Fréttasafn



  • Icelandic Gaming Industry

8. sep. 2010

Afmælisráðstefna IGI - Framtíðin er björt...

IGI (Icelandic Gaming Industry) fagna fyrsta starfsári sínu með ráðstefnu í Bláa Lóninu 24. september nk. Ráðstefnan ber heitið Afmælisráðstefna IGI - Framtíðin er björt...

IGI eru samtök átta íslenskra tölvuleikjafyrirtækja. Þau voru sett á fót í maí 2009 en formlega stofnuð sem samtök innan Samtaka iðnaðarins 24. september sama ár.

Yfirskrift ráðstefnunnar vísar til þeirrar miklu bjartsýni sem ríkir innan IGI um þessar mundir. Fyrirtækin átta eru samtals með ríflega 400 starfsmenn á sínum snærum og nær 800 séu starfsmenn erlendis taldir með. Á ráðstefnunni verður sjónum beint að þeim tækifærum sem blasa við tölvuleikjaframleiðendum í hinum stafræna geira skemmtanaiðnarins. Fjallað verður um framtíð tölvuleikjaframleiðslu hér á landi, tækifærum á alþjóðlegum markaði og hvernig þau verði best nýtt. Keppst verður við að svara spurningunni um hvernig tölvuleikjaiðnaður á Íslandi geti sem best verið hluti af alþjóðlega tölvuleikjaiðnaðinum í framtíðinni.

Fyrirlestrar verða kynntir þegar nær dregur en drög að dagskrá má finna á  Facebook síðu ráðstefnunnar.  

Nánari upplýsingar má einnig nálgast hjá Erlu Bjarneyju Árnadóttur í síma 898 9363.