Fréttasafn



Fréttasafn: júní 2012

Fyrirsagnalisti

29. jún. 2012 : Fjölmennur fundur um fjármögnunarsamninga

Yfir eitt hundrað manns mættu á opinn fund SA, SI og SVÞ og um fjármögnunarsamninga fyrirtækja sem fram fór í gær á Grand Hótel Reykjavík. Þar var rætt um þá réttaróvissu sem skapast hefur í kjölfar nýlegra dóma og útreikning vaxta af erlendum lánum, sem dæmd hafa verið ólögleg.

29. jún. 2012 : Samstarf um hvatningu til neyslu á hollu brauði

Landssamband bakarameistara og Hjartavernd hafa gert með sér samkomulag um að hvetja til heilsusamlegri brauðneyslu þjóðarinnar. Markmiðið er að vekja athygli almennings á hollustu heilkornabrauða og mikilvægi þess að minnka salt- og sykurneyslu.

28. jún. 2012 : Salone del Gusto 25.-29. október 2012

Íslandsstofa kannar nú áhuga fyrirtækja á þátttöku í sýningunni Salone del Gusto, sem er einn stærsti viðburður Slow Food samtakanna og fer fram í Torino á Norður Ítalíu dagana 25.-29. október 2012.Sýningin er haldin annað hvert ár og fjallar um gæðamatvæli sem framleidd eru með sjálfbærni að leiðarljósi og eru sýnendur um eitt þúsund.

28. jún. 2012 : Tækifæri í tölvuleikjum

Á meðan iðnaður í heiminum hefur víðast tekið á sig högg vegna vandræða í heimsbúskapnum hefur umfang tölvuleikjageirans ekki gert annað en að vaxa. Þetta kemur fram hjá greiningardeild Arionbanka.

28. jún. 2012 : Styrkir til vinnustaðanáms eða starfsþjálfunar haustið 2012

Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til fyrirtækja eða stofnana sem taka nemendur í vinnustaðanám. Umsóknarfrestur er til 10. ágúst 2012.

25. jún. 2012 : Gagnaver Verne Global valið á lista yfir umhverfisvænustu fyrirtæki heims

Gagnaverið Verne Global var í síðustu viku valið eitt af 100 bestu sjálfbærnilausnum til framtíðar á umhverfisráðstefnunni Sustania Ríó +20 sem nú fer fram í Rio de Janeiro í Brasilíu. Efst á baugi á ráðstefnunni var græna hagkerfið, sjálfbær þróun og útrýming fátæktar.

22. jún. 2012 : IÐAN fræðslusetur hlýtur gæðavottun EQM

IÐAN fræðslusetur hefur öðlast gæðavottun EQM, European Quality Mark. Það var fyrirtækið BSI (British Standard International) sem veitti IÐUNNI vottunina og er þar með staðfest að fræðsluframboð IÐUNNAR stenst evrópskar kröfur um gæði fræðslustarfsemi.

20. jún. 2012 : Íslenskur jafnlaunastaðall byggður á grunni ISO stjórnunarstaðla

Íslenski jafnlaunastaðallinn er brautryðjendastarf í jafnréttismálum sem á sér ekki fordæmi, en við samningu hans var fyrirmynd sótt í alþjóðlega staðla s.s. ISO-9000 og ISO-14000.

18. jún. 2012 : Jón Valgeirsson, hjá Actavis kosinn formaður Samtaka heilbrigðisiðnaðarins

Jón Valgeirsson, framkvæmdastjóri þróunareiningar Actavis á Íslandi var kosinn nýr formaður Samtaka heilbrigðisiðnaðarins - SHI á aðalfundi 14. júní og tekur við af Perlu Björk Egilsdóttur sem gengt hefur formennsku í félaginu frá stofnun.

15. jún. 2012 : Snókur verktakar ehf. með D-vottun

Snókur verktakar ehf. var stofnað 1. maí 2006 af Einari P. Harðarsyni og sonum hans, Hrafni Einarssyni og Kristmundi Einarssyni.

13. jún. 2012 : Vextir hækka áfram

Seðlabanki Íslands ákvað í dag að hækka vexti um 0,25 prósent. Bjarni Már Gylfason hagfræðingur SI segir þessa ákvörðun ekki koma á óvart í ljósi fyrri yfirlýsinga bankans og hagþróunar undanfarið.

11. jún. 2012 : CIRSA Corporation tekur í notkun leikja- og hugbúnaðarlausn Betware

Spænska leikjafyrirtækið CIRSA Corporation tilkynnti í síðustu viku að fyrirtækið væri búið að taka í notkun leikja- og hugbúnaðarlausn íslenska hugbúnaðarfyrirtækisins Betware fyrir Internet og snjallsímavefi fyrirtækisins á Spáni. CIRSA er þar með eitt af fyrstu fyrirtækjunum til að taka í notkun leikjalausnir sem falla að nýjum reglum á spænskum markaði.

7. jún. 2012 : Mentor og DataMarket vinna saman að því að auka árangur í skólastarfi í Evrópu

Mentor og DataMarket skrifuðu undir samstarfssaming í vikunni. Fyrirtækin þróa saman einingu sem verður kynnt sem hluti af InfoMentor kerfinu í fimm löndum. Sveitarfélögum og skólastjórnendum verður gert mögulegt að fylgjast betur með frammistöðu í sínum skólum með það að markmiði að vinna að umbótum í skólastarfi.

6. jún. 2012 : DUST 514 valinn besti leikurinn á stærstu leikjaráðstefnu í heimi

Bandaríska leikjasíðan IGN hefur valið DUST 514, nýjasta tölvuleika CCP, einn besta leik E3 tölvuleikjaráðstefnunnar. CCP er þessa dagana þátttakandi í stærstu leikjaráðstefnu í heimi, The Electronic Entertainment Expo, oftast kölluð E3, sem fer fram í Los Angeles.

1. jún. 2012 : Sigmar Guðbjörnsson framkvæmdastjóri Stjörnu-Odda kosinn formaður SSP

Stjórn Samtaka sprotafyrirtækja boðaði til aukaaðalafundar til að kjósa sér nýjan formann þar sem Svana Helen Björnsdóttir sem gegnt hefur formennsku í SSP var kosinn formaður SI á síðasta aðalfundi samtakana. Sigmar Guðbjörnsson framkvæmdastjóri í Stjörnu-Odda var einróma kosinn nýr formaður.