FréttasafnFréttasafn: júlí 2015

Fyrirsagnalisti

9. júl. 2015 Starfsumhverfi : Niðurstöður kjarasamninga SA og iðnaðarmanna liggja fyrir 15. júlí nk.

Á heimasíðu SA undir flipanum Samningar 2015 eru að finna góðar leiðbeiningar vegna nýrra kjarasamninga, meðal annars reiknivél vegna launaþróunartryggingar. Samtök iðnaðarins hvetja félagsmenn sína til að nota eingöngu reiknivél SA við útreikninga á launabreytingum starfsmanna sinna. 

9. júl. 2015 Almennar fréttir : Sumarlokun

Skrifstofa SI verður lokuð 13. júlí til og með 31. júlí en svarað verður í símann og brugðist við áríðandi erindum. Skrifstofan opnar aftur þriðjudaginn 4. ágúst.

8. júl. 2015 Nýsköpun : Viltu sigra heiminn?

Deloitte á Íslandi tekur nú í fyrsta skipti þátt í alþjóðlega átakinu Technology Fast 50 sem keyrt hefur verið í yfir 20 ár hjá um 30 aðildarfyrirtækjum Deloitte á alþjóðavísu. Átakið snýst í grunninn um að kortleggja þau tæknifyrirtæki sem vaxa hraðast m.t.t. veltuaukningar á hverju fjögurra ára tímabili.

1. júl. 2015 Nýsköpun : Álklasinn formlega stofnaður

Yfir 30 fyrirtæki og stofnanir stóðu að vel sóttum stofnfundi Álklasans sem haldinn var í Húsi atvinnulífsins sl. mánudag. Markmið Álklasans er að efla samkeppnishæfni með virðisauka fyrir þau fyrirtæki sem í Álklasanum eru og auka sýnileika, rannsóknir og nýsköpun á þessu sviði.