Fréttasafn



  • Stjornvisi

28. apr. 2010

Fundur um nýsköpun og sjálfbærni

Fundur á vegum faghóps um umhverfis- og öryggisstjórnun og Samtaka iðnaðarins

Nýsköpun og sjálfbærni

Fundarefni
Nýsköpun og sjálfbærni
Aukin orkunotkun og loftslagsbreytingar hafa á síðustu misserum leitt til breyttra viðhorfa hjá almenningi, fyrirtækjum og stjórnvöldum um allan heim. Aukin áhersla á sjálfbæra þróun hefur leitt til nýrra þarfa hjá neytendum, hefur áhrif á náms- og starfsval hjá ungu fólki og stýrir fjármögnun til vísinda- og tæknirannsókna. Á sama tíma hefur samstarf um nýsköpun færst í aukana, t.d. með auknu samstarfi meðal fyrirtækja, aukinni þátttöku notenda, "open source" verkefnum og svokölluðu "crowdsourcing". Í fyrirlestrinum er ætlunin að velta fyrir sér áhrifum þessara breytinga, m.a. á tækifæri og getu fyrirtækja til nýsköpunar hjá fámennri þjóð í Atlantshafinu.

Framsaga
Rögnvaldur Jóhann Sæmundsson, dósent og forstöðumaður Rannsóknarmiðstöðvar HR í nýsköpunar- og frumkvöðlafræðum

Fundarstaður
Samtök iðnaðarins, Borgartúni 35.

Skráning hér.