Nám er vinnandi vegur - átak í starfsmenntun 2012-2013 - síðari úthlutun
Að þessu sinni er lögð áhersla á tvenns konar verkefni:
- Þróun nýrra námsúrræða og tilraunakennsla námskeiða fyrir einstaklinga af erlendum uppruna, í því skyni að efla þennan markhóp og styrkja stöðu hans á vinnumarkaði, bæði þeirra sem eru í vinnu og þeirra sem eru í atvinnuleit. Forgangs við úthlutun styrkja njóta umsóknir þar sem lögð er áhersla á bæði bóklegt nám og verklegt, á fjölbreyttar kennsluaðferðir og þar sem um samvinnuverkefni er að ræða milli fræðsluaðila og atvinnulífs.
Þróun nýrra námsúrræða og tilraunakennsla námskeiða fyrir einstaklinga af erlendum uppruna - Eyðublað
- Þróun námsbrauta í starfsnámi á 4. þrepi viðmiðaramma aðalnámskrár framhaldsskóla. Brautirnar skulu annað hvort vera skipulagðar sem sjálfstætt framhaldsnám við starfsnám eða sem brú milli námsloka í starfsnámi/listnámi inn á tilheyrandi fræðasvið á háskólastigi þar sem gert er ráð fyrir að einingar komi til styttingar á tilteknu námi á háskólastigi. Skilyrði er sett um samstarf viðurkenndra framhaldsskóla og háskóla. Forgangs við úthlutun styrkja njóta umsóknir þar sem samstarf er einnig við fyrirtæki eða stofnanir.
Þróun námsbrauta í starfsnámi á 4. þrepi viðmiðaramma aðalnámskrár framhaldsskóla - Eyðublað
Ef svigrúm leyfir verða veittir styrkir til verkefna í eftirfarandi málaflokki:
- Hagnýting og þróun stuttra starfsnámsbrauta á framhaldsskólastigi í ólíkum starfsgreinaflokkum eða starfssviðum. Styrkir verða veittir bæði til endurskoðunar/hagnýtingar á fyrirliggjandi námsbraut eða til þróunar nýrrar. Forgangs njóta þau verkefni sem byggja á samstarfi milli framhaldsskóla, framhaldsfræðsluaðila og atvinnulífs. Einnig er æskilegt að brautirnar séu byggðar upp í anda grunnþátta aðalnámskrár og styðji við nýsköpun. Við uppbyggingu námsbrauta verður að hafa hliðsjón af viðeigandi lögum og námskrám. Gert er ráð fyrir að hámarksstyrkur sé 2.000.000 kr. á námsbraut. Afurðir verkefna verða birtar í námskrárgrunni og á vef eftir því sem við á.
Hagnýting og þróun stuttra starfsnámsbrauta á framhaldsskólastigi í ólíkum starfsgreinaflokkum - Eyðublað
Nánari upplýsingar veitir Þórdís Guðmundsdóttir verkefnisstjóri (thordis.gudmundsdottir@mrn.is)
Umsóknir sendist mennta- og menningarmálaráðuneytinu, Sölvhólsgötu 4, 150 Reykjavík eða á netfangið postur@mrn.is.
Umsóknarfrestur er til 8. nóvember 2012