Fréttasafn



  • Idan-EQM

22. jún. 2012

IÐAN fræðslusetur hlýtur gæðavottun EQM

IÐAN fræðslusetur hefur öðlast gæðavottun EQM, European Quality Mark. Það var fyrirtækið BSI (British Standard International) sem veitti IÐUNNI vottunina og er þar með staðfest að fræðsluframboð IÐUNNAR stenst evrópskar kröfur um gæði fræðslustarfsemi. Vottunin er gerð í samræmi við kröfur mennta- og menningarmálaráðuneytis til fræðsluaðila sem hyggjast bjóða vottaðar námsleiðir.

EQM er gegnsætt matsferli þar sem fræðsluaðilar fá tækifæri til að meta eigin starfshætti út frá viðurkenndum gæðaviðmiðum. Með því að meta starfsemi IÐUNNAR hefur því verið staðfest að IÐAN notar skilvirkar aðferðir til að tryggja gæði þjónustunnar, styður við fræðslu og nám með markvissum hætti og beitir góðum stjórnunarháttum við þróun og úrbætur.
EQM er því verkfæri til að innleiða gæðastjórnun í starfseminni með þátttöku allra hagsmunaðila.

Á mynd má sjá Ingibjörgu Elsu Guðmundsdóttur forstöðumann Fræðslumiðstöðvar Atvinnulífsins veita Hildi Elínu Vigni framkvæmdastjóra IÐUNNAR fræðsluseturs vottun með formlegum hætti þann 21. júní s.l.