Fréttasafn: júní 2010
Fyrirsagnalisti
Framkvæmdastjóraskipti hjá SI
Ísland mun standa við sitt
Umhverfisstofnun spáir því að Ísland muni standa við sínar skuldbindingar í Kýótó-bókuninni á tímabilinu 2008 til 2012. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Umhverfisstofnunar sem nú hefur skilað skýrslu um losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árið 2008 til Loftslagssamnings Sameinuðu þjóðanna.
Samtök iðnaðarins krefja fjármálafyrirtæki svara
Viku eftir dóm Hæstaréttar hefur ekkert heyrst af viðbrögðum fjármálafyrirtækja. Við það verður ekki unað, fyrirtækin í landinu geta ekki beðið endalaust eftir niðurstöðu. Í opnu bréfi sem sent var í dag til fjármálafyrirtækja krefjast Samtök iðnaðarins viðbragða.
Íslenskir skrúðgarðyrkjunemar sigra á finnsku móti
Iðnir krakkar
Samkomulag ASÍ og SA um vinnustaðaskírteini
Nýbreytni SI í iðnmeistaranámi
Skýrsla um umbætur í virðiskeðju matvæla
Helstu niðurstöður verkefnisins „Umbætur í virðiskeðju matvæla“ hafa nú verið teknar saman í skýrslu og birtar á vef Matís. Verkefninu var stýrt af Samtökum iðnaðarins og unnið í samstarfi við Kaupás, Norðlenska, Sláturfélag Suðurlands, Rannsóknarsetur verslunarinnar, Matís og AGR aðgerðagreiningu.
Úthlutun Tækniþróunarsjóðs til nýsköpunarverkefna
Það var margmenni í höfuðstöðvum Marel í Garðabæ þegar úthlutun Tækniþróunarsjóðs til nýsköpunarverkefna var kynnt fimmtudaginn 10. júní. Rannsóknamiðstöð Íslands (RANNÍS) og iðnaðarráðuneytið stóðu að kynningunni sem var sérlega vel sótt.
Héðinn hf. með ISO 9001 vottun
Endurmenntun í Tækniskólanum
Vel sóttur fundur um stuðningsumhverfi í nýsköpun
Launafl fyrstir með B-vottun
Tölvuleikurinn Path to Ares sigrar í tölvuleikjakeppni IGI
Tölvuleikurinn Path to Ares sigraði í fyrstu árlegu tölvuleikjakeppni Samtaka leikjaframleiðenda á Íslandi (IGI, Icelandic Gaming Industry) en úrslitin voru kynnt í lok tölvuleikjadags IGI og Háskólans í Reykjavík um mánaðarmótin. Alls bárust ellefu hugmyndir í keppnina frá tæplega þrjátíu aðilum.
Háskólinn í Reykjavík bregst við áskorun Samtaka iðnaðarins
Umsóknarfrestur um skólavist hefur verið framlengdur hjá Háskólanum í Reykjavík til þess að gefa fleirum tækifæri til þess að hefja nám í tækni- og verkfræðigreinum. Samtök iðnaðarins skoruðu á háskóla að framlengja umsóknarfresti í byrjun júní.
Stærstu iðnaðarþjarkar á Íslandi við kennslu í tæknifræði hjá Keili
Clean Tech Iceland, ný samtök fyrirtækja í grænni tækni
Samtök fyrirtækja í grænni tækni, Clean Tech Iceland, voru stofnuð í gær. Að stofnuninni stóðu Samtök iðnaðarins og fyrirtæki sem vinna að þróun og markaðssetningu á grænni tækni. Samtökin munu starfa sem starfsgreinahópur innan SI.