Fréttasafn: febrúar 2015
Fyrirsagnalisti
Verklegar framkvæmdir kynntar á Útboðsþingi SI
Útboðsþing Samtaka iðnaðarins var haldið á Hilton Reykjavík Nordica í dag þar sem kynntar voru verklegar framkvæmdir opinberra aðila.
Sláturfélag Suðurlands hlaut EDI-bikarinn
Aðalfundur ICEPRO fór fram á Hótel Sögu þriðjudaginn 24. febrúar síðastliðinn. Ragnheiður Elín Árnadóttir, iðnaðar- og viðskiptaráðherra, ávarpaði fundinn og afhenti EDI-bikarinn fyrir framúrskarandi árangur á sviði rafrænna viðskipta.
Kosning til stjórnar Samtaka iðnaðarins
Nú stendur yfir kosning til stjórnar Samtaka iðnaðarins. Félagsmenn hafa fengið sent lykilorð. Smellið á hlekkinn til að kjósa.
Málstofa SI - fjallað um fjölgun nemenda í iðnnám
Á Menntastofu Samtaka iðnaðarins sem haldin var á Menntadegi atvinnulífsins var fjallað um hvernig við getum kveikt áhuga fleiri nemenda á iðnnámi og hvort leiðin sé að leita á ný mið og leitað eftir að jafna kynjahlutfall.
Kosning til stjórnar Samtaka iðnaðarins
Nú stendur yfir kosning til stjórnar Samtaka iðnaðarins. Félagsmenn hafa fengið sent lykilorð. Smellið á hlekkinn til að kjósa.
Marel er menntafyrirtæki ársins
Menntafyrirtæki ársins 2015 er Marel, eitt af framsæknustu fyrirtækjum landsins. Marel er í fararbroddi þegar kemur að menntun og starfsþróun starfsmanna. Lögð er áhersla á markvissa þjálfun og símenntun fyrir alla starfsmenn fyrirtækisins.
Kaka ársins færð Kvenréttindafélagi Íslands í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna
Forsvarsmenn Landssambands bakarameistara, LABAK, mörkuðu upphaf sölu Köku ársins 2015 með því að færa Kvenréttindafélagi Íslands kökuna að gjöf í tilefni af 100 ára afmæli kosningaréttar kvenna á Hallveigarstöðum í dag.
Í kjöri til stjórnar SI
Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins 5. mars næstkomandi verður kosið til stjórnar. Árlega er kosið um formann og að þessu sinni er kosið um fimm almenn stjórnarsæti.
Stelpur forrita með Skema og /syst/rum
Skema og /sys/tur, félag kvenna í Tölvunarfræðideild við Háskólann í Reykjavík, hafa tekið höndum saman og ætla á vorönn 2015 að bjóða upp á tækninámskeið fyrir skapandi stelpur á aldrinum 16-20 ára.
Menntastofa Samtaka iðnaðarins
Menntastofa Samtaka iðnaðarins verður haldin á Menntadegi atvinnulífsins 19. febrúar kl. 12.30 á Hilton Reykjavík Nordica. Fjallað verður um hvaða leiðir eru færar til að kveikja áhuga fleiri nemenda.
Sykur er ekki ávanabindandi eitur
Fullyrðingar um að sykur sé ávanabindandi líkt og áfengi eða tóbak eiga ekki við vísindaleg rök að styðjast. Ragnheiður Héðinsdóttir, forstöðmaður matvælasviðs gagnrýnir umfjöllun um skaðsemi sykurs og matvæla sem innhalda sykur í grein í Fréttablaðinu í dag.
Úthlutaði styrkjum að fjárhæð átta milljóna
Fyrsti aðalfundur sjóðsins Forritara framtíðarinnar var haldinn í húsakynnum Reiknistofu bankanna (RB) 5. febrúar síðastliðinn. Sjóðurinn hóf starfsemi sína í byrjun árs 2014 og er meginhlutverk hans að efla forritunar- og tæknimenntun í grunn- og framhaldsskólum landsins.
Samtök iðnaðarins gerast bakhjarl Team Spark
Samtök iðnaðarins hafa gerst bakhjarl Team Spark en undirritun fór fram á UT Messunni í Hörpu nú um helgina. Team Spark er lið verkfræðinema við Háskóla Íslands sem hanna og smíða rafkappakstursbíla til keppni á alþjóðlegum vettvangi í „Formula Student“ keppninni.
Aldrei fleiri þátttakendur á fagráðstefnu UT Messu
UT Messan fór fram í Hörpu um helgina og sóttu um 9000 manns viðburðinn að þessu sinni. Þar af sóttu um þúsund manns fagráðstefnu UT Messunnar á föstudag og hafa aldrei verið fleiri þátttakendur. Boðið var upp á 45 fyrirlestra á 10 mismunandi þemalínum, þar sem bæði innlendir og erlendir sérfræðingar héldu tölur.
Höft hefta
Undanfarna daga hefur mikið verið rætt um gjaldeyrishöft og þann skaða sem þau valda íslenskum fyrirtækjum. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI fjallar um skaðsemi hafta í Fréttablaðinu í dag.
Hvöttu til skilvirkari Seðlabanka
Samtök iðnaðarins áttu rúmlega klukkutíma langan fund með fjármálaráðherra í gær þar sem þau hvöttu hann meðal annars til að beita sér fyrir skilvirkari afgreiðslu undanþágubeiðna hjá Seðlabanka Íslands. Langur afgreiðslutími hjá gjaldeyriseftirliti bankans og óljós mörk eru á meðal þess sem veldur fjárfestum og fyrirtækjum vandræðum.
Efnamóttakan og Sjónarás hljóta ISO 14001 umhverfisvottun
Efnamóttakan hf. og Sjónarás ehf. (áður Gámaþjónusta Austurlands-Sjónarás) hafa hlotið ISO 14001 umhverfisvottun. Efnamóttakan er fyrsta spilliefnamóttaka landsins til að hljóta slíka vottun.
Kröfu íslenska gámafélagsins um afhendingu útboðsgagna hafnað
Kröfu Íslenska gámafélagsins um að fá afhent gögn vegna útboðs um sorphirðu í Ölfusi í lok árs 2013 var hafnað í Héraðsdómi Suðurlands fyrir helgi. Taldi dómurinn sig ekki geta tekið afstöðu þar sem einkamál hefði verið höfðað í Héraðsdómi Reykjavíkur milli beggja aðila og Gámaþjónustunnar.
UT messan 2015 - fagráðstefna og sýning
UTmessan 2015 fer fram í Hörpu dagana 6. og 7. febrúar. Markmið UT messunnar er að sýna hve stór og fjölbreyttur tölvugeirinn á Íslandi er í þeim tilgangi að fjölga þeim sem velja tölvu- og tæknigreinar sem framtíðarstarfsvettvang.
Dagur íslensks prentiðnaðar
Þann 6. febrúar 2015 standa IÐAN fræðslusetur, Félag bókagerðarmanna og Samtök iðnaðarins, fyrir Degi íslensks prentiðnaðar. Á þessum degi ætlar starfsfólk í prent- útgáfu og hönnunariðnaði að hittast í nýju húsnæði IÐUNNAR, Vatnagörðum 20 og fræðast og skemmta sér saman.
- Fyrri síða
- Næsta síða