Fréttasafn



Fréttasafn: júlí 2017

Fyrirsagnalisti

28. júl. 2017 Almennar fréttir Mannvirki : Alltof flókið kerfi borgarinnar

Í Morgunblaðinu er rætt við formann Meistarafélags húsasmiða sem segir meðal annars að kerfið sem starfsmenn borgarinnar hafi búið til sé orðið alltof flókið.

 

27. júl. 2017 Almennar fréttir Mannvirki : Embættið ætlar að hlusta á gagnrýni SI

Í samtali við Morgunblaðið segir byggingarfulltrúi Reykjavíkur að embættið muni hlusta á gagnrýni Samtaka iðnaðarins.

27. júl. 2017 Almennar fréttir Starfsumhverfi : Færri störf í hátækniiðnaði hér á landi vegna gengissveiflna

Í ViðskiptaMogganum er rætt við Ingólf Bender, hagfræðing SI, um vísbendingar um að styrking krónunnar muni hafa áhrif á samsetningu iðnaðar í landinu.

26. júl. 2017 Almennar fréttir Mannvirki : Byggingarfulltrúi Reykjavíkur vísar gagnrýni á bug

Í frétt Stöðvar 2 er sagt frá því að byggingarfulltrúi Reykjavíkur, Nikulás Úlfur Másson, vísi á bug gagnrýni formanns Samtaka iðnaðarins, verktaka og arkitekta um að þjónusta embættisins sé slök og tefji fyrir framkvæmdum.

26. júl. 2017 Almennar fréttir Mannvirki : Fundur í lok ágúst með borgaryfirvöldum

Fundur með borgaryfirvöldum hefur verið boðaður í lok ágúst, um ársfjórðungi frá því óskað var eftir fundi í maí síðastliðnum. 

25. júl. 2017 Almennar fréttir Mannvirki : Samtök iðnaðarins gagnrýna skipulagsyfirvöld í Reykjavík

Morgunblaðið fjallar um frestun mála hjá byggingarfulltrúa í Reykjavík sem hafi kostað fjölda fyrirtækja mikið fé og dæmi séu um að verk­tak­ar hafi gef­ist upp á skipu­lags­yf­ir­völd­um í Reykja­vík og tekið ákvörðun um að hætta upp­bygg­ingu í miðborg­inni vegna mikilla og ítrekaðra tafa á afgreiðslu mála. 

24. júl. 2017 Almennar fréttir Menntun : Vantar meira af iðnmenntuðu fólki út í atvinnulífið

Í frétt Fréttablaðsins kemur fram að tölur Vinnumálastofnunar sýni að atvinnuleysi meðal þeirra sem hafa lokið iðnnámi er minna en þeirra sem hafa lokið stúdentsprófi og mun minna en meðal þeirra sem hafa lokið háskólanámi. 

24. júl. 2017 Almennar fréttir Starfsumhverfi : Aðrar forsendur fyrir hækkun íbúðaverðs

Ingólfur Bender, hagfræðingur SI, segir í samtali við Fréttablaðið allt aðrar forsendur fyrir hækkun íbúðaverðs nú en á árunum fyrir hrun.

21. júl. 2017 : Sumarlokun

Skrifstofur Samtaka iðnaðarins verða lokaðar 24. júlí - 7. ágúst.

20. júl. 2017 Almennar fréttir : Hvatt til aukinnar áherslu á starfsnám og tækninám

Í helgarútgáfu Morgunblaðsins skrifar Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir,  ferðamála-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, um mikilvægi þess að við reynum ekki að steypa alla í sama mótið heldur gefum hverjum og einum svigrúm og frelsi til að finna fjölina sína. 

20. júl. 2017 Almennar fréttir Starfsumhverfi : Iðnaður hefur átt stóran þátt í núverandi efnahagsuppsveiflu

Iðnaður er mjög umfangsmikill í íslensku efnahagslífi. Greinin er fjölþætt og snertir nær alla þætti hagkerfisins. Iðnaður hefur átt stóran þátt í núverandi efnahagsuppsveiflu. 

17. júl. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk : Bakarar agnúast ekki út í aukinn innflutning á brauði og kökum

Jóhannes Felixsson, formaður Landssambands bakarameistara (LABAK), segir í frétt Morgunblaðsins um stóraukinn innflutning á brauði og kökum að viðskiptavinir sem versla við bakarí innan LABAK geti verið 99% vissir um að í þeim bakaríum sé varan bökuð frá grunni. 

14. júl. 2017 Starfsumhverfi : Talsverð veltuaukning í iðnaði á fyrsta ársþriðjungi

Velta í iðnaði nam 424 mö.kr. á fyrstu fjórum mánuðum þessa árs samkvæmt tölum sem Hagstofa Íslands birti í morgun.

12. júl. 2017 Almennar fréttir : Samræmd stefnumótun iðnaðar í Evrópu til ársins 2030

SI og SA eru meðal aðila BusinessEurope sem hefur gefið út skýrslu þar sem ný stefnumörkun er kynnt undir yfirskriftinni „Building a Strong and Modern European Industry“.

11. júl. 2017 Almennar fréttir Starfsumhverfi : 15% fjölgun launþega í byggingariðnaði milli ára

Launþegum hefur fjölgað mikið á milli ára hjá launagreiðendum í byggingariðnaði og ferðaþjónustu. 

10. júl. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk : SÍK telur að reglur hafi verið brotnar við úthlutun styrkja

Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda, SÍK, telur að reglur hafi verið brotnar við ákvörðun um vilyrði fyrir úthlutun á styrk frá Kvikmyndasjóði og kallar eftir endurskoðun á verklagi.

7. júl. 2017 Almennar fréttir Starfsumhverfi : Mikil gróska í iðnaði

Ingólfur Bender, hagfræðingur SI, skrifar um mikla grósku sem verið hefur í iðnaði á síðustu árum.

6. júl. 2017 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk Nýsköpun : Frumkvöðull í framleiðslu teppa fær viðurkenningar

Stofnandi Shanko Rugs, Sigrún Lára Shanko, hlaut viðurkenningar á hátíð Alþjóðasamtaka uppfinninga- og frumkvöðlakvenna. 

5. júl. 2017 Almennar fréttir Nýsköpun : Opnað fyrir atkvæðagreiðslu í Nordic Startup Awards

Opnað hefur verið fyrir atkvæðagreiðslu í Nordic Startup Awards.

4. júl. 2017 Almennar fréttir Mannvirki Starfsumhverfi : Vegamálin mætt afgangi í fjárfestingum í samgöngum

Ingólfur Bender, hagfræðingur SI, sagði í fréttum Stöðvar 2 að vegamálin hafi mætt afgangi í fjárfestingum í samgöngum.

Síða 1 af 2