Fréttasafn  • datamarket

25. jan. 2011

DataMarket miðlar alþjóðlegum gögnum

DataMarket hefur hafið miðlun á alþjóðlegum gögnum á DataMarket.com. Þar geta notendur nú nálgast á einum stað gögn frá mörgum af mikilvægustu gagnaveitum heims: Aðilum á borð við Sameinuðu Þjóðirnar, Alþjóðabankann, Eurostat og fleiri.

 

Fyrirtæki hefur boðið upp á sambærilega þjónustu með íslenskum gögnum síðan í maí 2010. Sá rekstur hefur skilað mikilvægri reynslu og möguleikum til að prófa hugmyndir, tækni og þjónustuframboð. 

Íslensku gögnin eru öll aðgengileg áfram á DataMarket.com, en fyrir þá sem vilja einskorða sig við Ísland og íslenskt viðmót hefur gagnatorgið öðlast sjálfstætt líf á sinni eigin slóð. Meiri og stærri frétta er að vænta af því innan skamms, en verið er að undirbúa stóraukna þjónustu og framboð á gögnum um Ísland.

Gagnamagnið sem er í boði á DataMarket.com er víðtækt. Meira en 13.000 gagnasett sem innihalda næstum 100 milljón tímaraðir um næstum hvað sem er. Hér eru nokkur dæmi: