Fréttasafn13. ágú. 2015 Almennar fréttir

Frumherjar í útvarpsvirkjun

Jóhannes Helgason útvarpsvirkjameistari leit við á skrifstofu Samtaka iðnaðarins og afhenti Almari Guðmundssyni, framkvæmdastjóra eintak af nýútkominni bók sinni Frumherjar í útvarpsvirkjun. Hispurlaus frásögn 17 útvarpsvirkja af lífi sínu og starfi. En samtökin voru meðal þeirra sem styrktu gerð bókarinnar.

Útvarpsvirkjun á sér tæplega aldagamla sögu á Íslandi en hún var löggild sem iðngrein í desember 1928. Bókin fjallar um upphaf og þróun útvarpsvirkjunar á Íslandi og byggir á viðtölum við þá sem ruddu veginn. Jafnframt er þetta saga þessara frumköðla sem störfuðu í öllum geirum rafeindavirkjunar og bent á hvað þeir áttu mikinn þátt í að leggja grunninn að þeirri tækniþróun sem hefur orðið í rafeindaiðnaði.

Viðtölin tók Jóhannes Helgason á árunum 1998 til 2012 en Páll V. Sigurðsson ritstýrði þeim og bjó til útgáfu.