Fréttasafn: nóvember 2015
Fyrirsagnalisti
Össur hlýtur verðlaun fyrir bestu fjárfestingu í hönnun 2015
Hönnunarverðlaun Íslands voru afhent í annað sinn í gær við hátíðlega athöfn á Kjarvalsstöðum. Ríflega 100 tilnefningar bárust dómnefnd sem tilnefndi fimm verkefni sem þóttu sigurstranglegust.
Menntaverðlaun atvinnulífsins 2016 – óskað eftir tilnefningum
Menntaverðlaun atvinnulífsins verða afhent á Hilton Reykjavík Nordica fimmtudaginn 28. janúar. Óskað er eftir tilnefningum um fyrirtæki sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála fyrir 11. desember nk.
Hver ræður því hvað vara kostar?
„Hver ræður því hvað vara kostar?“ spurði Páll Kr. Pálsson, framkvæmdastjóri Glófa þegar rætt var um greiningu á framleiðslukostnaði á fundaröð um framleiðni hjá SI.
Mannauðsstjórar veita stjórnendum ráðgjöf
Það var þægileg og létt stemmning í Hús Atvinnulífsins 17. nóvember síðastliðinn þar sem fjallað var um málefni mannauðsstjórnunar með áherslu á stöðu hennar í dag.
Jafnvægi gæti skapast á íbúðamarkaði
Íbúðum í byggingu fjölgar og framleitt magn verður í takti við þörf næstu ára. Enn er þó áskorun að mæta uppsafnaðri þörf á markaðnum.
Philippe Ricart hlýtur Skúlaverðlaunin 2015
Skúlaverðlaunin 2015 voru afhent í sl. fimmtudag á fyrsta opnunardegi sýningarinnar Handverk og hönnun í Ráðhúsi Reykjavíkur. Verðlaunin hlaut Philippe Ricart fyrir handofin teppi úr Íslenskri ull.
Umbúðir endurspegla vöruna
Í fundaröð Samtaka iðnaðarins um framleiðni er tekið á ýmsum hliðum framleiðni og fyrirtæki segja frá reynslu sinni. Umbúðir voru umræðuefnið í gær þegar Oddi, Ora og Bláa Lónið sögðu frá því hvernig umbúðir tengjast framleiðni fyrirtækja.
Síminn og Samtök iðnaðarins efla saman íslenskan iðnað
„Mikilvægt er að efla tæknimenntun svo íslensk fyrirtæki standi styrk og geti skapað sér samkeppnisforskot gagnvart síaukinni samkeppni erlendis frá á fjarskipta- og afþreyingarmarkaði,“ segir Orri Hauksson, forstjóri Símans.
Seðlabankinn einn á bremsunni – stýrivextir hækkaðir
Stýrivextir voru hækkaðir í morgun um 0,25 prósentur þvert á það sem flestir greiningaraðilar höfðu spáð. Þrátt fyrir litla verðbólgu metur bankinn það sem svo að undirliggjandi verðbólguþrýstingur sé mikill, slaki í ríkisfjármálum og spenna á vinnumarkaði.
Uppskeruhátíð tæknigeirans
Föstudaginn 23. október hélt Deloitte í samstarfi við FKA, SI og NMÍ uppskeruhátíð tæknigeirans
MA vann Boxið 2015
Lið Menntaskólans á Akureyri vann Boxið – framkvæmdakeppni framhaldsskólanna í ár
Hringrás Plasts - Ráðstefna
Fjallað var um plast frá ýmsum sjónarhornum á ráðstefnunni Hringrás Plasts sem haldin var á vegum Fenúr, Fagráð um endurvinnslu og úrgangsmál.
Fundaröð um framleiðni - Þróun umbúðalausna
Samtök iðnaðarins standa fyrir fundaröð um framleiðni annan hvern fimmtudag í Húsi atvinnulífsins, 1. hæð, kl. 8.30 - 9.45.