Fréttasafn



  • undirritun-samkomulags-um-samstarf

25. apr. 2012

Samkomulag um eflingu grunnmenntunar í tækni- og raunvísindum

Mennta- og menningarmálaráðuneyti, Samband íslenskra sveitarfélaga og Samtök iðnaðarins hafa gert með sér samkomulag um eflingu menntunar í tækni og raunvísindum á miðstigi grunnskóla. Samstarfsaðilar eru Menntavísindasvið Háskóla Íslands og Námsmatsstofnun. Þessir aðilar munu leggja fram fé og mannafla til að vinna greiningu á núverandi stöðu menntunar í tækni- og raunvísindum hér á landi og í samanburði við önnur lönd. Í framhaldinu verður unnin áætlun um aðgerðir sem eru til þess fallnar að auka hæfni grunnskólanemenda á þessu sviði.  

Víðtækt samráð verður haft um framkvæmd verkefnisins og lögð verður áhersla á að vinna að samstöðu og samábyrgð hagsmunaaðila og byggja þannig grunn að samstarfi þeirra til framtíðar.

Verkefnisstjórn skipa Allyson Macdonald frá Menntavísindasviði Háskóla Íslands, Björg Pétursdóttir frá mennta- og menningarmálaráðuneyti, Júlíus Björnsson frá Námsmatsstofnun, Katrín Dóra Þorsteinsdóttir frá Samtökum iðnaðarins og Svandís Ingimundardóttir frá  Sambandi íslenskra sveitarfélaga. Starfsmaður verkefnisins er Elsa Eiríksdóttir og verkefnisstjóri er Steingrímur Sigurgeirsson, ráðgjafi hjá Capacent.

Stýrihóp verkefnisins mynda þau Ásta Magnúsdóttir, ráðuneytisstjóri mennta- og menningarmálaráðuneytis, Karl Björnsson, framkvæmdastjóri Sambands íslenska sveitarfélaga og Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins