Fyrirsagnalisti
Minnum á að skráning er hafin á UT messuna 9. febrúar nk. Þar verður boðið upp á áhugaverð erindi fyrir stjórnendur og sérfræðinga í UT geiranum og 40 fyrirtæki kynna sig á glæsilegu sýningarsvæði.
GT Tækni ehf. hlaut nýlega A-vottun gæðastjórnunar Samtaka iðnaðarins sem er staðfesting á því að fyrirtækið sé með skilgreinda og skjalfesta vinnu og verkferla sem byggja á viðurkenndum aðferðum við rekstur og stjórnun. Þetta er fyrsta fyrirtækið sem lýkur ferlinu en um er að ræða lokahluta vottunarferlis sem tekin erí fjórum áföngum.
Matvælastofnun hefur látið rannsaka innihald iðnaðarsalts og hefur sú rannsókn leitt í ljós að saltið uppfyllir allar kröfur sem eru gerðar til matarsalts og því ekkert tilefni til að ætla að það hafi önnur áhrif á öryggi matvæla eða heilsu manna en venjulegt matarsalt.
Samtök atvinnulífsins og Alþýðusamband Íslands hafa ákveðið að nýta ekki uppsagnarákvæði kjarasamninga hinn 31. janúar næstkomandi þrátt fyrir að stjórnvöld hafi ekki efnt fyrirheit sem gefin voru í yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar í tengslum við kjarasamningana 5. maí 2011.
Menntamálaráðuneyti Danmerkur veitir á námsárinu 2011-2012 nokkra styrki handa Íslendingum til náms við fræðslustofnanir í þessum löndum. Styrkirnir eru einkum ætlaðir til framhaldsnáms eftir iðnnám eða hliðstæða menntun, til undirbúnings kennslu í starfsmenntaskólum eða framhaldsnáms starfsmenntakennara, svo og ýmiss konar starfsmenntunar sem ekki er unnt að afla á Íslandi.
Komið hefur í ljós að fjöldi matvælafyrirtækja hefur keypt iðnaðarsalt og notað í matvæli án þess að gera sér grein fyrir að það er ekki ætlað til matvælaframleiðslu. Það er ekki rétt, sem komið hefur fram í fjölmiðlum, að á umbúðunum standi skýrum stöfum að saltið sé ekki ætlað til matvælaframleiðslu, hins vegar stendur á umbúðunum: „For industrial use only“. Á því er töluverður munur.
Verslunin Aurum hlaut Njarðarskjöldinn, hvatningarverðlaun Reykjavíkurborgar og samstarfsaðila, sl. fimmtudag. Eigandi Aurum er Guðbjörg Ingvarsdóttir gullsmiður. Þetta er í 16. sinn sem verðlaunin eru afhent.
Vegna frétta af tjóni sem varð hjá Barra á Egilstöðum í ofsaveðri síðastliðinn mánudaginn, þegar plötur fuku af gróðurhúsi þar sem ORF Líftækni hefur ræktað erfðabreytt bygg, vill ORF Líftækni taka fram að þó svo ólíklega hefði viljað til að bygg hefði borist út úr húsinu við óhappið, hefði nákvæmlega engin hætta verið á ferðum.
Iðnaðarblaðið, þjónustumiðill iðnaðarins, kemur út mánaðarlega og er dreift með Morgunblaðinu. Þar má finna fréttir og umfjallanir tengdar öllum helstum starfsgreinum íslensks iðnaðar. Blaðið er nú að hefja sitt fjórða útgáfuár og í tilefni þess hefur útgefandi blaðsins, Goggur útgáfa, nú opnað vefsíðuna www.idnadarbladid.is.
Aðild Rússlands að Alþjóðaviðskiptastofnuninni (WTO) var samþykkt á ráðherrafundi aðildarríkjanna í desember sl. Rússland hefur frest til 15. júní nk. til að fullgilda aðildarsamninginn og tekur aðildin gildi 30 dögum eftir fullgildingu. Utanríkisráðuneytið mun upplýsa um gildistökudag þegar hann liggur fyrir.
Vélsmiðja Ólafs R. Guðjónssonar hefur staðist úttekt á fyrsta þrepi áfangaskiptrar gæðavottunar Samtaka iðnaðarins og hlotið D-vottun. D-vottun er fyrsti hluti gæðavottunarkerfis SI sem tekið er upp í fjórum áföngum. Í því felst að rekstur fyrirtækis er gerður skilvirkari.
Skýrslutæknifélag Íslands óskar eftir tilnefningum til heiðursverðlauna fyrir framúrskarandi framlag til upplýsingatækni á Íslandi. Hægt er að tilnefna einstakling eða forsvarsmann fyrirtækis eða verkefnis sem hefur skarað framúr á sviði upplýsingatækni, skapað verðmæti og auðgað líf Íslendinga með hagnýtingu á upplýsingatækni.
Mennta- og menningarmálaráðuneytið auglýsir eftir umsóknum um styrki til fyrirtækja eða stofnana sem taka nemendur í vinnustaðanám. Umsóknarfrestur er til 1. febrúar.
Janne Sigurðsson, framkvæmdastjóri framleiðslu Alcoa Fjarðaáls, hefur verið ráðin forstjóri Fjarðaáls í stað Tómasar Más Sigurðssonar. Jafnframt hefur Magnús Þór Ásmundsson, framkvæmdastjóri framleiðsluþróunar og skautsmiðju hjá Fjarðaáli, tekið við starfi forstjóra Alcoa á Íslandi í stað Tómasar Más.
Stjórn Samtaka iðnaðarins lýsir yfir miklum áhyggjum vegna fyrirhugaðra breytinga á skipan iðnaðar- og auðlindamála í stjórnarráði Íslands. Rík ástæða er til að endurskoða verklag og verkaskiptingu hjá hinu opinbera, en hins vegar telja samtökin afar varhugavert að deila verkefnum núverandi iðnaðarráðuneytis milli umhverfisráðuneytis annars vegar og óstofnaðs atvinnuvegaráðuneytis hins vegar.
Samtök iðnaðarins stóðu nýverið fyrir talningu íbúða í byggingu á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Niðurstaðan er að íbúðir sem eru fokheldar eða lengra komnar eru 1175 talsins og hafin er bygging á 244 íbúðum til viðbótar. Samtals eru þetta því 1419 íbúðir.
Tómas Már Sigurðsson, forstjóri
Alcoa Fjarðaáls, tók við stöðu forstjóra Alcoa í Evrópu og álframleiðslusviðs
(GPP) Alcoa í Evrópu þann 1. janúar 2012. Tómas Már tók við stöðunni af Marcos
Ramos sem var nýlega ráðinn forstjóri álframleiðslusviðs (GPP) í Suður Ameríku.
Samtök iðnaðarins hafa tekið saman meðfylgjandi yfirlit yfir helstu breytingar á sköttum og gjöldum sem tóku gildi nú um áramótin og hafa áhrif á félagsmenn. Ekki er um endanlega upptalningu að ræða og er þeim sem vilja kynna sér málið frekar bent á vefi alþingis og ríkisskattstjóra.