Fréttasafn: janúar 2016
Fyrirsagnalisti
Menntastofa SI - Þú færð pottþétt starf
Málstofa Samtaka iðnaðarins verður helguð vinnustaðanámi undir yfirskriftinni Þú færð pottþétt starf - atvinnurekendur axla ábyrgð á vinnustaðanámi
Nýr kjarasamningur
Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands skrifuðu undir nýjan kjarasamning fimmtudaginn 21. janúar. Samningurinn fer nú til kynningar hjá samningsaðilum og atkvæðagreiðslu og skulu niðurstöður liggja fyrir eigi síðar en 26. febrúar.
Áskoranir í loftslagsmálum
Loftslagsmál eru ein af stærstu áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. Fyrirtæki gegna þar mikilvægu hlutverki annars vegar með því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi sinni og hins vegar að þróa vörur og þjónustu þannig að aðrir nái árangri.
Virðing fyrir hráefnum sem falla til í framleiðslufyrirtækjum skilar bættri afkomu
Bætt nýting aukaafurða sem falla til við framleiðslu og endurvinnsla skila sér í bættri afkomu fyrirtækja. Þetta var samdóma álit fjögurra frummælenda á fundi Framleiðslu- og matvælasviðs Samtaka iðnaðarins um úrgangsstjórnun og endurvinnslu.
Aðalfundur Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja - SUT
Aðalfundur Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja - SUT var haldinn í gær.
Guðrún Hafsteinsdóttir tilnefnd til setu í stjórn Lífeyrissjóðs Verslunarmanna
Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður Samtaka iðnaðarins, hefur verið tilnefnd til setu í stjórn Lífeyrissjóðs verslunarmanna og mun taka sæti þar í mars.
Menntadagur atvinnulífsins 2016
Menntun og fræðsla sem nýtist öllu atvinnulífinu verður í kastljósinu á menntadegi atvinnulífsins 28. janúar næstkomandi en þetta er í þriðja sinn sem dagurinn er haldinn.
Ný sýn á fjármögnun innviðaframkvæmda
Síðustu 6-7 ár hafa fjárfestingar á Íslandi verið takmarkaðar, sérstaklega í opinberum fjárfestingum og í innviðum. Ekki eru horfur á þær aukist mikið að óbreyttu.
Samantekt yfir lagabreytingar á árinu 2015
Samtök iðnaðarins hafa tekið saman yfirlit yfir lagabreytingar á árinu 2015 sem SI hefur látið sig varða
Breytingar á ýmsum sköttum og gjöldum
Samtök iðnaðarins hafa tekið saman meðfylgjandi yfirlit yfir helstu breytingar á sköttum og gjöldum sem tóku gildi nú um áramótin og hafa áhrif á félagsmenn SI.
Keppni í nýsköpun vistvæna matvæla 2016 - kallað eftir keppnisliðum
Ecotrophelia Ísland er keppni meðal háskólanemenda í þróun vistvænna matvæla.
Fagmennska í íslenskum bakaríum
Landssamband bakarmeistara – LABAK vill koma á framfæri leiðréttingu á rangfærslum sem birtust í Fréttatímanum 8. janúar.
Skert samkeppnisstaða á endurvinnslumarkaði
Reykjavíkurborg er í beinni samkeppni við einkaðila um söfnun á endurvinnsluúrgangi en hefur forskot því hún innheimtir ekki virðisaukaskatt af þeirri þjónustu, þrátt fyrir að hafa fengið tilmæli frá ríkisskattstjóra um að greiða skuli virðisaukaskatt. Hér er um skerta samkeppnisstöðu að ræða og telja Samtök iðnaðarins að borgin eigi að gæta jafnræðis og horfa til þess að jafna samkeppnisstöðu allra aðila á þessum markaði.
Víkurraf hlýtur D-vottun
Víkurraf ehf. hefur hlotið D-vottun Samtaka iðnaðarins
Nýr formaður og breytingar í stjórn Samtaka sprotafyrirtækja
Aðalfundur Samtaka sprotafyrirtækja 2015 fór fram í desember.
Rafnar og Vikal International í samstarf um smíði hrað- og smábáta fyrir lúxussnekkjur
Rafnar ehf., sem hefur síðasta áratug unnið að þróun, hönnun og smíði á byltingarkenndri tegund báta, hefur tekið höndum saman við Vikal International um smíði á hrað- og léttabátum fyrir lúxussnekkjur á alþjóðamarkaði.
Góðar fréttir fyrir kvikmyndaiðnaðinn
Tekjur ríkissjóðs af kvikmyndaframleiðslu eru hærri en endurgreiðslur til framleiðenda skv. nýútkominni skýrslu um hagræn áhrif kvikmyndagerðar á Íslandi.