10. des. 2013

Gestur G. Gestsson endurkjörinn formaður SUT

Á aðalfundi SUT – Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja föstudaginn 29. nóvember var kosin ný stjórn.

Formaður samtakanna, Gestur G. Gestsson Advania var endurkosinn. Nýjir meðstjórnendur kosnir til tveggja ára eru Finnur Oddsson Nýherja, Heimir Fannar Gunnlaugsson Microsoft og Daði Kárason, LS retail.

Þrír meðstjórnendur sem sitja áfram eru þeir Daði Friðriksson Tölvumiðlun, Haukur Þ. Hannesson AGR og Björn Ingvarsson CCP

Formaður fór á fundinum yfir helstu áherslur starfsársins sem eru árangursríkara samstarf við stjórnsýslu og löggjafarvaldið, aukið aðgengi að „rétt“ menntuðu starfsfólki, samstarf útflutningsfyrirtækja og samkeppnishæfni íslenskra upplýsingatæknifyrirtækja í ljósi gjaldeyrishafta, skatta og hagsveiflna.

Sjá nánar ársskýrslu 2012-2013.


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.