Fréttasafn



  • Alþingi

21. feb. 2014

Fyrningarfrestur krafna

Í e-lið 2. gr. laga nr. 151/2010 er mælt fyrir um að fyrningarfrestur uppgjörskrafna vegna ólögmætrar gengistryggingar lánssamninga reiknist frá 16. júní 2010. Almennur fyrningarfrestur krafna er fjögur ár og að öllu óbreyttu fyrnast því kröfur sem aðilar kunna enn að eiga vegna ólögmætrar gengistryggingar lánssamninga hinn 16. júní 2014. Enn er ágreiningur um hvort tilteknir samningar teljist vera gengistryggðir lánssamningar og þá er enn ágreiningur um uppgjör krafna vegna ólögmætrar gengistryggingar, s.s. um vexti o.fl. Brýnt er að Alþingi breyti þegar fyrrgreindum lögum og tryggi að kröfur vegna ólögmætrar gengistryggingar lánssamninga fyrnist ekki í júní nk.

Birt í Morgunblaðinu 21. febrúar 2014