Áskoranir í loftslagsmálum
Loftslagsmál eru ein af stærstu áskorunum sem við stöndum frammi fyrir. Fyrirtæki gegna þar mikilvægu hlutverki annars vegar með því að minnka losun gróðurhúsalofttegunda frá starfsemi sinni og hins vegar að þróa vörur og þjónustu þannig að aðrir nái árangri.
Áskoranir fyrirtækja verða ræddar á opnum morgunverðarfundi Samtaka iðnaðarins og CleanTech Iceland 27. janúar kl. 8.30 – 10.30 á Hilton Reykjavík Nordica.
Dagskrá:
Tækifæri til atvinnusköpunar
- Bryndís Skúladóttir, forstöðumaður framleiðslu- og matvælasviðs hjá SI
Learnings from COP21
- KC Tran, framkvæmdastjóri Carbon Recycling International
Tæknilausnir í bátum
- Högni Bergþórsson, tæknilegur framkvæmdastjóri hjá Trefjum
Vöktun og mælingar
- Þorsteinn Svanur Jónsson, viðskipta- og þróunarstjóri ARK Technology
Vistvænar byggingar
- Nanna Karólína Pétursdóttir, byggingatæknifræðingur Verkís
Úrgangur og endurvinnsla
- Helgi Lárusson, framkvæmdastjóri Endurvinnslunnar
Fundarstjóri : Almar Guðmundsson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins