FréttasafnFréttasafn: maí 2011

Fyrirsagnalisti

27. maí 2011 : Endurnýjanlegir orkugjafar fyrir samgöngur

Þriðji og síðasti fundurinn í fundaröð SI, HR og Samáls um orkumál fór fram í morgun í Háskólanum í Reykjavík. Gestafyrirlesari var Philip Metcalfe, ráðgjafi á sviði endurnýjanlegrar orku. Philip er rafmagnsverkfræðingur og starfar sem ráðgjafi með áherslu á fjárfestingar í endurnýjanlegri orku. Hann hefur m.a. starfað í verkefnum um lífdísel, vindmyllur og kolefnisviðskipti.

25. maí 2011 : Verðbólgan og Seðlabankinn áhyggjuefni

Verðbólgan er á hraðri uppleið en í maí hækkaði vísitala neysluverðs um 0,94%. Verðbólgan mælist nú 3,4% á ársgrundvelli en var til samanburðar aðeins 1,9% í febrúar sl. Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur SI, segist hafa verulegar áhyggjur af þessari þróun en ekki síst af mögulegum viðbrögðum Seðlabankans enda þurfi hagkerfið síst á vaxtahækkunum að halda við þær erfiðu aðstæður sem nú ríkja.

24. maí 2011 : Hönnun í útflutning - auglýst er eftir umsóknum hönnuða

Auglýst er eftir hönnuðum til samstarfs í þróunarverkefni á vegum Hönnunarmiðstöðvar, Íslandsstofu, Samtaka iðnaðarins og Nýsköpunarmiðstöðvar. Markmið verkefnisins er að leiða saman hönnuði og fyrirtæki í samvinnu um hönnun og framleiðslu á útflutningsvörum.

24. maí 2011 : Fundur um opinber innkaup til nýsköpunar 25. maí

Rannís og Samtök iðnaðarins boða til opins fundar um möguleika til að nýta opinber innkaup sem tæki til að örva nýsköpun í samfélaginu. Fundurinn verður haldinn áHótel Sögu, miðvikudaginn 25. maí kl. 13:30-17.

23. maí 2011 : Orka fyrir samgöngur

Þriðji fundurinn í fundaröð Samtaka iðnaðarins, Háskólans í Reykjavík og Samáls verður haldinn föstudaginn 27. maí kl. 8.30 - 10.00. Fjallað verður um orku í samgöngum. Philip Metcalfe, ráðgjafi á sviði endurnýjanlegrar orku verður meðal fyrirlesara. 

19. maí 2011 : Gartner velur GreenQloud sem eitt af 5 áhugaverðustu umhverfistæknifyrirtækjum heims

Ráðgjafa- og greiningafyrirtækið Gartner gaf nýverið út skýrslu yfir 300 áhugaverðustu sprotafyrirtæki heims. GreenQloud var valið eitt af 5 fyrirtækjum í flokki umhverfistæknifyrirtækja eða “Cool Vendors in GreenIT and Sustainability 2011".

18. maí 2011 : Tvö hundraðasti nemandinn útskrifast úr Stóriðjuskólanum - námið nú metið sem hálft stúdentspróf

Útskrift nemenda úr grunnnámi Stóriðjuskóla álversins í Straumsvík fór fram, mánudaginn 16. maí, í sextánda sinn. Að þessu sinni útskrifuðust ellefu nemendur og hafa þá alls 206 nemendur lokið grunnnámi og hlotið titilinn „stóriðjugreinir“ frá stofnun skólans árið 1998.

13. maí 2011 : Þjóðhagsleg áhrif orkunýtingar

Annar fundur í fundaröð SI, HR og Samáls um orkumál fór fram í morgun í Háskólanum í Reykjavík. Fjallað var um þjóðhagsleg áhrif orkunýtingar. Flutt voru þrjú erindi, Dr. Helga Kristjánsdóttir, hagfræðingur fjallaði um flæði beinnar erlendrar fjárfestingar á orkufrekan iðnað á íslandi, Þórður Hilmarsson, forstöðumaður fjárfestingasviðs Íslandsstofu fjallaði um orkutengd verkefni til atvinnuuppbyggingar og Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri Samáls um þjóðhagslegan ávinning orkutengds iðnaðar. 

10. maí 2011 : Annar fundur í fundaröð um orkumál

Samtök iðnaðarins, Háskólinn í Reykjavík og Samál standa fyrir fundaröð um orkumál í Háskólanum í Reykjavík, Herkúles 5, 2. hæð. Annar fundur er um þjóðhagsleg áhrif orkunýtingar og er föstudaginn 13. maí kl. 8.30 - 10.00.

