Fréttasafn



  • Endurreisn og sóknarfæri

18. sep. 2009

Morgunfundur um samkeppnishæfni Íslands

20/20 Sóknaráætlun, Nýsköpunarmiðstöð Íslands og Háskóli Íslands standa fyrir morgunfundi um samkeppnishæfni föstudaginn 25. september næstkomandi undir yfirskriftinni Endurreisn: Sóknarfæri og samkeppnishæfni. Á fundinum mun Irene Mia, hagfræðingur og framkvæmdastjóri hjá Alþjóðaefnahagsráðinu (World Economic Forum) og einn skýrsluhöfunda The Global Competitiveness Report 2009-2010 fjalla um samkeppnishæfni Íslands út frá samkeppnisvísitölu Alþjóðaefnahagsráðsins.

Dagskrá

Ávarp - Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra

20/20 Sóknaráætlun - Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra

Assessing Iceland's competitiveness in times of crisis: the findings of the Global Competitiveness Index 2009-2010 - Irene Mia hagfræðingur og framkvæmdastjóri WEF

Hvernig mætti efla samkeppnishæfnina? - Runólfur Smári Steinþórsson prófessor við viðskiptafræðideild Háskóla Íslands

Áskorun atvinnulífsins - Hörður Arnarson forstjóri Sjóvár

Morgunfundurinn fylgir úr hlaði vinnu starfshóps 20/20 Sóknaráætlunar á vegum ríkisstjórnarinnar sem ætlað er að skoða samkeppnishæfni Íslands og koma með tillögur að úrbótum með það að markmiði að samkeppnishæfni landsins aukist markvisst fram til ársins 2020.

Morgunfundurinn verður haldinn 25. september kl. 9:00 - 11:30 á Hilton Reykjavík Nordica. Þátttökugjald er 1100 kr. og skráning er á netfanginu nmi@nmi.is