Fréttasafn



Fréttasafn: maí 2010

Fyrirsagnalisti

31. maí 2010 : Þurfum fleira fólk í tæknigreinar

Það verður að stilla saman strengi til þess að fá fleiri til þess að leggja stund á tækni- og raungreinar í skólum landsins. Framkvæmdastjóri SI skorar á háskólana að framlengja umsóknarfresti.

28. maí 2010 : Hlývatnseldi á Flúðum

Hrunamannahreppur, Íslensk matorka ehf. og Matís ohf. undirrituðu í gær viljayfirlýsingu um uppbyggingu á orkufrekum matvælaiðnaði á Flúðum sem m.a. felur í sér hlývatnseldi á hvítum matfiski. Uppbyggingin verður unnin í samstarfi við Orkustofnun þar sem stofnunin verður leiðbeinandi og ráðgefandi.

26. maí 2010 : Ábyrgðasjóður Meistaradeildar MSI

Ágúst Pétursson, formaður Meistarafélagsins hefur sent frá sér grein þar sem fjallað er um mikilvægi þess, fyrir verkkaupa, að skipta við löggilta iðnmeistara sem hafa Ábyrgðasjóð að baki sér sem verkkaupar geta leitað til skili félagsmenn ekki faglegum vinnubrögðum.

26. maí 2010 : Leikjadagur HR og IGI

Háskólinn í Reykjavik og Samtök leikjafyrirtækja á Íslandi (IGI, Icelandic Gaming Industry) standa fyrir „leikjadegi“ í húsnæðí HR við Nauthólsvík, laugardaginn 29. maí. Tilgangurinn er að styrkja og efla vaxtarmöguleika íslenska tölvuleikjaiðnaðarins og fagna því að tölvunarfræðideild HR hafi formlega hafið samstarf við IGI og leikjaiðnaðinn um kennslu og rannsóknir á sviði tölvuleikja.

25. maí 2010 : Fyrirlestraröð - Verkin tala

Í byrjun árs 2009 veittu Samtök iðnaðarins Háskólanum í Reykjavík rausnarlegan styrk til að þróa kennslu í hagnýtum námskeiðum þar sem hugvit og verkvit vinna saman. Undir yfirskriftinni „Verkin tala“ hafa undanfarið verið kynnt ýmis áhugaverð verkefni sem nemendur í verkfræði og tæknifræði hafa unnið á námskeiðum.

25. maí 2010 : GuðjónÓ fagnar 10 ára afmæli Svansvottunar

Árið 2000 fékk prentsmiðjan GuðjónÓ fyrst leyfi til að merkja sína vöru með Svansmerkinu. Fyrirtækið er elsti leyfishafi Svansins á Íslandi. Á þeim 10 árum sem liðin hefur svansmerktum vörum farið fjölgandi og sífellt fleiri fyrirtæki sem bætast í hópinn.

25. maí 2010 : Kaffitár fær Svansvottun

Kaffitár hefur fengið vottun norræna umhverfismerkisins Svansins. Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra veitti Aðalheiði Héðinsdóttur vottunina við athöfn í ráðhúsinu föstudaginn 14. maí sl.

20. maí 2010 : Stuðningur við nýsköpun á Íslandi - Evrópska fyrirtækjavikan 2010

Nýsköpunarmiðstöð Íslands, Rannís, Samtök iðnaðarins og Útflutningsráð ásamt hátækni- og sprotavettvangi standa að kynningarfundi um stuðning við nýsköpun á Íslandi á Grand Hótel 26. maí kl. 8.45 - 12.00.

20. maí 2010 : Eitt atvinnuvegaráðuneyti skynsamlegt skref

Sameining ráðuneyta sem sinna málefnum atvinnulífsins er fagnaðarefni og í samræmi við stefnu Samtaka iðnaðarins til margra ára. Ekki er þó sama hvernig er að verki staðið og þar skortir talsvert á af hálfu ríkisstjórnarinnar.

20. maí 2010 : Íslenskt nýsköpunarfyrirtæki setur byltingarkennda húðdropa á markað

Íslenska nýsköpunarfyrirtækið Sif Cosmetics kynnti í gær EGF BIOeffectTM húðdropa sem eru byltingarkennd nýjung á snyrtivörumarkaði. Droparnir innihalda svokallaðan frumuvaka sem hvetur endurnýjun húðfruma og spornar gegn öldrun húðarinnar.

