• Málmfyrirtæki

28. sep. 2011

Fjallað um málm í fyrsta hádegiserindi Toppstöðvarinnar og SI

Fyrsta hádegiserindi Toppstöðvar og Samtaka iðnaðarins fór fram í dag í húsnæði Toppstöðvarinnar. Daníel Óli Óðinsson, framkvæmdastjóri Járnsmiðju Óðins fjallaði um málm og eiginleika hans, framboð til framtíðar, vinnslumöguleika, horfur og þróun. Mæting var góð og greinilega mikill áhugi hjá hönnuðum að fræðast um málm.

Í erindaröðinni verður tekið fyrir eitt hráefni í mánuði, s.s. málmur, gler og timbur. Sérfræðingur úr framleiðsluiðnaði varpar ljósi á hráefnið, eiginleika þess, framboð til framtíðar, vinnslumöguleika, horfur og þróun.  

Í lok hvers erindis gefst svigrúm til fyrirspurna og umræðu.

Markmiðið með erindaröðinni er að efla vitund um innlenda framleiðslumöguleika og stuðla að þverfaglegu samstarfi. Hönnuðir og iðnaðarmenn eru sérstaklega hvattir til að koma en allir eru velkomnir.


Fáum við leyfi þitt til að nota Google Analytics til að safna nafnlausum upplýsingum um notkun þína á þessum vef?

Sjáðu nánar á persónuverndarsíðu okkar hvaða áhrif svar þitt hefur.