13. ágú. 2015 Almennar fréttir

Frumherjar í útvarpsvirkjun

Jóhannes Helgason útvarpsvirkjameistari leit við á skrifstofu Samtaka iðnaðarins og afhenti Almari Guðmundssyni, framkvæmdastjóra eintak af nýútkominni bók sinni Frumherjar í útvarpsvirkjun. Hispurlaus frásögn 17 útvarpsvirkja af lífi sínu og starfi. En samtökin voru meðal þeirra sem styrktu gerð bókarinnar.

Útvarpsvirkjun á sér tæplega aldagamla sögu á Íslandi en hún var löggild sem iðngrein í desember 1928. Bókin fjallar um upphaf og þróun útvarpsvirkjunar á Íslandi og byggir á viðtölum við þá sem ruddu veginn. Jafnframt er þetta saga þessara frumköðla sem störfuðu í öllum geirum rafeindavirkjunar og bent á hvað þeir áttu mikinn þátt í að leggja grunninn að þeirri tækniþróun sem hefur orðið í rafeindaiðnaði.

Viðtölin tók Jóhannes Helgason á árunum 1998 til 2012 en Páll V. Sigurðsson ritstýrði þeim og bjó til útgáfu.    


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.