FréttasafnFréttasafn: febrúar 2014

Fyrirsagnalisti

26. feb. 2014 : Ályktun SI um ákvörðun ríkisstjórnar um slit á aðildarviðræðum

Samtök iðnaðarins mótmæla ákvörðun ríkisstjórnarinnar um algjör slit á aðildarviðræðum við ESB. Með henni fer ríkisstjórnin gegn stórum hópi iðnfyrirtækja sem vilja að skoðað verði til hlítar hvort samkeppnishæfni þeirra sé betur tryggð innan ESB eða utan, og hvort ekki megi ná samningum þar sem staðinn er vörður um hagsmuni Íslands.

21. feb. 2014 : Fyrningarfrestur krafna

Í Morgunblaðinu í dag er aðsend grein eftir  Þorstein Einarsson, hæstarréttarlögmann þar sem kemur fram að almennur fyrningarfrestur krafna er fjögur ár og að öllu óbreyttu fyrnast því kröfur sem aðilar kunna enn að eiga vegna ólögmætrar gengistryggingar lánssamninga hinn 16. júní 2014.

21. feb. 2014 : Kaka ársins komin í bakarí um land allt

Íris Björk Óskarsdóttir hjá Sveinsbakaríi bar sigur úr býtum í keppni um Köku ársins sem Landssamband bakarameistara efnir árlega til. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, fékk fyrstu kökuna afhenta í ráuneytinu í gær.

21. feb. 2014 : Styrkir veittir til eflingar tækni- og forritunarkennslu

Í dag verða styrkir úr sjóðnum Forritarar framtíðarinnar afhentir í Ráðhúsinu í Reykjavík.  Ragnheiður Elín Árnadóttir iðnaðar- og viðskiptaráðherra afhendir styrkina í viðurvist kennara og barna frá þeim grunnskólum sem hlutu styrkina að þessu sinni.

18. feb. 2014 : Róum í sömu átt

Við hjá Samtökum iðnaðarins erum sammála öðrum hagsmunasamtökum í íslensku efnahagslífi þegar við teljum stöðugleika vera eitt helsta markmið efnahagsstefnu næstu ára. Þarna er vísað til almenns rekstrarumhverfis og helstu hagvísa. Svana Helen Björnsdóttir skrifar í Fréttablaðið.

17. feb. 2014 : Menntadagur atvinnulífsins 3. mars 2014

Samtök iðnaðarins ásamt sjö atvinnulífssamtökum í húsi atvinnulífsins efna til Menntadags atvinnulífsins mánudaginn 3. mars. Menntun og fræðsla sem nýtist öllu atvinnulífinu verður þar í kastljósinu en þetta er í fyrsta sinn sem fulltrúar ólíkra atvinnugreina halda sameiginlegan menntadag.

14. feb. 2014 : Útboðþing 2014 - Birtir til á bygginga- og verktakamarkaði

Fullt var út úr dyrum á Útboðsþingi Samtaka iðnaðarins á Grand Hótel í dag. Af kynningum á fyrirhuguðum framkvæmdum má ráða að heldur sé að birta til á bygginga- og verktakamarkaði.

14. feb. 2014 : Tækifæri í iðnaði

Þegar haft er í huga hve brotfall nemenda er mikið í þeim framhaldsskólum landsins sem byggja alfarið á bóknámi, er sorglegt að ekki skuli vera hægt að kynna betur tækifærin í verk- og tækninámi. Svana Helen Björnsdóttir skrifar tækifærin í iðnaði.

14. feb. 2014 : Fyrstu skref samstarfsvettvangs um álklasa

Undirbúningshópur að samráðsvettvangi um álklasa hittist í fyrsta skipti í fundaraðstöðu Samtaka iðnaðarins og Samáls fimmtudaginn 13. nóvember. Þar voru saman komnir fulltrúar nokkurra lykilfyrirtækja úr ólíkum greinum, sem allar eiga það sammerkt að starfa í áliðnaðinum.

14. feb. 2014 : Mikill kraftur á Litla Íslandi

Fullt var út úr dyrum á morgunfundi Litla Íslands sem fram fór í Húsi atvinnulífsins í morgun. Litla Ísland er vettvangur smárra fyrirtækja sem vinna saman óháð atvinnugreinum. Á undanförnum vikum og mánuðum hefur Litla Ísland unnið að viðtækri stefnumótun. Niðurstöðum þeirrar vinnu má lýsa í einni setningu: Stóra lausnin í atvinnumálum þjóðarinnar er smá.

