Fréttasafn: janúar 2011
Fyrirsagnalisti
Samtökin í Húsi atvinnulífsins innleiða IP-símalausn frá Skýrr
IÐAN og Menntamálaráðuneytið gera með sér þjónustusamning
Föstudaginn 28. janúar undirrituðu Katrín Jakobsdóttir menntamálaráðherra og Hildur Elín Vignir framkvæmdastjóri IÐUNNAR þjónustusamning milli mennta- og menningarmálaráðuneytis og IÐUNNAR fræðsluseturs. Samningurinn tekur til umsýslu sveinsprófa, umsýslu, skráningar og eftirlits með samningum um vinnustaðanám auk framkvæmdar annarra lokaprófa svo sem fagprófa í iðngreinum.
Hagvaxtastefna og atvinnuleið
Íslenskt hugvit fyrst á markað um hugarorku iPhone notenda
Íslenska sprotafyrirtækið MindGames ehf varð í desember fyrst í heiminum til að selja iPhone forrit (e. app) sem nýtir hugarorku notandans og nefnist það Tug of Mind. Leikurinn var fyrst kynntur á alþjóðlegri leikjaráðstefnu í San Francisco á síðasta ári við mjög góðar undirtektir og er frekari þróun fyrirhuguð.
Græn viðskiptamódel
Í norrænu verkefni sem lauk fyrir stuttu var skoðað hvernig fyrirtæki geta boðið vörur og þjónustu þannig að minni umhverfisáhrif hljótist af en með hefðbundnum aðferðum. Einkum var horft til fyrirtækja sem bjóða þjónustu í tengslum við vörur sínar í meira mæli en vörur eingöngu. Skoðað var hvernig það leiðir til minni efnisnotkunar og þannig minni umhverfisáhrifa.
DataMarket miðlar alþjóðlegum gögnum
DataMarket hefur hafið miðlun á alþjóðlegum gögnum á vefsíðu sinni. Þar geta notendur nú nálgast á einum stað gögn frá mörgum af mikilvægustu gagnaveitum heims: Aðilum á borð við Sameinuðu Þjóðirnar, Alþjóðabankann, Eurostat og fleiri.
Ný upplýsingaveita hjá Matís – Kæligátt
Kæligátt er ný upplýsingaveita Matís með hagnýtum leiðbeiningum og umfjöllun um kælingu og meðhöndlun á fiski á öllum stigum virðiskeðjunnar frá miðum á markað. Leiðbeiningarnar eru settar fram á notendavænan hátt og eiga vonandi eftir að nýtast sjómönnum, framleiðendum og flutningsaðilum og einnig koma að gagni við fræðslu og námskeiðahald á þessu sviði.
Samtök heilbrigðisiðnaðarins - SHI - stofnuð
Ný samtök í heilbrigðisiðnaði, SHI, voru stofnuð í gær. Þau munu starfa sem starfsgreinahópur innan SI en eitt af verkefnum samtakanna er efla samstarf innan heilbrigðisklasans með bætta þjónustu, hagræðingu, verðmætasköpun og útflutning að leiðarljósi.
EVE Online frumlegasti leikur ársins 2010
Netleikurinn EVE Online hefur verið valinn frumlegasti leikur ársins 2010 af lesendum leikjavefsíðunnar MMORPG.com. Lesendurnir fengu tækifæri til þess að kjósa á milli fimm leikja og hlaut EVE Online 32,7% allra atkvæða.
Félagsgjöld 2011
Í ljósi efnahagsástandsins og niðurfellingar iðnaðarmálagjalds hefur stjórn SI ákveðið að auka afslætti af félagsgjöldum. Iðnaðarmálagjaldið kom áður til frádráttar af félagsgjöldum til Samtakanna.
Enn bætist í hóp vottaðra fyrirtækja innan SI
Stöðugt fjölgar í hópi vottaðra fyrirtækja innan SI. Skömmu fyrir jól bættust þrjú fyrirtæki í hópinn þegar Rafey ehf., SÁ verklausnir og G. Helgason hlutu D-vottun.
Verksmiðja Actavis í Hafnarfirði stækkar um helming
Actavis á Íslandi hefur lokið við að stækka lyfjaverksmiðju sína í Hafnarfirði og eykst framleiðslugetan við það úr einum milljarði taflna í einn og hálfan milljarð taflna á ári. Verksmiðjan var opnuð formlega sl. föstudag að viðstöddum forseta Íslands, herra Ólafi Ragnari Grímssyni.
RB rúm hljóta alþjóðleg gæðaverðlaun
Hjálmar Gíslason, DataMarket, valinn Nörd ársins
Upplýsingatæknifyrirtækið Skýrr hélt nýársgleði fyrir samstarfsaðila og viðskiptavini síðastliðinn föstudag, 7. janúar. Í aðdraganda gleðinnar var efnt til samkvæmisleiks meðal viðskiptavina fyrirtækisins og NÖRD ÁRSINS valinn.
Hlúum að menntun sem leggur til verðmæti
Á umbrotatímum er mikilvægt að forgangsraða málaflokkum; að veita fjármagni til þeirra hluta sem líklegastir eru til að skila því aftur, hratt og vel. Menntun sem atvinnulífið hefur þörf fyrir á því að setja í öndvegi þegar kreppir að.
Kaffitár hlaut Starfsmenntaverðlaunin 2010
Kaffitár og Starfsafl, starfsmenntasjóður Samtaka atvinnulífsins og Flóabandalagsins, hlutu Starfsmenntaverðlaunin í flokki félagasamtaka og einstaklinga fyrir verkefnið Fræðslustjóri að láni. Starfsmenntaverðlaunin eru veitt þeim sem vinna að framúrskarandi verkefnum í fræðslumálum og starfsmenntun.
Ný kynslóð söfnunarbíla fyrir úrgang
Gámaþjónustan kynnti í morgun nýja kynslóð söfnunarbíla fyrir úrgang og endurvinnsluefni. Búnaður bílsins er frá Norba í Svíþjóð og er hann sá fyrsti sinnar tegundar á Íslandi.
Samantekt yfir nýsamþykkt lög og breytingar á lögum er Samtök iðnaðarins hafa látið sig varða
Hér á eftir fer samantekt yfir nýsamþykkt lög og breytingar á lögum sem Samtök iðnaðarins hafa látið sig varða. Lögin voru samþykkt á Alþingi skömmu fyrir jól.
Breytingar á sköttum og gjöldum sem hafa áhrif á félagsmenn SI
Samtök iðnaðarins hafa tekið saman meðfylgjandi yfirlit yfir helstu breytingar á sköttum og gjöldum sem tóku gildi nú um áramótin og hafa áhrif á félagsmenn. Ekki er um endanlega upptalningu að ræða og er þeim sem vilja kynna sér málið frekar bent á vefi alþingis og ríkisskattstjóra.