Fréttasafn



Fréttasafn: febrúar 2012

Fyrirsagnalisti

29. feb. 2012 : Food and Fun hefst í dag

Food & Fun 2012 hefst í dag og stendur yfir til 4. mars, en þetta er í 11 sinn sem hátíðin er haldin. Hátíðin í ár verður sú umfangsmesta til þessa en 16 veitingahús taka á móti erlendum matreiðslumeisturum. Veitingastaðirnir bjóða fjögurra rétta sælkeramáltíð eins og undanfarin ár á sama verði á öllum stöðum.

28. feb. 2012 : Dómur Hæstaréttar um gengislán skapar margvíslega óvissu sem brýnt er að skýra

Stjórn SI ræddi í dag á fundi um nýfallinn dóm Hæstaréttar um vexti á gengislánum. Samtökin standa fyrir morgunverðarfundi nk. föstudag þar sem Ragnar H. Hall og Þorsteinn Einarsson hæstaréttarlögmenn og Yngvi Örn Kristinsson, hagfræðingur ræða um dóminn og áhrif hans.  

28. feb. 2012 : Íslandsmót iðn- og verkgreina 2012

Íslandsmót iðn- og verkgreina verður haldið í Háskólanum í Reykjavík 9. – 10. mars. Katrín Jakobsdóttir menningar- og menntamálaráðherra setur Íslandsmótið og Menntadag iðnaðarins kl. 13:00 föstudaginn 9. mars í Sólinni. Keppnin í ár er sú stærsta til þessa og verður fjölbreytt og skemmtileg en um 170 manns etja kappi í 24 iðn- og verkgreinum.

27. feb. 2012 : Þétt setið á ráðstefnu Norræna fjárfestingabankans í New York

Orri Hauksson, framkvæmdastjóri Samtaka iðnaðarins, flutti erindi á ráðstefnu Norræna fjárfestingabankans (NIB) í Scandinavia House í New York í síðustu viku. Aðrir fyrirlesarar voru Edmund S. Phelps, prófessors og nóbelsverðlaunahafi í hagfræði, og Hyun Song Shin, hagfræðiprófessor við Princeton háskóla.

22. feb. 2012 : Lítil breyting á viðhorfi til ESB aðildar

Ný könnun Capacent Gallup fyrir Samtök iðnaðarins um viðhorf til til aðildar að Evrópusambandinu og aðildarviðræðna gefur til kynna að 56,2% séu andvígir aðild en 26,3% hlynnt. Þessar tölur eru svipaðar og hafa komið fram í sambærilegum könnunum fyrir samtökin 2011 og 2010.

21. feb. 2012 : Vinnandi vegur: Átak til að fjölga störfum

Í dag hófst nýtt átak til atvinnusköpunar sem miðar að því að fjölga störfum og fækka atvinnulausum. Um leið er komið til móts við atvinnurekendur með fjárhagslegum stuðningi. Verkefnið kallast Vinnandi vegur og er sameiginlegt átak samtaka atvinnurekenda, launþega, sveitarfélaga og ríkisins. Með þátttöku í verkefninu eiga atvinnurekendur kost á styrk með ráðningu nýrra starfsmanna úr hópi atvinnuleitenda.

20. feb. 2012 : Samningar undirritaðir um Food & Fun hátíðina í Reykjavík

Icelandair annars vegar og Reykjavíkurborg hins vegar hafa gert þriggja ára samning við Samtök iðnaðarins um rekstur Food & Fun hátíðarinnar. Með þriggja ára samningi þessara aðila er lagður traustur grunnur að því að þróa og efla þessa árlegu matarhátíð sem hefur fyrir löngu skipað sér fastan sess í menningarlífi Reykjavíkurborgar.

16. feb. 2012 : Brýnt að skýra réttaráhrif dómsins

Dómur Hæstaréttar í gær um að óheimilt hafi verið að reikna vexti af lánum afturvirkt miðað við íslenska óverðtryggða vexti skapar margvíslega óvissu sem brýnt er skýra. Endurreikna þarf gífurlegan fjölda lánasamninga og ljóst er að lög sem alþingi setti í desember 2010 um hvernig ætti að standa að vaxtaútreikningi gengistryggðra lána standast ekki.

15. feb. 2012 : Framboðsfrestur útrunninn

Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins 15. mars næstkomandi verður kosið til stjórnar. Árlega er kosið um formann. Tvö framboð til formanns hafa borist og kosið er um þrjú almenn stjórnarsæti. Póstkosning fer fram dagana 29. febrúar til hádegis 14. mars.

14. feb. 2012 : Áhættureiknir fyrir aldraða hlýtur Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 2012

Nýsköpunarverðlaun forseta Íslands 2012 voru veitt við hátíðlega athöfn á Bessastöðum í dag, 14. febrúar. Verkefnið sem hlaut verðlaunin að þessu sinni heitir Áhættureiknir fyrir hjarta- og kransæðasjúkdóma hjá öldruðum og var það unnið af Vilhjálmi Steingrímssyni, nemanda í læknisfræði við Háskóla Íslands.