14. feb. 2014 : Hjólaleiðir fengu Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands

Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 2014 voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í gær, 13. febrúar. Verkefnið sem hlaut verðlaunin að þessu sinni heitir Hjólaleiðir á Íslandi og var það unnið af Evu Dís Þórðardóttur úr Háskólanum í Reykjavík og Gísla Rafni Guðmundssyni nemanda í Háskólanum í Lundi, Svíþjóð.

13. feb. 2014 : Níu þúsund manns sóttu UT messuna

Um 9 þúsund manns mættu á opið hús UT messunnar laugardaginn 8. febrúar. Ríflega 850 manns voru á ráðstefnu UTmessunnar sem haldin var á föstudeginum og tókst gífurlega vel.

12. feb. 2014 : Útboðsþing 2014 - verklegar framkvæmdir

Útboðsþing Samtaka iðnaðarins verður haldið á Grand Hótel Reykjavík föstudaginn 14. febrúar kl. 13.00 - 16.30. Á þinginu verður gefið yfirlit yfir helstu útboð opinberra aðila á verklegum framkvæmdum.

11. feb. 2014 : Málþing um lýsingarhönnun

Föstudaginn 27. febrúar sl. stóðu Ljóstæknifélag Íslands og Samtök rafverktaka fyrir málþingi um lýsingarhönnun í þéttbýli í Tjarnarbíói. Á sama tíma voru innflytjendur ljósabúnaðar með vörusýningu í Ráðhúsi Reykjavíkur. Atburður þessi var hluti af Vetrarhátíð í Reykjavík 2014.

11. feb. 2014 : Region Midtjylland velur MainManager

Region Midtjylland hefur undirritað samning við ICEconsult um notkun á fasteigna og aðstöðukerfinu MainManager. Kerfið verður notað til að hagræða og halda utanum rekstur og viðhald á eignasafni Region Midtjylland, sem telur yfir 1.200.00 fermetra.

11. feb. 2014 : Rakel Sölvadóttir í Skemu hlaut verðlaunin „Skapandi ungir frumkvöðlar“

Rakel Sölvadóttir, stofnandi Skemu, hlaut verðlaunin „Skapandi ungir frumkvöðlar“ sem JCI á Íslandi veitti í fyrsta sinn í síðustu viku. Verðlaunin afhenti Ragnheiður Elín Árnadóttir viðskipta- og iðnaðarráðherra við hátíðlega athöfn í húsakynnum Arion banka við Borgartún.

10. feb. 2014 : Morgunfundur Litla Íslands í Húsi atvinnulífsins

Föstudaginn 14. febrúar efnir Litla Ísland til morgunfundar í Húsi atvinnulífsins. Þar verður greint frá niðurstöðum stefnumótunarfundar Litla Íslands sem fram fór í nóvember og farið yfir starfið næstu vikur og mánuði. Ný verkefnastjórn Litla Íslands verður kynnt til leiks ásamt þjónustu sem litlum fyrirtækjum innan Samtaka atvinnulífsins og aðildarsamtaka stendur til boða.

7. feb. 2014 : Í kjöri til stjórnar Samtaka iðnaðarins

Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins 6. mars næstkomandi verður kosið til stjórnar. Árlega er kosið um formann og að þessu sinni er kosið um þrjú almenn stjórnarsæti. Tveir gefa kost á sér til formanns og sex í almenna stjórnarsetu.

4. feb. 2014 : Málþing um lýsingarhönnun í þéttbýli

Vetrarhátíð Reykjavíkur verður sett þann 6. febrúar og stendur til 15. febrúar. SART og Ljóstæknifélagi Íslands standa fyrir málþingi um lýsingarhönnun í þéttbýli í Tjarnarbíói, föstudaginn 7. febrúar.

3. feb. 2014 : UT messan 2014 í Hörpu dagana 7. og 8. febrúar

UTmessan 2014 felur í sér marga spennandi viðburði en tilgangur hennar er að sýna hve stór og fjölbreyttur tölvugeirinn á Íslandi er. Föstudaginn 7. febrúar verður haldin ráðstefna og sýning fyrir fagfólk og laugardaginn 8. febrúar verður sýning og fræðsla með margs konar viðburðum fyrir alla aldurshópa.