Vinnandi vegur: Átak til að fjölga störfum
Styrkur fyrir 100% vinnu er 167.176 krónur auk 8% framlags í lífeyrissjóð. Ef fyrirtæki ráða starfsmann sem hefur verið án atvinnu í 12 mánuði eða lengur er hægt að fá styrk í allt að 12 mánuði. Ef viðkomandi hefur verið án vinnu skemur en 12 mánuði er hægt að fá styrk í allt að 6 mánuði.
Samfélagslegir hagsmunir eru fólgnir í því að ráða atvinnulaust fólk til starfa. Þrátt fyrir mikið atvinnuleysi er til staðar eftirspurn í atvinnulífinu eftir nýju starfsfólki á ákveðnum sviðum en átakið getur komið til móts við kostnað sem felst í ráðningu nýrra starfsmanna. Þannig fara saman hagsmunir fyrirtækja, atvinnuleitenda og samfélagsins.
Átakinu er ætlað að örva atvinnulífið til skamms tíma en létta til lengri tíma þeim byrðum sem atvinnulífið axlar með greiðslu tryggingagjalds.
Vakin er athygli á að verkefnið er tímabundið og lokað á skráningar í lok maí.
Allar nánari upplýsingar eru að finna á vef verkefnisins:
www.vinnumalastofnun.is/vinnandivegur