Fréttasafn: mars 2014
Fyrirsagnalisti
Samtök arkitektastofa ganga í SI
Í dag voru undirritaðir samningar um aðild Samtaka arkitektastofa, SAMARK, að Samtökum iðnaðarins og Samtökum atvinnulífsins. Guðrún Hafsteinsdóttir, formaður SI, Ögmundur Skarphéðinsson formaður SAMARK og Þorsteinn Víglundsson framkvæmdastjóri SA skrifuðu undir samninga sem taka strax gildi.
Malbikun KM hlýtur D - vottun
Malbikun KM ehf. hefur staðist úttekt á fyrsta þrepi áfangaskiptrar gæðavottunar Samtaka iðnaðarins og hlotið D-vottun. D-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum.
Auglýst eftir tilnefningum til Kuðungsins
Úthlutunarnefnd á vegum umhverfis- og auðlindaráðuneytisins óskar eftir tilnefningum um fyrirtæki eða stofnun, sem vegna verka sinna og athafna á síðasta ári er þess verðugt að hljóta umhverfisviðurkenninguna Kuðunginn fyrir árið 2013.
Matvælalandið ísland
Hreinleiki íslenskra kjúklinga er staðreynd
Í nýrri frétt á vef Matvælastofnunar er fjallað um varnir gegn örverusmiti í íslenskum kjúklingum í tilefni af leiðara Fréttablaðsins 11. mars s.l. „Hreinleikinn reynist goðsögn“ þar sem fjallað er um niðurstöðu úttektar Eftirlitsstofnunar EFTA (ESA) á opinberu eftirliti með alifuglasláturhúsum- og afurðastöðvum.
Hönnunarmars 27. - 30. mars
HönnunarMars hefst í næstu viku og verður settur formlega fimmtudaginn 27. mars og stendur til sunnudagsin 30. mars. Það eru íslenskir hönnuðir og arkitektar sem bera hitann og þungann af dagskrá hátíðarinnar og í ár bjóða þeir til fyri 100 viðburða, innsetninga og sýninga víða um borg yfir hátíðardagana.
Breytingar í stjórn LABAK
Vöxtur í ferðaþjónustu – er maturinn tilbúinn?
Matvælalandið Ísland boðar til ráðstefnu á Hótel Sögu fimmtudaginn 20. mars klukkan 12.00-16.30. Á ráðstefnunni verður fjallað um þróun matarferðamennsku hér heima og erlendis og tækifærin sem hún felur í sér.
Morgunfundur Litla Íslands um fjármögnun lítilla fyrirtækja
Dörthe Zenker sigraði í nemakeppni Kornax í bakstri
Mesti hagvöxtur síðan 2007
Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Samtaka iðnaðarins
Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins í dag var Guðrún Hafsteinsdóttir kjörin formaður Samtaka iðnaðarins. Endurkjörin í stjórn voru þau Bolli Árnason, GT Tækni, Vilborg Einarsdóttir, Mentor og Sigsteinn Grétarsson, Marel. Nýr í stjórn var kjörinn Eyjólfur Árni Rafnsson, Mannviti.
Iðnþing 2014 - Myndbönd frá Iðnþingi
Fullt var út að dyrum á Iðnþingi Samtaka iðnaðarins. Mörg spennandi og áhugaverð erindi voru flutt og fengu góðar viðtökur gesta. Hér er hægt að horfa á upptöku af þinginu.
Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar kynntar
Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar 2013 voru kynntar í dag en þetta er fimmtánda árið sem ánægja viðskiptavina íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti. Að þessu sinni eru niðurstöður birtar fyrir 21 fyrirtæki í 6 atvinnugreinum og byggja niðurstöður á 200-1300 svörum viðskiptavina hvers fyrirtækis.
Samskip og Nordic Visitor hljóta Menntaverðlaun atvinnulífsins 2014
Menntaverðlaun atvinnulífsins voru veitt í fyrsta sinn í dag til fyrirtækja sem hafa staðið sig vel á sviði fræðslu- og menntamála. Samskip voru útnefnd sem Menntafyrirtæki ársins 2014 en ferðaþjónustufyrirtækið Nordic Visitor var útnefnt Menntasproti ársins 2014.
Bein útsending frá Menntadegi atvinnulífsins
Menntun og fræðsla sem nýtist öllu atvinnulífinu verður í kastljósinu í dag á Menntadegi atvinnulífsins. Um 300 manns úr atvinnulífi, stjórnmálum og menntakerfinu hafa boðað komu sína á ráðstefnu um menntamál atvinnulífsins sem hefst kl. 13 á Hilton Reykjavík Nordica.
Skuggasveinn valinn besti leikurinn í Game Creator
Tilkynnt var um vinningshafa Game Creator – keppni um besta tölvuleikinn – á Háskóladögum í Háskólanum í Reykjavík sl. laugardag. Liðið Indjánagil hlaut 1. verðlaun fyrir leikinn Skuggasveinn.