnendur og aðrir áhugasamir um stjórnun og rekstur fyrirtækja eru velkomnir. Aðgangur er ókeypis.

28. sep. 2009 : Farmers Market og Íslensk hollusta hlutu viðurkenningu úr Verðlaunasjóði iðnaðarins

Tvær viðurkenningar úr Verðlaunasjóði iðnaðarins voru veittar við hátíðlega athöfn í dag. Það voru Eyjólfur Friðgeirsson, líffræðingur í Íslensk hollusta og Bergþóra Guðnadóttir, hönnuður í Farmers Market sem hlutu viðurkenningu að þessu sinni. Katrín Júlíusdóttir, iðnaðarráðherra afhenti hvorum um sig eina milljón króna, verðlaunagrip og viðurkenningarskjal.

27. sep. 2009 : Stjórnvöld steyta á skeri

Samtök iðnaðarins gagnrýna enn harðlega vinnubrögð stjórnvalda og segja að togstreitan innan ríkisstjórnarinnar um erlenda fjárfesta og beislun og nýtingu orkuauðlinda til uppbyggingar atvinnustarfsemi sé á góðri leið með að valda þjóðinni miklum búsifjum. Þá vara þau við hugmyndum um orku-, umhverfis- og auðlindaskattar.

25. sep. 2009 : Markvissar aðgerðir geta dregið verulega úr rýrnun matvæla

Árleg velta í kjötiðnaði á Íslandi er áætluð 20-25 milljarðar króna. Talið er að þar af tapist a.m.k. 5% eða 1000-1250 milljónir vegna rýrnunar. Hægt er að spara stórar fjárhæðir ef tekst að draga úr þessari rýrnun. Þetta er meðal þess sem fram kom á fundi í gær um umbætur í virðiskeðju matvæla.

24. sep. 2009 : Stefnt að því að ljúka sameiginlegu mati á umhverfisáhrifum næsta vor

Stefnt er að því að ljúka næsta vor sameiginlegu mati á umhverfisáhrifum álvers á Bakka við Húsavík, Kröfluvirkjunar II, Þeistareykjavirkjunar og háspennulína frá Kröflu og Þeistareykjum að Bakka. Þetta kemur fram í fréttatilkynningu frá Alcoa, Þeistareykjum ehf., Landsvirkjun og Landsneti.

24. sep. 2009 : Seðlabankinn herðir snöruna

Jón Steindór Valdimarsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, segist hættur að skilja vaxtastefnu Seðlabanka Íslands. „Við erum búin að segja mánuðum saman að það sé ekki hægt að búa við þetta vaxtastig. Með þessu er snaran hert hægt að rólega að fyrirtækjum og heimilum í landinu."Þetta kemur fram í viðtali við hann á visir.is í dag.

23. sep. 2009 : Rannsóknarþjónustan Sýni hefur opnað Matvælaskóla

Matvælafræðingar og ráðgjafar hjá Sýni halda námskeið sem fjalla um matvæli og meðhöndlun þeirra frá öllum hliðum, allt frá frumframleiðslu til neytanda. Námsefnið nær einnig yfir hollustu og fjölbreytta notkun matvæla og hráefnaval.

22. sep. 2009 : Ein verðmætasta hugbúnaðarsala í sögu Íslands

Microsoft hefur keypt íslensku hugbúnaðarlausnina LS Retail AX sem er byggð ofan á Microsoft Dynamics AX viðskiptalausnirnar. Það er íslenska fyrirtækið LS Retail ehf. sem hefur þróað lausnina sem Microsoft fær nú eignarrétt á og er þetta er ein verðmætasta hugbúnaðarsala í sögu Íslands.

22. sep. 2009 : Vilmundur Jósefsson formaður SA

Vilmundur Jósefsson hefur tekið við sem formaður Samtaka atvinnulífsins, en Þór Sigfússon, sem verið hefur í leyfi frá formennsku í samtökunum frá 9. júlí, hefur ákveðið að víkja formlega úr sæti formanns SA.

