Fréttasafn



Fréttasafn: desember 2013

Fyrirsagnalisti

20. des. 2013 : Samtök iðnaðarins óska félagsmönnum og landsmönnum öllum gleðilegra jóla

Skrifstofa SI verður lokuð á þorláksmessu og aðfangadag. Opið verður 27. og 30 desember. 

19. des. 2013 : Meistarafélag byggingamanna á Suðurnesjum gengur til liðs við Samtök iðnaðarins og Samtök atvinnulífsins

Í dag voru undirritaðir samningar um aðild Meistarafélags byggingamanna á Suðurnesjum (MBS) að Samtökum iðnaðarins og Samtökum atvinnulífsins. Svana Helen Björnsdóttir, formaður SI, Þorsteinn Víglundsson, framkvæmdastjóri SA og Grétar I. Guðlaugsson, formaður MBS skrifuðu undir samningana.

13. des. 2013 : Nýtt upphaf fyrir hundruð fyrirtækja

Samtök iðnaðarins fagna niðurstöðu Hæstaréttar í gær sem stórsigri fyrir hundruð aðildarfyrirtækja sinna sem fengu viðurkenningu á því að lánasamningar hefðu verið gerðir við SP Fjármögnun en ekki leigusamningar.

12. des. 2013 : Öryggi upplýsinga

Svana Helen Björnsdóttir skrifar pistil um hvernig bæta megi upplýsingaöryggi fyrirtækja og almennings í Kjarnanum. Greinina má lesa hér.

10. des. 2013 : Gestur G. Gestsson endurkjörinn formaður SUT

Á aðalfundi SUT – Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja föstudaginn 29. nóvember var kosin ný stjórn. Formaður samtakanna, Gestur G. Gestsson Advania var endurkosinn. Nýjir meðstjórnendur kosnir til tveggja ára eru Finnur Oddsson Nýherja, Heimir Fannar Gunnlaugsson Microsoft og Daði Kárason, LS Retail.

6. des. 2013 : Kjörís valið fyrirtæki ársins á Suðurlandi

Kjörís hefur verið valið fyrirtæki ársins í árlegri könnun sem Báran, stéttarfélag, og Verslunarmannafélag Suðurlands standa fyrir meðal félagsmanna sinna. Í öðru sæti hafnaði Landsvirkjun og Sláturfélag Suðurlands í því þriðja.

3. des. 2013 : Lögverndun iðngreina

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið vinnur nú að endurskoðun iðnaðarlaga og áformar að fækka löggiltum iðngreinum. Óhætt er að segja að hugmyndirnar falli í grýttan jarðveg meðal forsvarsmanna iðngreina í landinu. Sigurður M. Guðjónsson, bakara- og kökugerðarmeistari fjallar um málið í grein í Morgunblaðinu í gær.