FréttasafnFréttasafn: apríl 2010

Fyrirsagnalisti

30. apr. 2010 : Vaxtarsproti ársins - tilnefningar

Vaxtarsprotinn árið 2010 verður veittur við hátíðlega athöfn í Grasagarðinum í Laugardal 5. maí næstkomandi klukkan 8:30. Tilgangurinn með Vaxtarsprotanum er að vekja athygli á góðum árangri sprotafyrirtækja í örum vexti og skapa um leið aukinn áhuga og skilning á uppbyggingarstarfi þessara fyrirtækja.

28. apr. 2010 : Fundur um nýsköpun og sjálfbærni

Samtök iðnaðarins og Stjórnvísi standa fyrir morgunverðarfundinum Nýsköpun og sjálfbærni 29. apríl, kl. 8.15-9.30 í Borgartúni 35, 6. hæð. Erindi flytur Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson dósent og forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar HR í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum.

28. apr. 2010 : Gosið hefur ekki áhrif á öryggi matvæla

Matvælaöryggisstofnun Evrópu hefur lagt mat á hugsanlega hættu á mengun matvæla af völdum öskufalls frá eldgosinu í Eyjafjallajökli að beiðni framkvæmdastjórnar Evrópusambandsins. Niðurstaða er að almennt skuli ekki hafa áhyggjur af heilsu manna eða dýra af völdum öskufallsins.

27. apr. 2010 : ORF Líftækni færir út kvíarnar

Nýsköpunarfyrirtækið ORF Líftækni hyggst í sumar tvöfalda ræktun sína á erfðabreyttu byggi til að anna aukinni eftirspurn eftir afurðum fyrirtækisins. Í sumar mun hluti byggræktunar fyrirtækisins fara fram í 2500 fermetra gróðurhúsi að Kleppjárnsreykjum í Borgarfirði.

27. apr. 2010 : Dómur Mannréttindadómstóls Evrópu

Mannréttindadómstóll Evrópu (MDE) kvað upp dóm um lögmæti iðnaðarmálagjalds í morgun. Dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu að lögin um iðnaðarmálagjaldið stæðust ekki ákvæði Mannréttindasáttmála Evrópu. Niðurstaðan eru Samtökum iðnaðarins vonbrigði.

26. apr. 2010 : Prentsmiðjan Oddi hlaut Kuðunginn

Prentsmiðjan Oddi hlaut Kuðunginn, umhverfisviðurkenningu umhverfisráðuneytisins fyrir framlag fyrirtækisins árið 2009. Þóra Hirst, gæðastjóri prentsmiðjunnar veitti viðrkenningunni viðtöku.

23. apr. 2010 : 500 íslenskir stólar í HOF menningarhús á Akureyri

Bólsturverk og Zenus bólstrun og Sóló húsgögn hafa nýverið lokið við framleiðslu á 500 fell­anlegum stólum fyrir HOF, nýja menningarhúsið á Akureyri. Framleiðsla og bólstrun stólanna er kærkomið samstarfs­verk­efni fyrir íslenska framleiðendur og bólstrara.

20. apr. 2010 : CCP hlýtur Útflutningsverðlaun forseta Íslands

CCP hlaut í dag Útflutningsverðlaun forseta Íslands. Hilmar Veigar Pétursson forstjóri veitti verðlaununum viðtöku við hátíðlega athöfn á Bessastöðum.

17. apr. 2010 : Breytingar hjá Samtökum iðnaðarins

Samdráttur og efnahagserfiðleikar gera mörgum félagsmönnum SI erfitt fyrir og leiða til verulegs samdráttar í rekstri og gjaldþrota í verstu tilvikum. Á síðustu misserum hefur verið leitað allra leiða til þess að auka þjónustu og baráttu SI fyrir bættum starfsskilyrðum samtímis því að hagræða í eigin rekstri.

