Fréttasafn



Fréttasafn: október 2012

Fyrirsagnalisti

31. okt. 2012 : Öflugt rannsóknar- og þróunarstarf er lykillinn að stöðugum hagvexti

Nýverið kom út könnun á vegum ESB á viðhorfum fyrirtækja í Evrópu til fjárfestinga í rannsóknum og þróun þar sem fram kemur að evrópsk fyrirtæki efla nú rannsóknar- og þróunarstarf sitt þrátt fyrir kreppu. Skv. könnuninni gera framsæknustu fyrirtæki í löndum ESB ráð fyrir að auka fjárfestingu í rannsóknum og þróun um 4% árlega árin 2012-2014.

30. okt. 2012 : BOXIÐ - framkvæmdakeppni framhaldsskólanna haldin í annað sinn

Næstkomandi laugardag, 3. nóvember, fer BOXIÐ - framkvæmdakeppni framhaldsskólanna, fram í Háskólanum í Reykjavík en markmið keppninnar er að kynna og vekja áhuga á tækni, tækninámi og störfum í iðnaði.

26. okt. 2012 : Ágústa Guðmundsdóttir, Ensímtækni nýr formaður SÍL

Samtök íslenskra líftæknifyrirtækja hélt aðalfund félagsins og þá tók við formennsku félagsins Ágústa Guðmundsdóttir, Ensímtækni. Fundurinn var haldinn hjá fyrirtækinu ArcticLas sem bíður þjónustu við lyfja, matvæla og líftækniiðnað. Fyrirtækið hefur fyrsta flokks aðstöðu til dýratilrauna og úrvinnslu þeirra.

26. okt. 2012 : Mikil tækifæri í grænni tækni

CleanTech Iceland, Samtök fyrirtækja í grænni tækni, kaus nýja stjórn á aðalfundi félagsins. Formaður var kosinn KC Tran, Carbon Recycling International og situr hann áfram frá fyrra ári. Á síðasta starfsári CTI var lögð áhersla á nokkur verkefni, þ.e. fjármögnun fyrirtækja, markaðssetningu og erlent samstarf ásamt innri uppbyggingu félagsins.

26. okt. 2012 : Gullsmiðir bjóða heim

Laugardaginn 27. október nk. munu félagar í Félagi íslenskra gullsmiða (FÍG) halda hátíðlegan Gullsmiðadaginn. Þetta er í annað sinn sem Gullsmiðadagurinn er haldinn en markmiðið með honum er að vekja athygli á fagmennsku í greininni og fræða almenning um störf gullsmiða og mikilvægi þess að versla við faglærða.

24. okt. 2012 : Félagsmenn SI geta krafið fjármálafyrirtæki um endurgreiðslu

Með dómi Hæstaréttar í máli Borgarbyggðar gegn Arion banka sl. fimmtudag hafnaði rétturinn þeirri málsástæðu bankans að dómafordæmi Hæstaréttar í svokölluðu Mendez-máli ætti eingöngu við um lánasamninga einstaklinga við fjármálafyrirtæki. Var það mat réttarins að augljós aðstöðumunur væri á bankanum og sveitarfélaginu í viðskiptum þeirra.

23. okt. 2012 : Lambhagi hlýtur Fjöreggið á Matvæladegi MNÍ 2012

Fjölmenni var á Matvæladegi MNÍ sem haldinn var 16. október sl. Umfjöllunarefni ráðstefnunnar var matvælaöryggi og neytendavernd. Í upphafi ráðstefnunnar afhenti Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI og formaður dómnefndar, Hafberg Þórissyni, stofnanda og eiganda Lambhaga, Fjöregg MNÍ.

23. okt. 2012 : Vestfirskir verktakar hljóta D – vottun

Vestfirskir verktakar ehf. hafa staðist úttekt á fyrsta þrepi áfangaskiptrar gæðavottunar Samtaka iðnaðarins og hlotið D-vottun.Fyrirtækið er það fyrsta á Vestfjörðum sem sem fær vottun SI. D-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum. Í því felst að rekstur fyrirtækis er gerður skilvirkari.

19. okt. 2012 : SME Week helguð frumkvöðlastarfi kvenna

Ráðstefna í tilefni af evrópsku fyrirtækjavikunni var haldin í Salnum í Kópavogi í gær undir yfirskriftinni Frumkvöðlar eru framtíðin. Ein vika á ári undanfarin þrjú ár hefur verið helguð nýsköpunarfyrirtækjum og frumkvöðlum í Evrópu undir Í ár var vikan tileinkuð frumkvöðlastarfi kvenna með áherslu á menntun, fjármögnun, fjárfestingar, tengslanetið og alþjóðavæðingu eða svo kölluð „born global“fyrirtæki.

17. okt. 2012 : ReMake Electric valið helsta fjárfestingatækifæri í Evrópu 2012

Íslenska hátæknifyrirtækið ReMake Electric er að mati evrópska orkubúnaðar- og tækjageiranum helsta fjárfestingartækifæri í Evrópu árið 2012. Matið fór fram hjá markaðs- og ráðgjafarisanum Frost & Sullivan sem starfar í 6 heimsálfum, en verðlaunin eru hluti af árlegu „Best Practices Awards“ frá Frost& Sullivan í Evrópu.

