Fréttasafn



Fréttasafn: september 2011

Fyrirsagnalisti

29. sep. 2011 : Ný stjórn kosin á aðalfundi IGI

Á aðalfundi IGI – samtaka íslenskra tölvuleikjaframleiðenda  sem haldinn var miðvikudaginn 28. september var kosinn ný stjórn. Nýr formaður er Sigurður Eggert Gunnarsson frá Gogogic en hann tekur við kyndlinum af Sigurlínu V. Ingvarsdóttur hjá CCP.

28. sep. 2011 : Fjallað um málm í fyrsta hádegiserindi Toppstöðvarinnar og SI

Fyrsta hádegiserindi Toppstöðvar og Samtaka iðnaðarins fór fram í dag í húsnæði Toppstöðvarinnar. Daníel Óli Óðinsson, framkvæmdastjóri Járnsmiðju Óðins fjallaði um málm og eiginleika hans, framboð til framtíðar, vinnslumöguleika, horfur og þróun.

28. sep. 2011 : Evrópska fyrirtækjavikan 2011 - fjöldi áhugaverðra viðburða í boði

Tvö undanfarin ár hefur ein vika á ári verið helguð nýsköpunarfyrirtækjum og frumkvöðlum í Evrópu undir yfirskriftinni SME Week eða evrópska fyrirtækjavikan. Í ár er vikan tileinkuð frumkvöðlum sem eru að takast á við það ferli sem fylgir frumkvöðlastarfi öðru sinni og nú með nýja eða breytta hugmynd í farteskinu.

27. sep. 2011 : Meniga hlýtur verðlaun fyrir bestu bankalausnina

Meniga hlaut verðlaun fyrir bestu bankalausn ársins þegar „Banking IT-Innovation 2011“ verðlaunin voru afhent í fyrsta skipti á Business Engineering Forum í Austurríki sl. fimmtudag. Verðlaunin voru veitt fyrir þá tæknilausn sem þótti skara fram úr og skila viðskiptavinum banka- og fjármálafyrirtækja mestum ávinningi.

27. sep. 2011 : Engifer drykkurinn aada fær verðlaun

Engiferdrykkurinn aada vann síðastliðinn fimmtudag í alþjóðlegri drykkjavörukeppnni Water Innovation Awards  sem haldin var í Río de janero í Brazilíu í síðastliðinni viku. Í keppninni tóku þátt 80 aðilar frá 25 löndum og var keppt í 11 flokkum.

23. sep. 2011 : Nýtt vinnslukerfi frá Marel á leið til Pacific Andes í Kína

Marel hefur skrifað undir samning við kínverska fiskvinnslufyrirtækið Pacific Andes um hönnun, framleiðslu og uppsetningu á nýju vinnslukerfi fyrir hvítfisk. Verður línan sett upp í vinnslustöð fyrirtækisins í Qingdao.

21. sep. 2011 : Landsmenn vilja kjósa

Tveir af hverjum þremur landsmönnum vilja að Ísland ljúki aðildarviðræðum við Evrópusambandið þannig að unnt verði að efna til þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Þetta kom fram í marktækri skoðanakönnun Fréttablaðsins sem birtist þann 12. september.

20. sep. 2011 : Stefnumót og upplýsingafundur um tækifæri til nýsköpunar á menntasviði

Stefnumót og upplýsingafundur um tækifæri til nýsköpunar á menntasviði var haldinn á Grand hóteli í gær. Markmið fundarins var að kynna nýja markáætlun Tækniþróunarsjóðs um klasasamstarf á menntasviði, gefa fyrirtækjum kost á því að koma á framfæri hugmyndum að fjölbreyttum lausnum á menntasviði og gefa menntastofnunum tækifæri á því að kynna þarfir fyrir nýsköpun á menntasviði.

17. sep. 2011 : Framkvæmdastjóri BUSINESSEUROPE: útflutningsdrifinn hagvöxtur og sköpun nýrra starfa lykilatriði

Phillippe de Buck, framkvæmdastjóri BUSINESSEUOROPE (samtaka atvinnulífsins í Evrópu) flutti í gær erindi á opnum morgunverðarfundi Samtaka atvinnulífsins og Samtaka iðnaðarins. Þar ræddi hann um hagvaxtarhorfur í Evrópu, evruna, stöðu atvinnulífsins, og leiðir til að auka samkeppnishæfni fyrirtækja í álfunni og bæta lífskjör.

17. sep. 2011 : Matardagar 2011 og Full borg matar

Matarhátíðin Full borg matar og Matardagar 2011 í Kópavogi standa yfir nú um helgina. Dagskráin er sneisafull af skemmtilegum viðburðum fyrir alla fjölskylduna.

15. sep. 2011 : Fresti til umsókna um styrki til vinnustaðakennslu framlengt

Mennta- og menningarmálaráðuneytið hefur ákveðið að framlengja frest til umsókna um styrki til vinnustaðakennslu til og með föstudagsins 23. september nk.

14. sep. 2011 : Hugmyndaríkir grunnskólanemendur verðlaunaðir

Verðlaun voru veitt í lokahófi Nýsköpunarkeppni grunnskólanemenda sl. sunnudag en keppnin var nú haldin í 20.
sinn. Athöfnin fór fram í höfuðstöðvum Marel, sem verið hefur bakhjarl keppninnar frá upphafi. Tólf hugmyndir af þeim 1.872 sem bárust frá 46 grunnskólum víða um land voru verðlaunaðar í ár.

9. sep. 2011 : Þversagnir á íslenskum vinnumarkaði

Einkennileg staða er uppi á íslenskum vinnumarkaði. Atvinnuleysi er enn afar hátt í sögulegu samhengi en horfur eru á að smávægilegur hagvöxtur komi fram á þessu ári eftir djúpa kreppu síðustu ára. En þrátt fyrir hátt atvinnuleysi kvarta fyrirtæki í öllum greinum iðnaðarins undan skorti á hæfu starfsfólki.

5. sep. 2011 : Full borg matar 14. - 18. september

Full Borg Matar / Reykjavík Real Food Festival er matar- og uppskeruhátíð tileinkuð íslenskum mat og matargerð sem haldin verður í fyrsta sinn dagana 14. – 18. September í haust. Markmið hátíðarinnar er að kynna íslenskan mat og matarhefðir á léttan og skemmtilegan hátt fyrir öllum sem áhuga hafa á góðum og girnilegum mat.

1. sep. 2011 : Brúðkaup á Ljósanótt

Á Ljósanótt þann 2. september nk. ætlar ungt par úr Reykjanesbæ, fótboltakappinn Magnús Sverrir Þorsteinsson og Guðrún Sædal Björgvinsdóttir, að ganga í það heilaga. Undirbúningur brúðkaupsins er liður í dagskrá Ljósanætur en gestum er boðið að fylgjast með förðun og hárgreiðslu á veitingastaðnum í Duus húsi frá kl. 10.00 til 14.00.