Fréttasafn2. nóv. 2015 Iðnaður og hugverk

Uppskeruhátíð tæknigeirans

Föstudaginn 23. október hélt Deloitte í samstarfi við FKA, SI og NMÍ uppskeruhátíð tæknigeirans. Fast 50 listinn var kynntur og valin voru svokölluð Rising Star fyrirtæki þar sem skapaður er vettvangur til að vekja athygli á starfsemi tæknifyrirtækja sem hvorki hafa náð fjögurra ára aldri né veltu sem samsvarar 800 þús. EUR

Í Rising Star hluta Fast 50 keppninnar sóttu 24 fyrirtæki um og valdi dómnefndin sex fyrirtæki til að halda stutta kynningu á viðskiptahugmynd sinni. Í Rising Star kvenna var það Kúla 3D sem bar sigur úr býtum og í Rising Star karla var það Authenteq.

Nánari upplýsingar um sigurvegana má nálgast hér