14. feb. 2012 : Ráðstefna Norræna fjárfestingabankans: Hagþróun á komandi öld

Þann 16. febrúar nk. verður haldin ráðstefna á vegum Norræna fjárfestingabankans í Scandinavia House í New York. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI tekur þátt í pallborðsumræðum.

13. feb. 2012 : Fjölmenni á UT messu 2012

UT messan stóð frá morgni fram á kvöld og skiptist í nokkra viðburði. Þrjú þemu voru til umfjöllunar í málstofum þar sem erlendir og innlendir fyrirlesarar héldu áhugaverð erindi fyrir stjórnendur, UT-sérfræðinga í rekstri og hugbúnaðarþróunarfólk.

9. feb. 2012 : Vel sótt ráðstefna Iðnmenntar

Ráðstefna Iðnmenntar, Starfsmenntun, skóli – atvinnulíf – gildi starfsmenntunar í íslensku samfélagi, var haldin nýlega á Grand Hótel Reykjavík. Um 150 manns sóttu ráðstefnuna, hlýddu á fjölbreytta fyrirlestra í byrjun og tóku svo þátt í hópastarfi eftir kaffihlé.

8. feb. 2012 : Verðbólgan mikið áhyggjuefni

Seðlabanki Íslands ákvað í morgun að halda stýrivöxtum óbreyttum og eru þeir nú 4,75%. Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur SI, segir að almennt hafi verið búist við óbreyttum vöxtum en því miður sé útlitið ekkert sérstaklega gott. „Verðbólga hefur vaxið jafnt og þétt frá því að hún náði lágmarki í janúar 2011. Hún mælist nú 6,5% og ég býst við að Seðlabankinn fari að huga að hækkun vaxta ef ekki næst að hemja verðbólguna.“

8. feb. 2012 : Úthlutun markáætlunar Tækniþróunarsjóðs

Lokið hefur verið við að meta umsóknir í markáætlun Tækniþróunarsjóðs (betri þjónusta fyrir minna fé), en umsóknafrestur var til 1. nóvember 2011. Alls barst 21 umsókn og hefur stjórn sjóðsins ákveðið að bjóða verkefnisstjórum 10 verkefna að ganga til samninga.

3. feb. 2012 : Jóna Hrönn Bolladóttir fékk Köku ársins afhenta

Landssamband bakarameistara hefur fyrir sið að afhenda einni verðugri konu Köku ársins um leið og hún er kynnt í bakaríum í febrúar ár hvert. Að þessu sinni varð fyrir valinu Jóna Hrönn Bolladóttir, sóknarprestur í Vídalínskirkju. Hún hefur sinnt óeigingjörnu starfi í þágu barna og ungmenna um árabil og komið víða við í störfum sínum.

3. feb. 2012 : Meistarafélög í byggingariðnaði funda

Síðastliðið miðvikudagskvöld var haldinn fyrsti félagsfundur SI meðal félaga í meistarfélögunum í Skipholti. Hátt í hundrað áhugasamir meistarar eða starfsmenn þeirra mættu til fundar og kynntu sér efni nýrrar byggingareglugerðar og gæðakerfi SI sem meistararnir geta nú fengið aðgang að.

2. feb. 2012 : Lög um svæðisbundna flutningsjöfnun

Nú um áramótin tóku gildi lög um svæðisbundna flutningsjöfnun. Markmið laganna er að styðja við framleiðsluiðnað og atvinnuuppbyggingu á landsbyggðinni með því að jafna flutningskostnað framleiðenda sem staðsettir eru fjarri innanlandsmarkaði eða útflutningshöfn og búa við skertari samkeppnisstöðu vegna hærri flutningskostnaðar en framleiðendur staðsettir nær markaði.

2. feb. 2012 : Óskað eftir tilnefningum til stjórnar SI og fulltrúaráðs SA 

Í tengslum við Iðnþing fer að venju fram kosning til stjórnar Samtaka iðnaðarins og valdir eru fulltrúar í fulltrúaráð Samtaka atvinnulífsins. Formaður er kjörinn til árs í senn. Núverandi formaður Helgi Magnús­son hefur setið í sex ár og er því ekki lengur kjörgengur, samkvæmt lögum SI.

2. feb. 2012 : Kaka ársins 2012

Kaka ársins kemur í bakarí innan Landssambands bakarameistara (LABAK) föstudaginn 3. febrúar. Efnt var til keppni meðal félagsmanna í LABAK og starfsmanna þeirra um köku sem verðskuldar þennan titil. Höfundur hennar er Stefán Hrafn Sigfússon starfsmaður í Mosfellsbakaríi.