9. maí 2011 : Ný tækifæri í orkuöflun

Fyrsti fundur í fundaröð SI og HR um orkumál fór fram sl. föstudag í Háskólanum í Reykjavík. Fjallað var um nýjar leiðir í orkuframleiðslu og hugsanlega framleiðslugetu í raforku og sjónum m.a. beint að djúpborunum, vindorku og sjávarföllum. Einnig var horft til  betri nýtingar í kerfinu og hvernig megi fara betur með það sem fyrir er.

9. maí 2011 : Vistvænni borgir beggja vegna Atlantsála

Á ráðstefnunni CanNord 2011 komu fulltrúar Norðurlandanna og Kanada saman til þess að ræða þau stóru verkefni sem borgir landanna standa frammi fyrir í skipulags-, samgöngu- og orkumálum. Guðný Reimarsdóttir framkvæmdastjóri íslenska fyrirtækisins Econord sem framleiðir umhverfisvænar lausnir í sorpiðnaði tók þátt í ráðstefnunni sem fulltrúi Cleantech Iceland.

6. maí 2011 : Skrifað undir kjarasamninga til þriggja ára

Samtök atvinnulífsins hafa skrifað undir nýja kjarasamninga á almennum vinnumarkaði til þriggja ára við Alþýðusamband Íslands og landssambönd þess. Samningarnir fela í sér umtalsverðar launahækkanir, mun meiri en í samkeppnislöndum Íslands.

6. maí 2011 : Handpoint hlýtur VAXTARSPROTANN 2011

Fyrirtækið Handpoint ehf. hlaut í morgun Vaxtarsprotann 2011 sem er viðurkenning fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis. Fyrirtækið meira en fjórfaldaði veltu sína milli áranna 2009 og 2010 úr 66,7 m.kr í um 347 m.kr. Fyrirtækin Marorka, Trackwell og Gogogic fengu einnig viðurkenningar fyrir góðan vöxt á síðasta ári.

5. maí 2011 : Áfangalok í verkefninu Útflutningsaukning og hagvöxtur

Jenný Ruth Hrafnsdóttir frá fyrirtækinu Krumma var verðlaunuð í gær fyrir bestu markaðsáætlunina við áfangalok í verkefninu Útflutningsaukning og hagvöxtur (ÚH) sem Íslandsstofa stendur að í samvinnu við Samtök iðnaðarins, Nýsköpunarsjóð atvinnulífsins og Félag kvenna í atvinnurekstri.

4. maí 2011 : Látum gott af okkur leiða og kaupum brjóstabollur með kaffinu

Landssamband bakarameistara leggur styrktarfélaginu Göngum saman lið mæðradagshelgina, 5. – 8. maí, með sölu á brjóstabollum í bakaríum um land allt. Ágóðinn rennur til grunnrannsókna á brjóstakrabbameini.  

3. maí 2011 : Ný tækifæri í orkuöflun - fundur á morgun

Samtök iðnaðarins og Háskólinn í Reykjavík efna til fundaraðar í maí um orkumál. Fyrsti fundurinn ber yfirskriftina: Ný tækifæri í orkuöflun og verður 6. maí. Á fundinum verður fjallað um nýjar leiðir í orkuframleiðslu og hugsanlega framleiðslugetu í raforku. Sjónum er beint m.a. að djúpborunum, vindorku og sjávarföllum. Einnig verður horft til  betri nýtingar í kerfinu og hvernig megi fara betur með það sem fyrir er.  

2. maí 2011 : Vaxtarsprotinn 2011 verður afhentur á föstudag - fjögur fyrirtæki tilnefnd 

Vaxtarsprotinn árið 2011 verður veittur við hátíðlega athöfn í Grasagarðinum í Laugardal 6. maí næstkomandi klukkan 8:30. Tilgangurinn með Vaxtarsprotanum er að vekja athygli á góðum árangri sprotafyrirtækja í örum vexti og skapa um leið aukinn áhuga og skilning á uppbyggingarstarfi þessara fyrirtækja.

1. maí 2011 : Vaxtarlaus verðbólga raunveruleg ógn

Samningar á vinnumarkaði tókust ekki fyrir helgi né virtust þeir þokast nær niðurstöðu, eins og búast hefði mátt við eftir tilboð SA um að ljúka gerð samnings til þriggja ára. Orri Hauksson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins óskar launþegum til hamingju með daginn á 1. maí, en segir vonbrigði að enn sé ósamið.