Fréttasafn



Fréttasafn: maí 2016

Fyrirsagnalisti

30. maí 2016 Almennar fréttir : Íslenskur iðnaður til fyrirmyndar

Iðnaður á Íslandi aflar tæplega helmings gjaldeyristekna þjóðarinnar og hátt í fjórðungur landsframleiðslunnar verður til í iðnaði. Fimmti hver Íslendingur á vinnumarkaði hefur atvinnu af einhverskonar iðnaði sem getur verið af fjölbreyttum toga.

30. maí 2016 Iðnaður og hugverk : Kvikmyndaframleiðsla er hörku menningariðnaður

Kvikmyndaframleiðsla er hörku menningariðnaður! var yfirskrift málþings Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda (SÍK) og Samtaka iðnaðarins sem haldið var í Gamla bíói 26. maí.

30. maí 2016 Iðnaður og hugverk : Kristinn Þórðarson, Truenorth nýr formaður SÍK

Aðalfundur SÍK, Sambands íslenskra kvikmyndaframleiðenda, var haldinn fimmtudaginn 26. maí s.l.

24. maí 2016 Menntun : Nýsköpunarkeppni grunnskólanna

Nýsköpunarkeppni grunnskóla haldin í 24. sinn.

24. maí 2016 Iðnaður og hugverk : Málþing um fjárfestingar í öflugum kvikmyndaiðnaði

Samband íslenskra kvikmyndaframleiðenda og Samtök iðnaðarins standa fyrir málþingi í Gamla bíói fimmtudaginn 26. maí kl. 16.00-17.30.

23. maí 2016 Almennar fréttir : Litla Ísland

Fundaröð Litla Ísland

23. maí 2016 Iðnaður og hugverk : Mikilvægi áliðnaðarins

Útflutn­ings­tekj­ur áls námu 237 millj­örðum króna í fyrra

20. maí 2016 : Afhending á sveinsbréfum

Afhending á sveinsbréfum fór fram fyrir skömmu þegar Málmur- samtök fyrirtækja í málm- og skipaiðnaði , VM - félag vélstjóra og málmtæknimanna og IÐAN fræðslusetur stóðu sameiginlega að afhendingu sveinsbréfa.

18. maí 2016 Almennar fréttir Lögfræðileg málefni : SI fagna nýju frumvarpi sem liðkar fyrir komu erlends vinnuafls til landsins

Samtök iðnaðarins fagna nýju frumvarpi til laga um útlendinga og breytingu á lögum um atvinnuréttindi þeirra en samtökin hafa talað fyrir breytingum á útlendingalöggjöfinni.

18. maí 2016 Iðnaður og hugverk : Matur er mikils virði – nýir straumar og markaðssetning matvæla

Matur er mikils virði er yfirskrift ráðstefnu sem haldin verður í Silfurbergi í Hörpu á morgun, fimmtudaginn 19. maí.

13. maí 2016 Menntun : Verk- og tækninám – Nema hvað!

Samtök iðnaðarins og Bílgreinasambandið hafa sent kynningarefni til allra 9. bekkinga um þá möguleika sem standa nemendum til boða innan verk- og tæknigreina.

12. maí 2016 Iðnaður og hugverk : Vaxandi umsvif sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðar

Íslenskur afþreyingariðnaður í erlendri samkeppni var yfirskrift morgunverðarfundar sem Félag rétthafa sjónvarps- og kvikmyndaiðnaðar (FRÍSK), Samtök iðnaðarins (SI) og Samtök verslunar og þjónustu (SVÞ) stóðu að í Húsi atvinnulífsins miðvikudaginn 11. maí.

10. maí 2016 Almennar fréttir Iðnaður og hugverk : Fundur um íslenskan afþreyingariðnað í erlendri samkeppni

Samtök iðnaðarins, Félag rétthafa í sjónvarps- og kynningariðnaði (FRÍSK) og Samtök verslunar og þjónustu standa að morgunverðarfundi í Húsi atvinnulífsins, Borgartúni 35, á morgun miðvikudaginn 11. maí kl. 8.30-9.50.

9. maí 2016 Mannvirki Starfsumhverfi : Árangursríkt samstarf um samgöngur

Það blasir við öllum þeim sem vilja vita að samgöngur víða um landið eru komnar að fótum fram. Viðhaldi hefur ekki verið sinnt sem skyldi og staðan því orðin verulega slæm á mörgum stöðum.

6. maí 2016 Lögfræðileg málefni : Tillit tekið til athugasemda SI um breytingar á lögum um þjóðfána

Samtök iðnaðarins gerðu athugasemd við fyrirliggjandi frumvarp þar sem bent var á ýmsa ágalla frumvarpsins.  

5. maí 2016 Mannvirki : Stórt skref stigið í átt að lækkun byggingarkostnaðar

Samtök iðnaðarins fagna þeirri breytingu sem gerð hefur verið á byggingareglugerð og undirrituð hefur verið af umhverfis- og auðlindaráðherra.

5. maí 2016 Iðnaður og hugverk : Bakarar selja brjóstabollur um mæðradagshelgina

Félagsmenn í Landssambandi bakarameistara, LABAK, efna til sölu á brjóstabollum í bakaríum um allt land um mæðradagshelgina, dagana 6.-8. maí.