19. maí 2010 : Opinn fundur Samkeppniseftirlits um yfirtöku banka á fyrirtækjum

Samkeppniseftirlitið efnir til opins morgunfundar um yfirtöku banka á fyrirtækjum fimmtudaginn 20. maí kl. 8:30-9:50 Hilton Reykjavík Nordica. Formaður SA, Vilmundur Jósefsson, er meðal frummælenda, og mun hann fjalla um aðkomu bankanna að endurskipulagningu fyrirtækja og hlutverk Samkeppniseftirlitsins.

18. maí 2010 : Kaffitár 20 ára

Í tilefni 20 ára afmælis Kaffitárs nú í ár bauð fyrirtækið til afmælishátíðar í öllum kaffihúsum þess laugardaginn 8. maí. Boðið var upp á Brasilíukaffi og gómsæta súkkulaðiköku ásamt spennandi heimskaffistemmingu.

17. maí 2010 : Vöntun á litlum íbúðum

Samtök iðnaðarins hafa talið ónýttar nýjar íbúðir sem eru fokheldar eða lengra komnar á höfuðborgarsvæðinu og eru þær 1635. Í fjölbýli eru 1179, par-og raðhús eru 303 og einbýlishús 153.

12. maí 2010 : Dagur upplýsingatækninnar 2010

Dagur upplýsingatækninnar 2010 sem haldinn verður 20. maí kl. 10:30 til 17:00 í Salnum í Kópavogi en þar munu m.a. margir félagsmenn SUT og SI taka til máls ásamt því sem Upplýsingatækniverðlaunin verða veitt í fyrsta sinn.

7. maí 2010 : Hlutfall utanríkisviðskipta lágt í alþjóðlegu samhengi

Í erindi sínu á Útflutningsþingi í gær sagði Bjarni Már Gylfason, hagfræðingur SI, hlutfall utanríkisviðskipta af landsframleiðslu á Íslandi væri lágt í alþjóðlegu samhengi á meðan smáríki í Evrópu væru mörg hver með tvöfalt hærra hlutfall. Bjarni segir að Ísland sé frábrugðið öðrum smáríkjum í Evrópu að því leytinu til að atvinnu- og útflutningsiðnaður okkar byggir að takmörkuðu leyti á innflutningi íhluta og hráefna til fullvinnslu.

5. maí 2010 : Nox Medical hlaut Vaxtarsprotann 2010

Fyrirtækið Nox Medical ehf. hlaut í morgun Vaxtarsprotann 2010 sem er viðurkenning fyrir öfluga uppbyggingu sprotafyrirtækis. Fyrirtækið meira en tífaldaði veltu sína milli áranna 2008 og 2009 úr 16,5 m.kr í um 175 m.kr. Fyrirtækin Hafmynd, Menn og Mýs og Valka fengu einnig viðurkenningar fyrir góðan vöxt á síðasta ári.

5. maí 2010 : Vextir þokast hægt í rétta átt

Seðlabankinn lækkaði í morgun vexti um 0,5 prósentur. „Ég átti von á aðeins meiri lækkun“, segir Bjarni Már Gylfason hagfræðingur SI og bætir við að allar forsendur séu fyrir myndarlegri vaxtalækkun.

5. maí 2010 : Niðurstöður launakönnunar FBM og SI 2010

Capacent Gallup gerði launakönnun fyrir FBM og SI á tímabilinu 4. - 16. mars 2010 með það að markmiði að kanna laun og starfskjör félagsmanna í Félagi bókagerðarmanna.

4. maí 2010 : Útflutningsþing 2010 - Sóknarfæri í útflutningi

Íslenskt atvinnulíf efnir til Útflutningsþings fimmtudaginn 6. maí á Hilton Reykjavík Nordica kl. 8:30-13:00 en bakhjarlar þingsins eru Samtök atvinnulífsins, Útflutningsráð Íslands og Íslandsbanki. Þar verða kynnt sóknarfæri í útflutningi og leiðir inn á nýja markaði ásamt því sem birtar verða upplýsingar um stöðu útflutnings í dag.

3. maí 2010 : Myndbandsupptökur frá Evrópufundi SI komnar á vefinn

Myndbandsupptökur af erindum Stefáns Hauks Jóhannessonar og Svönu Helenar Björnsdóttur á Evrópufundi SI 14. apríl sl. eru komnar á vefinn. Tilgangur fundarins var að ræða um samningaviðræður Íslands og ESB um aðild Íslands að ESB. Stefán Haukur greindi frá samningaferlinu og Svana Helen sagði frá ferð sem hún fór til Brussel ásamt 12 öðrum frumkvöðlum.