22. sep. 2009 : Öll lán fari til Íbúðalánasjóðs

Til að tryggja jafnræði milli skuldara og auðvelda samræmdar aðgerðir er í umræðunni að Íbúðalánasjóður yfirtaki öll húsnæðislán bankanna. Jafnræði milli skuldara er lykilatriði í þessari umræðu og því má ekki gleyma að það eru fleiri en bankar sem hafa veitt húsnæðiskaupendum lán.

22. sep. 2009 : Promens Tempra hlýtur leyfi til CE merkinga

Promens Tempra hefur hlotið leyfi til að CE merkja byggingavöruframleiðslu sína. Fyrirtækið uppfyllir nú kröfur staðalsins ÍST EN 13163:2008 "Varmaeinangrun fyrir byggingar - Verksmiðjuframleiddar vörur úr þöndu polystyrene (EPS) - Kröfur".

18. sep. 2009 : SI bíða eftir svörum frá Íbúðalánasjóði

Samtökin sendu í sumar bréf til Íbúðalánasjóðs þar sem þau óskuðu eftir endurskoðun á reglum um bankaábyrgð verktaka í byggingariðnaði. Erindinu hefur ekki verið svarað.

18. sep. 2009 : Vinnubrögð stjórnvalda valda töfum og tjóni

Samtök iðnðarins gagnrýna harðlega vinnubrögð stjórnvalda í samskiptum við erlenda fjárfesta og uppbyggingu iðnaðar sem reiðir sig á nýtingu orkuauðlinda. Stjórnvöld eru ekki samstiga og senda frá sér misvísandi skilaboð.

18. sep. 2009 : Kynningarfundur um umbætur í virðiskeðju matvæla

Hvað er hægt að gera til að draga úr sóun við framleiðslu og dreifingu matvæla? Hverju skilar bætt meðferð og bætt upplýsingaflæði milli aðila í virðiskeðjunni? Opinn kynningarfundur verður á Grand hótel, fimmtudaginn 24. September, kl. 15.00-17.00.

18. sep. 2009 : Morgunfundur um samkeppnishæfni Íslands

20/20 Sóknaráætlun, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Háskóli Íslands standa fyrir morgunfundi um samkeppnishæfni föstudaginn 25. september næstkomandi undir yfirskriftinni Endurreisn: Sóknarfæri og samkeppnishæfni.

17. sep. 2009 : Teknís og Leifur Breiðfjörð listamaður í samstarfi

Listamaðurinn Leifur Breiðfjörð vinnur að miklu málm- og glerlista­verki sem verður staðsett í St. Giles dóm­kirkjunni í Edinborg. Málm­iðnaðar­fyrir­tækið Teknís í Garðabæ vinnur að gerð verksins með honum.

17. sep. 2009 : Kjörís 40 ára

Kjörís fagnaði fjörtíu ára afmæli sínu með mikilli afmælishátíð í Hvera­gerði laugardaginn 29. ágúst. Að sögn Guðrúnar Hafsteinsdóttur, markaðsstjóra Kjöríss komu á bilinu 13-15 þúsund manns og gæddu sér á eins miklum ís og hver gat í sig látið.

16. sep. 2009 : Steinlagnatækni, nýtt starfsmenntanám

Þessa dagana standa yfir skráningar í nýtt starfsmenntanám, steinlagnatækni, fyrir haustönn 2009. Kennslan hefst mánudaginn 26. október kl. 17.10. Námið, sem er á sviði skrúðgarðyrkju, er mótað og uppbyggt af félagi skrúðgarðyrkjumeistara og Horticum menntafélagi ehf. í samstarfi við Tækniskólann.

15. sep. 2009 : Andstaða við aðild að ESB í hámarki

Heldur fleiri eru óánægðir en ánægðir með að sótt hefur verið um aðild Íslands að Evrópusambandinu. Þá hafa aldrei fleiri sagst andvígir aðild frá því að Samtök iðnaðarins tóku að láta gera kannanir fyrir sig um Evrópumálin. Um 50% segjast andvígir aðild en um 33% segjast hlynnt. Þá segjast um 17% hvorki hlynnt né andvíg aðild.

Síða 1 af 2