Fréttasafn



Fréttasafn: september 2010

Fyrirsagnalisti

28. sep. 2010 : Óvænt verðbólguþróun kallar á frekari vaxtalækkanir

Vísitala neysluverðs er óbreytt milli mánaða samkvæmt nýjum verðbólgutölum frá Hagstofu Íslands og birtar voru í morgun. Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur Samtaka iðnaðarins segir þetta hafa komið nokkuð á óvart en vissulega sé ánægjulegt að verðbólga sé að dragast hratt saman.

24. sep. 2010 : Akureyrarbær kærður til úrskurðarnefndar um upplýsingamál

 

SI hafa fyrir hönd félagsmanns, verktakafyrirtækis, kært Akureyrarbæ til úrskurðarnefndar um upplýsingamál vegna óhæfilegs dráttar á að veita upplýsingar um viðskipti sveitarfélagsins við annað verktakakafyrirtæki vegna kaupa þess á efni úr svokölluðum „dammi“ ofan við Glerárvirkjun af sveitarfélaginu.

24. sep. 2010 : Ætlum að ryðja hindrunum úr vegi

Orri Hauksson, nýráðinn framkvæmdastjóri SI, segir að atvinnulífið þurfi sjálft að flýta fyrir endurreisn efnahagslífsins en vonar um leið að stjórnvöld flækist ekki of mikið fyrir. Í viðtali við Viðskiptablaðið fjallaði Orri um fyrirhugað átak SI, stöðu atvinnulífsins almennt, samskiptin við stjórnvöld og hvort vænta megi stefnubreytingu SI í Evrópumálum.

22. sep. 2010 : Fjárfestingar í forgang

Í þeim efnahagsörðugleikum sem Ísland gengur enn í gegnum ættu stjórnvöld að leggja allt kapp á að laða hingað erlenda fjárfesta til að stuðla að efnahagsbata, auka atvinnu og minnka atvinnuleysi. Því miður virðist það ekki vera reyndin.

21. sep. 2010 : Útflutningsaukning og hagvöxtur

Íslandsstofa kynnir ÚH 21 sem er markaðs- og þróunarverkefni fyrir fyrirtæki þar sem starfsmenn eða stjórnendur vinna með viðskiptahugmynd er varðar útflutning á vöru eða þjónustu. Verkefnið hefst um miðjan október. Það stendur í 12 mánuði og er skipt i þrennt.

20. sep. 2010 : SI og Iðnú gefa öllum skólum Iðna krakka eftir Sigrúnu Eldjárn

 

Samtök iðnaðarins og Iðnú gefa öllum skólum landsins eitt bekkjarsett af nýútkominni bók Sigrúnar Eldjárn, Iðnir krakkar. Fyrsti skólinn, sem  veitir bókunum viðtöku er Ísaksskóli en Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI og Erling Erlingsson, framkvæmdastjóri Iðnú afhentu nú í morgun 7-8 ára gömlum börnum í Ísaksskóla bækurnar.

17. sep. 2010 : ISO 9000 gæðastjórnunarstaðlarnir - Lykilatriði, uppbygging og notkun

Staðlaráð Íslands stendur fyrir námskeiði um ISO 9000 gæðastjórnunarstaðlana 23. september. Markmið námskeiðsins er að þátttakendur geti gert grein fyrir megináherslum og uppbyggingu kjarnastaðlanna í ISO 9000 röðinni og þekki hvernig hægt er að beita þeim við að koma á og viðhalda gæðastjórnunarkerfi. 

15. sep. 2010 : Óskráð efni verða ekki heimil á markaði

 

Fyrirtæki, sem flytja inn efnavörur frá löndum innan Evrópu, þurfa að ganga úr skugga um að efnin séu skráð á lista yfir leyfð efni. Listinn er birtur á heimasíðu Efnastofnunar Evrópu.

13. sep. 2010 : Kynningarráðstefna um sæfiefni

Kynningarráðstefna um sæfiefni var haldin 25. ágúst síðastliðinn. Að fundinum stóðu Umhverfisstofnun, Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu og Félag atvinnurekenda. Um 40 manns sóttu fundinn.

10. sep. 2010 : Lög um iðnaðarmálagjald samþykkt

 

Alþingi hefur samþykkt breytingu á lögum um iðnaðarmálagjald. Gjald skal samkvæmt lögum þessum síðast lagt á vegna rekstrarársins 2009 og renna tekjur af því í ríkissjóð. Tekjunum skal varið til verkefna á sviði menntunar og nýsköpunar í iðnaði eftir því sem nánar er ákveðið í fjárlögum.

9. sep. 2010 : Eyrir Invest og Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins fjárfesta í ReMake Electric

Nýsköpunarsjóður atvinnulífsins og Eyrir Invest hafa undirritað samning um kaup á hlutafé í hátæknifyrirtækinu Remake Electric ehf. og var hluthafasamkomulag þess efnis undirritað 31. ágúst 2010.

8. sep. 2010 : Afmælisráðstefna IGI - Framtíðin er björt...

 

IGI (Icelandic Gaming Industry) fagna fyrsta starfsári sínu með ráðstefnu í Bláa Lóninu 24. september nk. Ráðstefnan ber heitið Afmælisráðstefna IGI - Framtíðin er björt...

IGI eru samtök átta íslenskra tölvuleikjafyrirtækja. Þau voru sett á fót í maí 2009 en formlega stofnuð sem samtök innan Samtaka iðnaðarins 24. september sama ár.

7. sep. 2010 : Rannsóknarsjóðir á sviði orkumála

SI vekja athygli á rannsóknarsjóðum á sviði orkumála sem eru opnir til umsóknar. Fyrirtæki eru hvött til að kynna sér sjóðina og sækja um styrki.

3. sep. 2010 : Of snemmt að blása kreppuna af

Nýjar tölur um landsframleiðslu á öðrum ársfjórðungi þessa árs eru mikið áhyggjuefni að mati Bjarna Más Gylfasonar hagfræðings Samtaka iðnaðarins en þær gefa til kynna að hagkerfið sé enn í samdrætti  og framleiðsla að minnka.

1. sep. 2010 : Formaður SI hefur áhyggjur af framgangi vegaframkvæmda

Helgi Magnússon, formaður SI telur ástæðu til að óttast að uppstokkun í ríkisstjórn geti heft framgang samgönguframkvæmda hverfi núverandi samgönguráðherra úr stjórn.

1. sep. 2010 : Indverskt fyrirtæki í samstarf við ORF Líftækni um lyfjaþróun

ORF Líftækni og indverska fyrirtækið DM Corporation, stefna að samstarfi við þróun, framleiðslu  og markaðssetningu á próteinlyfjum fyrir alþjóðlegan markað. Björn Örvar framkvæmdastjóri ORF Líftækni og Dilip Mohite, forstjóri DM Corporation undirrituðu viljayfirlýsingu þess efnis í dag.

1. sep. 2010 : Stuðningur við nýsköpunarfyrirtæki - Skattfrádráttur vegna þróunarstarfs og skattafsláttur vegna fjárfestinga

Í lok árs 2009 voru samþykkt lög á Alþingi um stuðning við nýsköpunarfyrirtæki,  nr. 152/2009.  Lögin kveða á um að nýsköpunarfyrirtæki geti fengið skattfrádrátt vegna kostnaðar við rannsóknir og þróunarstarf og að  fjárfestar fái skattafslátt vegna fjárfestingar í nýsköpunarfyrirtækjum.