Fréttasafn  • SUT

5. nóv. 2013

Aðalfundur SUT

Aðalfundur Samtaka upplýsingatæknifyrirtækja verður haldinn föstudaginn 29. nóvember nk. í Húsi atvinnulífsins Borgartúni 35, 4. hæð. Fundurinn hefst kl. 12:00 og fer fram samkvæmt hefðbundnum aðalfundarstörfum.

Stjórnin hvetur þá forsvarsmenn UT fyrirtækja sem áhuga hafa á því að kynna sér starfsemi og áherslumál SUT að mæta. Vinsamlegast tilkynnið þátttöku á netfangið katrin@si.is