FréttasafnFréttasafn: ágúst 2015

Fyrirsagnalisti

28. ágú. 2015 Orka og umhverfi : Óskað eftir tilnefningum til Umhverfis­verðlauna atvinnu­lífsins

Umhverfisverðlaun atvinnulífsins verða afhent miðvikudaginn 30. september fyrirtækjum sem staðið hafa sig vel í umhverfismálum. Óskað er eftir tilnefningum fyrir 9. september. Umhverfisfyrirtæki ársins 2015 verður útnefnt auk þess sem Framtak ársins 2015 í umhverfismálum verður verðlaunað.

27. ágú. 2015 Iðnaður og hugverk : Hagnýting korns á norðurslóð

Hafin er vinna við nýtt alþjóðlegt verkefni um hagnýtingu korns á norðurslóð. Verkefnið er styrkt af Norðurslóðaáætluninni (Northern Periphery & Arctic Programme) og er til þriggja ára. Þátttakendur eru frá Íslandi (Matís og Landbúnaðarháskólinn), Norður-Noregi, Færeyjum, Orkneyjum og Nýfundnalandi.

27. ágú. 2015 Iðnaður og hugverk : Aðrar þjóðir vilja fá til sín íslensk hugverkafyrirtæki

Tíu áhersluverkefni hafa verið mótuð fyrir tækni- og hugverkageirann. „Eitt af áhersluverkefnum fyrir tækni- og hugverkafyrirtæki er að gera umhverfið á Íslandi betra fyrir erlenda sérfræðinga,“ segir Almar Guðmundsson í viðtali við Morgunblaðið

25. ágú. 2015 Iðnaður og hugverk : Radiant Games gefur út forritunarleikinn Box Island

Sprotafyrirtækið Radiant Games gaf í dag út þrautaleikinn Box Island í íslenskri útgáfu, en leikurinn auðveldar krökkum að beita grunngildum forritunar og eflir rökfræðilegan hugsunarhátt. Í leiknum taka krakkar þátt í ævintýri á eyjunni Box Island, en þar fer aðalsöguhetjan Hiro í leiðangur til að bjarga vini sínum eftir að loftbelgur þeirra brotlenti á eyjunni. Hægt er að nálgast leikinn á App Store fyrir iPad og hentar hann krökkum 8 ára og eldri. Frekari upplýsingar má einnig finna á www.boxisland.is.

24. ágú. 2015 Iðnaður og hugverk : Ungur iðnaður með framtíðina fyrir sér

Kvikmyndaiðnaðurinn á Íslandi er ungur iðnaður sem fer ört stækkandi. Ótrúlega mikið hefur áunnist á fáum árum varðandi fagmennsku, gæði og þekkingu í framleiðslu fjölbreyttra verkefna.

24. ágú. 2015 Menntun : Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr vinnustaða­námssjóði

Rannís auglýsir eftir umsóknum um styrki úr vinnustaðanámssjóði. Umsóknarfrestur rennur út 31. ágúst, kl. 17:00. Vinnustaðanámssjóður veitir styrki til fyrirtækja og stofnana vegna vinnustaðanáms og starfsþjálfunar sem er skilgreindur hluti af starfsnámi samkvæmt aðalnámskrá framhaldsskóla.

 

20. ágú. 2015 Iðnaður og hugverk : Er 50 milljarða króna velta og 70% vöxtur flopp? – svarað fyrir kvikmyndaiðnaðinn

Því var slegið upp á forsíðu Viðskiptablaðinu 30. júlí s.l. að þær ívilnanir sem færu til kvikmyndagerðar væru „ríkisstyrkt flopp“. Katrín Dóra Þorsteinsdóttir svarar fyrir kvikmyndaiðnaðinn í Viðskiptablaðinu í dag. 

20. ágú. 2015 Gæðastjórnun : Nýtt strikamerki, Databar, auðveldar rekjanleika og dregur úr sóun

Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu og GS1 stóðu fyrir kynningarfundi um strikamerkið Databar í Húsi atvinnulífsins sl. þriðjudag. Á fundinn komu rúmlega þrjátíu manns úr framleiðslu- og innflutningsfyrirtækjum, verslunarkeðjum og hugbúnaðarhúsum.

19. ágú. 2015 Starfsumhverfi : Stýrivextir hækkaðir í morgun – mikill vaxtamunur skerðir samkeppnishæfni

Seðlabanki Íslands hækkaði stýrivexti í morgun um 0,5 prósentur og var sú hækkun í takt við flestar spár. Á sama tíma eru vextir í nágrannalöndum okkar lágir og vaxtamunurinn því afar mikill. Byrðin sem íslenskt atvinnulíf þarf að bera vegna hárra vaxta er óásættanleg.

19. ágú. 2015 Nýsköpun : Tækifæri í tækni- og hugverkaiðnaði leyst úr læðingi

Ný framtíðarsýn og áhersluverkefni voru rædd á góðum fundi Samtaka iðnaðarins og Hátækni- og sprotavettvangs (HSV) með ráðherra, fulltrúum ráðuneyta og fyrirtækja í húsakynnum Orf Líftækni sl. fimmtudag. Fundinn sátu Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra, fulltrúar iðnaðar- og nýsköpunarráðuneytis, forsætisráðuneytis, fulltrúar SI og stjórn HSV.

19. ágú. 2015 Menntun : Tækifæri til að öðlast verðmæta starfsþjálfun

Samtök iðnaðarins leita eftir þremur meistaranemum til að sinna fjölbreyttum verkefnum undir leiðsögn sérfræðinga samtakanna á hinum ýmsu sviðum.

14. ágú. 2015 Iðnaður og hugverk : Kallað eftir tilnefningum til Fjöreggs MNÍ

Matvæla- og næringarfræðafélag Íslands (MNÍ) stendur fyrir árlegum Matvæladegi 15.október næstkomandi á Hótel Sögu. Dagurinn verður að þessu sinni helgaður umfjöllun um sértæka gagnagrunna sem halda utan um næringargildi og efnainnihald matvæla.

13. ágú. 2015 Almennar fréttir : Frumherjar í útvarpsvirkjun

Jóhannes Helgason útvarpsvirkjameistari leit við á skrifstofu Samtaka iðnaðarins og afhenti Almari Guðmundssyni, framkvæmdastjóra eintak af nýútkominni bók sinni Frumherjar í útvarpsvirkjun. En samtökin voru meðal þeirra sem styrktu gerð bókarinnar.

6. ágú. 2015 Gæðastjórnun : Gámaþjónusta Norðurlands ehf. hefur hlotið ISO 14001 umhverfisvottun

Gámaþjónustan hf. hóf innleiðingu á umhverfisstjórnunarkerfi í byrjun ársins 2012 og hlaut vottun samkvæmt staðlinum ISO 14001 í marsmánuði árið 2013. Í kjölfarið var hafin vinna við að innleiða umhverfisstjórnunarkerfið hjá nokkrum dótturfélögum Gámaþjónustunnar sem eru víðsvegar um land.