Fréttasafn: nóvember 2013
Fyrirsagnalisti
Vöxtur fyrirtækja og frumkvöðla kallar á rétt umhverfi
Michelsen úrsmiðir meðal þeirra fremstu
Michelsen Arctic Explorer er ein besta jólagjöfin í ár samkvæmt aBlogtoWatch.com, stærstu úrasíðu í heiminum. Arctic Explorer úrið er í góðum félagsskap á þessum lista en önnur heimsfræg merki sem mælt er með í pakkann í ár eru m.a. Rolex, Patek Philippe, Audemars Piguet, A. Lange & Söhne, Panerai og Tudor.
Raki og mygla í byggingum – heilsa, hollusta, aðgerðir
Mikið fjölmenni sótti málþing um myglu og rakaskemmdir í byggingum sem haldið var á Akureyri á dögunum. Flutt voru mörg fróðleg erindi og fjörugar umræður sköpuðust í pallborðsumræðum.
Starfsskilyrði og fjármögnun rædd á aðalfundi CTI
Aðalfundur CleanTech Iceland var haldinn á dögunum í Svartsengi. Gestir fundarins voru iðnaðar- og viðskiptaráðherra, Ragnheiður Elín Árnadóttir og Steindór Pálsson bankastjóri Landsbankans. Ragnheiður Elín fjallaði um möguleika grænnar tækni til að vaxa og dafna hérlendis.
Bætist í hóp vottaðra fyrirtækja innan SI
Jáverk ehf., Tengill ehf. og ÁK Smíði hlutu á dögunum D - vottun SI og Vestfirskir verktakar ehf. C - vottun. Sífellt fleiri fyrirtæki fara í gegnum áfangaskipta gæðavottun SI í þeim tilgangi að bregðast við aukinni samkeppni og gera reksturinn betri og arðvænni.
Kristrún Heimisdóttir nýr framkvæmdastjóri SI
Kristrún Heimisdóttir, lektor við Háskólann á Akureyri, er nýr framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins. Hún er mörgum kunn innan samtakanna frá því hún var lögfræðingur þeirra í nærri fimm ár, 2001 til 2006. Kristrún var valin af stjórn samtakanna úr hópi 45 umsækjenda um starfið.
Gjaldeyrishöft lama atvinnulífið
Sjóður stofnaður til eflingar forritunar og tækniþekkingu barna
Reiknistofa bankanna (RB) og Skema hafa ýtt úr vör sjóði sem ber nafnið„Forritarar framtíðarinnar.“ Meginhlutverk sjóðsins er að efla forritunar- og tæknimenntun í grunn- og framhaldsskólum landsins. Að sjóðnum koma fyrirtæki af öllum stærðum sem leggja honum lið á ýmsan máta, svo sem með fjárframlögum, tæknibúnaði, þekkingu og ráðgjöf.
Áherslur og markmið Litla Íslands mótuð á opnum vinnufundi
Litla Ísland efndi til stefnumóts sl. miðvikudag til að fylgja eftir Smáþingi sem haldið var þann 10. október. Um opinn vinnufund var að ræða þar ræddar voru helstu áherslur og markmið í starfi Litla Íslands - nýs vettvangs þar sem lítil fyrirtæki vinna saman óháð atvinnugreinum.
Trúin á manninn
Það er ekki síst í rekstri fyrirtækja sem skiptir máli að vera bjartsýnn og sjá lífið með jákvæðum augum. Að sjá færar leiðir og lausnir, sjá tækifæri og möguleika. Svana Helen Björnsdóttir, formaður SI fjallar um trúna á manninn, framkvæmdagleði og frumkvöðlaeðli í Kjarnanum.
Nýr formaður hjá DCI
Aðalfundur samtaka gagnavera var haldinn föstudaginn 15. nóvember. Eyjólfur M. Kristinsson framkvæmdastjóri rekstrarlausna hjá Advania tók við formennsku af samstarfsmanni sínum Kolbeini Einarssyni. Aðrir stjórnarmenn eru Isaac Kato hjá Verne Holdings ehf. og Gunnar Zoëga hjá Nýherja.
SME Week 2013
Norræna skráargatið innleitt á Íslandi
Norræna skráargatið hefur verið innleitt hér á landi. Matvælastofnun og Embætti landlæknis standa sameiginlega á bak við Skráargatið og hafa unnið að innleiðingu þess. Um er að ræða opinbert samnorrænt merki sem finna má á umbúðum matvara sem uppfylla ákveðin skilyrði varðandi innihald næringarefna
Illframkvæmanlegt og óskynsamlegt réttlæti
Fyrir síðustu kosningar voru verðtryggð lán heimila sem höfðu stökkbreyst eitt helsta kosningamálið. Stjórnmálin hafa síðan að verulegu marki einkennst af umræðu um hvernig eigi að efna þetta loforð og fæstir eru nokkru nær. Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur SI skrifaði grein á mbl.is í liðinni viku.
Kvennaskólinn sigraði í BOXINU
Fjöldi framhaldsskólanema lagði leið sína í Háskólann í Reykjavík í gær, laugardag, til að etja kappi í hugvitssemi og verkviti. Þetta var í þriðja skiptið sem Boxið – framkvæmdakeppni framhaldsskólanna var haldin en markmið keppninnar er að kynna og vekja áhuga á tækni, tækninámi og störfum í iðnaði.
Helga Ósk Einarsdóttir hlaut Skúlaverðlaunin 2013
Hefur þú tillögur um einföldun á regluverki?
Samtök iðnaðarins leggja fram tillögur að einföldun regluverks að ósk atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytisins þann 1. desember. Félagsmönnum SI gefst kostur að koma á framfæri hvaða möguleika þeir sjá á einföldun og aukinni skilvirkni á verklagi og regluverki fyrir iðnfyrirtæki með því að senda okkur línu á netfangið tillaga@si.is
Aðalfundur SUT
Aðalfundur Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja verður haldinn föstudaginn 29. nóvember nk. í Húsi atvinnulífsins Borgartúni 35, 4. hæð. Fundurinn hefst kl. 12:00 og fer fram samkvæmt hefðbundnum aðalfundarstörfum.
Vöxtur hjá TM Software
Mikill vöxtur er hjá hugbúnaðarfélaginu TM Software en það bætti við sig 11 nýjum starfsmönnum á dögunum. Í heild hefur félagið bætt við sig 20 nýjum starfsmönnum á árinu. Um er að ræða starfsfólk sem kemur að flestum þáttum hugbúnaðarframleiðslu og markaðsetningu hugbúnaðarlausna. Nú starfa 100 manns hjá félaginu.
Árni Oddur Þórðarsson er nýr forstjóri Marel
- Fyrri síða
- Næsta síða