FréttasafnFréttasafn: apríl 2012

Fyrirsagnalisti

30. apr. 2012 : G. Skúlason vélaverkstæði hlýtur D - vottun

G. Skúlason vélaverkstæði hefur staðist úttekt á fyrsta þrepi áfangaskiptrar gæðavottunar Samtaka iðnaðarins og hlotið D-vottun. D-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum. Í því felst að rekstur fyrirtækis er gerður skilvirkari.

25. apr. 2012 : Vel heppnaður fundur um nýfjárfestingar og mikilvægi þeirra

Nýfjárfestingar og mikilvægi þeirra voru efst á baugi á velheppnuðum fundi Samtaka iðnaðarins og Samtaka atvinnulífsins í morgun á Hótel Hilton Nordica. Í upphafi fundar kynnti Bryndís Skúladóttir Rammaáætlun, undirbúning og aðdraganda og þá faglegu aðferðarfræði sem einkennt hefur undirbúningsferlið sem hófst árið 1999.

25. apr. 2012 : Samkomulag um eflingu grunnmenntunar í tækni- og raunvísindum

Mennta- og menningarmálaráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök iðnaðarins hafa gert með sér samkomulag um eflingu menntunar í tækni og raunvísindum á miðstigi grunnskóla. Samstarfsaðilar eru Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Námsmatsstofnun.

23. apr. 2012 : Fjárfestum í eigin landi - morgunverðarfundur SA og SI

Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins efna  til opins fundar um opinberar fjárfestingar í ljósi rammaáætlunar, samgönguáætlunar og nýs Landspítala miðvikudaginn 25. apríl kl 8:30 – 10.00 að Hilton Reykjavík Nordica.

20. apr. 2012 : Stærsti sölusamningur Marel í fiskiðnaði

Marel gekk nýlega frá stærstu sölu fyrirtækisins í fiskiðnaði með samningum við fiskframleiðanda í norðausturhluta Kína. Um er að ræða nýja flæðilínu fyrir hvítfisk sem verður sérstaklega sniðin að þörfum kínverskra fiskframleiðenda.

16. apr. 2012 : Verksmiðja Carbon Recycling í Svartsengi opnuð

Metanólverksmiðja Carbon Recycling í Svartsengi var opnuð formlega sl. fimmtudag við hátíðlega athöfn í Eldborg. Framleiðsla hófst í nóvember í fyrra og hefur verið unnið að endurbótum á verksmiðjunni. Reiknað er með að hún komist í full afköst í vor og geti þá framleitt tvær milljónir lítra af metanóli á ári miðað við núverandi vetnisframleiðslu.

16. apr. 2012 : Samtök iðnaðarins óska eftir tilnefningum til Vaxtarsprota ársins

Frestur til að skila tilnefningum til forvals er til mánudagsins 23. apríl nk. Þau fyrirtæki sem komast í gegnum forvalið þurfa síðan að skila staðfestingum endurskoðanda um þau atriði sem fram koma í viðmiðum dómnefndar fyrir 28. apríl nk.

16. apr. 2012 : Metþátttaka á Seed Forum Iceland

Fimm íslensk sprotafyrirtæki, tvö norsk fyrirtæki og eitt sænskt/breskt fyrirtæki kynntu sig fyrir fjárfestum á Seed Forum Iceland. Aðalræðumaður þingsins var Joachim Krohn-Høegh, framkvæmdastjóri Argentum, sem er stærsti áhættufjárfestingarsjóður á Norðurlöndum með eignasafn sem er rúmlega 150 milljarða króna virði.

12. apr. 2012 : Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði mótmælir lokun á jarðvegstipp

Meistarafélag iðnaðarmanna í Hafnarfirði - MIH hefur sent bæjarstjórn Hafnarfjarðar bréf þar sem mótmælt er lokun á jarðvegstipp. Nýr jarðvegstippur er nú við Litlu kaffistofuna. Að mati MIH mun þetta hafa mikinn kostnaðarauka í för með sér fyrir alla þá sem standa í hvers konar framkvæmdum.

3. apr. 2012 : Samstarfsverkefni íslenskra hönnuða og álframleiðenda í Svíþjóð

Samtök iðnaðarins, Samál, Hönnunarmiðstöð Íslands hafa gert samning við sænska álframleiðendur um fyrsta hluta þróunarverkefnis á milli íslenskra hönnuða og sænskra álframleiðenda, sem snýr að vinnustofu „workshop“ fyrir valda hönnuði og fer fram í Svíðþjóðí 21.- 27. apríl n.k.

2. apr. 2012 : RemindMe sigrar Gulleggið 2012

Sprotafyrirtækið RemindMe sigraði í frumkvöðlakeppni Innovit, en lokahóf keppninnar fór fram sl. laugardag. Um er að ræða viðskiptahugmynd fimm verkfræðinema á lokaári við Háskóla Íslands.Verkfræðinemarnir fimm eru Ingunn Guðbrandsdóttir, Hildigunnur Björgúlfsdóttir, Ólafur Helgi Guðmundsson, Sveinn Bergsteinn Magnússon og Vaka Valsdóttir.

2. apr. 2012 : Mysuklakinn Íslandus: frumlegur, umhverfisvænn og bragðgóður

Elín Agla Briem og Sigríður Anna Ásgeirsdóttir, nemendur í umhverfis- og auðlindafræði við Háskóla Íslands báru sigur úr býtum í keppni um hönnun nýstárlegrar og umhverfisvænnar matvöru.