15. apr. 2010 : Aðildarviðræður við ESB - samningaferlið

Almennur félagsfundur SI fór fram á Grand hóteli í gær. Yfirskrift fundarins var Aðildarviðræður við ESB – samningaferlið. Tilgangur fundarins var að ræða um samningaviðræður Íslands og ESB um aðild Íslands að ESB. Svana Helen Björnsdóttir, forstjóri Stika og Stefán Haukur Jóhannesson sem fer fyrir samninganefnd Íslands héldu erindi.

14. apr. 2010 : Bylting í forvinnslu mynda fyrir prentverk

Um mitt árið 2008 var settur saman vinnuhópur á vegum Samtaka iðnaðarins sem fékk það verkefni að leita leiða til að einfalda og bæta vinnu hönnuða og ljósmyndara í forvinnslu fyrir prentverk. Eitt að markmiðum hópsins var að prentsmiðjur réðu meiru um hina endanlegu útkomu prentverksins en áður hefur verið.

13. apr. 2010 : Málstofa um einkaleyfi í líftækni

Samtök íslenskra líftæknifyrirtækja,SÍL, standa fyrir málstofu um einkaleyfi í líftækni á Grand Hóteli Reykjavík 16. apríl kl. 08.30 - 12.00. Markmið málstofunnar er að auka þekkingu og skilning á einkaleyfum fyrir líftækni.

13. apr. 2010 : Remake Electric hlaut Gulleggið 2010

Fyrirtækið Remake Electric hlaut frumkvöðlaverðlaun Innovit, Gulleggið, fyrir tækið Rafskynjarann. Hann gefur hljóðviðvaranir við yfirálag rafmagns sem skapar m.a. möguleika til þess að fyrirbyggja eldsvoða vegna rafmagns.

12. apr. 2010 : Um vegatolla

Skiptar skoðanir eru um hugmyndir samgönguráðherra um gjaldtöku eða vegatolla á helstu umferðaræðum út úr höfuðborginni. Margir líta svo á að þetta komi arðbærum verkefnum á sviði samgangna af stað og örvi hagkerfið meðan aðrir telja að með þessu sé verið að skattleggja landsyggðarfólk umfram íbúa á höfuðborgarsvæðinu. Sigþór Sigurðsson, formaður Mannvirkis skrifaði grein um málið sem birtist á visir.is í dag.

12. apr. 2010 : Norræn fjármögnun - kynning á tækifærum fyrir íslensk fyrirtæki

Norrænu fjármögnungarsjóðirnir NEFCO og NOPEF efna til kynningar á starfsemi sjóðanna og möguleikum íslenskra fyrirtækja til að sækja um stuðning á Hótel Nordica Reykjavík fimmtudaginn 15. apríl kl. 08.00–10.00.

12. apr. 2010 : Stuðningur ESB við atvinnu- og byggðaþróun í aðildarríkjum

Fimmtudaginn 15. apríl og föstudaginn 16. apríl verður ráðstefna í Salnum, Kópavogi. Á ráðstefnunni verður fjallað um stuðning ESB við efnahags- og atvinnulíf í aðildarríkjunum og aðgerðir til að auka samkeppnishæfni svæða. Ráðstefnan fer fram á ensku og aðgangur er ókeypis. 

9. apr. 2010 : Félagsfundur um aðildarviðræður við ESB

Samtök iðnaðarins boða til almenns félagsfundar miðvikudaginn 14. apríl kl. 8.30 - 10.00 í Hvammi á Grand Hótel Reykjavík. Tilgangur fundarins er að ræða um samningaviðræður Íslands og ESB um aðild Íslands að ESB. Samningaferlið, samningsmarkmið og hagsmunir iðnaðarins verða til umfjöllunar.

3. apr. 2010 : Tímabundinn skattafrádráttur vegna viðhaldsframkvæmda

Nái nýtt frumvarp fram að ganga verður kostnaður vegna viðhalds fasteigna frádráttarbær frá skatti einstaklinga. Þetta er nýjung sem kemur til viðbótar 100% endurgreiðslu VSK af vinnu á byggingastað. Endurgreiðslurnar eru tímabundnar og er ætlað að hvetja fólk til framkvæmda.