Fréttasafn



  • Háskólinn í Reykjavík

4. jún. 2010

Háskólinn í Reykjavík bregst við áskorun Samtaka iðnaðarins

 

Umsóknarfrestur um skólavist hefur verið framlengdur hjá Háskólanum í Reykjavík til þess að gefa fleirum tækifæri til þess að hefja nám í tækni- og verkfræðigreinum. Samtök iðnaðarins skoruðu á háskóla að framlengja umsóknarfresti í byrjun júní.

„Það er fagnaðarefni að HR skuli hafa brugðist við áskorun okkar,“ segir Jón Steindór Valdimarsson framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins.

„Við höfum verið að benda á vaxandi þörf tækni- og þekkingarfyrirtækja fyrir fólk með menntun á sviði tækni- og verkfræði. Það blasir við að það vantar fólk með þessa menntun til þess að fyrirtækin geti vaxið og dafnað hér á landi. Slíkur vöxtur er forsenda lífskjara framtíðarinnar. Ég hvet svo sannarlega alla að íhuga að mennta sig á þessum sviðum og nýta sér þetta tækifæri,“ segir Jón Steindór.

Sjá tilkynningu Háskólans í Reykjavík.

Sjá áskorun Samtaka iðnaðarins,