16. okt. 2012 : Ný samtök norrænna leikjaframleiðenda stofnuð

Í gær voru stofnuð ný samtök norrænna leikjaframleiðenda – Nordic Game Institute. Fulltrúar samtaka leikjaframleiðenda í Danmörku, Noregi, Svíþjóð, Finnlandi og Íslandi skrifuðu undir stofnsamninginn í ráðhúsi Reykjavíkur.

15. okt. 2012 : Hugmyndasmiðir framtíðarinnar verðlaunaðir

Verðlaun voru veitt í lokahófi Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda sl. laugardag en keppnin var nú haldin í 21. sinn. Athöfnin fór fram í Háskólanum í Reykjavík. Samtals 40 þátttakendur víðsvegar af landinu tóku þátt í vinnusmiðju NKG og 14 þátttakendur fengu verðlaun, þar af voru 12 hugmyndir. Í ár bárust 1.100 hugmyndir frá 32 grunnskólum.

12. okt. 2012 : Stofnfundur norrænna samtaka leikjaframleiðenda – Nordic Game Institute

Mánudaginn 15. október nk. verða stofnuð samtök norrænna leikjaframleiðenda – Nordic Game Institute. Fulltrúar samtaka leikjaframleiðenda í Danmörku, Noregi, Svíþjóð og Finnlandi skrifa undir stofnsamninginn en formaður IGI – Icelandic Game Industry, Jónas Björgvin Antonsson, skrifar undir fyrir hönd Íslands.

11. okt. 2012 : Nám er vinnandi vegur - átak í starfsmenntun 2012-2013 - síðari úthlutun

Mennta- og menningarmálaráðuneyti auglýsir eftir umsóknum um styrki til að efla starfsmenntun samkvæmt ákvörðun ríkisstjórnarinnar um átakið Nám er vinnandi vegur. Styrkjunum er ætlað að sporna við neikvæðum félagslegum og efnahagslegum afleiðingum atvinnuleysis og efla starfstengt nám á framhalds- og háskólastigi og í framhaldsfræðslu.

10. okt. 2012 : Lýsingu stefnt vegna fjármögnunarleigusamninga

Samtök iðnaðarins vilja koma í veg fyrir að hundruð viðskiptavina Lýsingar þurfi að höfða dómsmál til að fá lánasamninga sína leiðrétta og hafa ákveðið að reka prófmál fyrir hönd sinna félagsmanna gegn fjármálafyrirtækjum þar sem leitast verður við að sanna að samkomulag hafi legið fyrir milli aðila um kaup á tækjum í lok samningstíma.

9. okt. 2012 : Útflutningsaukning og hagvöxtur (ÚH)

Markaðsverkefnið Útflutningsaukning og hagvöxtur (ÚH) verður nú boðið í 23. sinn. Verkefnið er sérsniðið að þörfum fyrirtækja af öllum stærðum sem vilja vinna og þróa viðskiptahugmynd og ná fótfestu fyrir vöru eða þjónustu á erlendum markaði. Þátttakendur fá aðstoð við að gera raunhæfar áætlanir og hver og einn er búinn undir að hrinda viðskiptahugmynd sinni í framkvæmd.

9. okt. 2012 : SME Week helguð frumkvöðlastarfi kvenna

Undanfarin þrjú ár hefur ein vika á ári verið helguð nýsköpunarfyrirtækjum og frumkvöðlum í Evrópu undir yfirskriftinni SME Week eða evrópska fyrirtækjavikan. Í ár er vikan tileinkuð frumkvöðlastarfi kvenna þar sem áhersla er lögð á menntun, fjármögnun, fjárfestingar, tengslanetið og alþjóðavæðingu eða svo kölluð „born global“ fyrirtæki. Vilborg Einarsdóttir, frumkvöðull og einn af aðaleigendum fyrirtækisins Mentor er talsmaður vikunnar í ár fyrir Íslands hönd.

3. okt. 2012 : Örvum fjárfestingar á Íslandi

Sigmar Guðbjörnsson, framkvæmdastjóri Stjörnu-Odda og formaður Samtaka sprotafyrirtækja hefur verið að skrifa greinar í Morgunblaðið um starfsumhverfi fyrirtækja. Önnur grein hans um málefnið birtist á mbl.is í dag.

3. okt. 2012 : Hægari efnahagsbati – óbreyttir vextir

Seðlabanki Íslands ákvað í morgun að halda stýrivöxtum óbreyttum. Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur SI, segir þessa ákvörðun ekki koma á óvart í ljósi efnahagsþróunar. Gengi krónunnar hefur veikst nokkuð síðustu vikur og eykur það á verðbólguþrýsting sem að óbreyttu ætti að kalla á hærri vexti.

2. okt. 2012 : DataMarket kynnti nýtt gagnatorg í Hvíta húsinu

Upplýsingatæknifyrirtækið DataMarket kynnti í gær nýjustu afurð sína DataMarket Energy á sérstökum kynningardegi í Hvíta húsinu í Bandaríkjunum. Gengur dagurinn undir nafninu Energy Datapalooza og er ætlaður frumkvöðlafyrirtækjum til að kynna vörur og þjónustu sem tengjast gagnavinnslu í kringum orkuiðnaðinn í Bandaríkjunum.