Fréttasafn



Fréttasafn: febrúar 2011

Fyrirsagnalisti

25. feb. 2011 : Orkustefna fyrir Ísland byggð á veikum grunni

Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins hafa skilað til iðnaðarráðuneytisins umsögn um drög að orkustefnu fyrir Ísland. Fram kemur að samtökin telja drögunum verulega áfátt. Greiningar skorti, umfjöllun sé ómarkviss, engin tilraun gerð til að meta árangur þeirrar stefnu sem fylgt hefur verið og ályktanir byggðar á veikum grunni. 

25. feb. 2011 : Rætt um ESB, áskoranir og tækifæri á Þekkingardegi FVH

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga (FVH) stóð fyrir Íslenska þekkingardeginum í 11. sinn í gær. Ráðstefnan var að þessu sinni haldin í samstarfi við Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins. Rætt var um áhrif aðildar Evrópusambandsins á atvinnumarkað og atvinnulíf á Íslandi.

25. feb. 2011 : Nova hlaut hæstu einkunn allra fyrirtækja í Íslensku ánægjuvoginni

Niðurstöður Íslensku ánægjuvogarinnar voru kynntar 23. febrúar sl. en þetta er tólfta árið sem ánægja viðskiptavina íslenskra fyrirtækja er mæld með þessum hætti. Hæstu einkunn allra fyrirtækja hlaut Nova 73,1 af 100 mögulegum.

23. feb. 2011 : Mikill áhugi á nýjum mannvirkjalögum

Fjölmenni var á kynningarfundi SI um mannvirkjalögin  og nýstofnaða Mannvirkjastofnun. Framsögumenn voru  Steinunn Fjóla Sigurðardóttir lögfræðingur og Hafsteinn Pálsson verkfræðingur, starfsmenn umhverfisráðuneytisins. 

22. feb. 2011 : Kynning á Mannvirkjalögunum og Mannvirkjastofnun

Samtök iðnaðarins efna til kynningafundur um nýju Mannvirkjalögin og nýstofnaða Mannvirkjastofnun. Framsögumenn eru  Steinunn Fjóla Sigurðardóttir lögfræðingur og Hafsteinn Pálsson verkfræðingur, starfsmenn umhverfisráðuneytisins. 

22. feb. 2011 : Íslenski þekkingardagurinn

Félag viðskiptafræðinga og hagfræðinga í samstarfi við Samtök atvinnulífsins og Samtök iðnaðarins efnir til Íslenska þekkingardagsins, ráðstefnu og verðlaunaafhendingar fimmtudaginn 24. febrúar 2011, á Hilton Reykjavík Nordica.

21. feb. 2011 : Félagsfundur SI um stöðu kjaraviðræðna

Félagsfundur SI um stöðu kjaraviðræðna - Óvissa á vinnumarkaði - samræmd launastefna, sjávarútvegsmál og verklegar - framkvæmdir var haldinn á Hilton Reykjavík Nordica í morgun.

21. feb. 2011 : Iðnaðarráðherra fær köku ársins afhenta

Sigurður M. Guðjónsson hjá Bernhöftsbakaríi og Jóhannes Felixson, formaður LABAK afhentu Katrínu Júlíusdóttur, iðnaðarráðherra köku ársins við hátíðlega athöfn á Hrafnistu þar sem efnt var til kaffisamsætis með heimilisfólki.

18. feb. 2011 : Félagsfundur SI: Óvissa á vinnumarkaði - samræmd launastefna, sjávarútvegsmál og verklegar framkvæmdir

Samtök iðnaðarins boða til almenns félagsfundar mánudaginn 21. febrúar kl. 8:30 - 10:00 í sal I á Hilton Nordica Reykjavík. Tilgangur fundarins er að ræða stöðu og horfur í yfirstandandi kjaraviðræðum frá sjónarhorni SI.

17. feb. 2011 : Kaka ársins 2011

Sigurður M. Guðjónsson hjá Bernhöftsbakaríi bar sigur úr býtum í keppni um Köku ársins sem Landssamband bakarameistara efnir árlega til. Sala á kökunni í bakaríum félagsmanna Landssambands bakarameistara hefst um helgina, konudagshelgina.

17. feb. 2011 : Svandís er dýr eftir Helga Magnússon

Svandís Svavarsdóttir, umhverfisráðherra, hefur ítrekað komið í veg fyrir atvinnuuppbyggingu með ólögmætum tafaleikjum til að hamla gegn nýtingu orkuauðlinda og uppbyggingu iðnaðar á Íslandi. þetta segir Helgi Magnússon í grein í Morgunblaðinu í gær. 

15. feb. 2011 : Mikil tækifæri í tölvuleikjaiðnaði á Íslandi

Tólf fyrirtæki með um 600 starfsmenn á Íslandi framleiða tölvuleiki og er ársvelta þeirra um 10 milljarðar króna. Þetta er meðal þess sem kom fram á menntadegi iðnaðarins í máli Ólafs Andra  Ragnarssonar en hann er einn af stofnendum hugbúnaðarfyrirtækisins Betware.

15. feb. 2011 : Verðlaunahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík

Verðlaunahátíð Iðnaðarmannafélagsins í Reykjavík til heiðurs iðngreinunum og nýsveinum sem lokið hafa sveinsprófi með afburðaárangri fór fram í Tjarnarsal Ráðhúss Reykjavíkur laugardaginn 5. febrúar að viðstöddu fjölmenni auk forseta Íslands, ráðherrum mennta og iðnaðar og borgarstjóranum í Reykjavík.

12. feb. 2011 : Vísindamenn gagnrýna þingmenn

37 vísindamenn frá níu rannsóknarstofnunum hafa sent bréf til Alþingis þar sem þingsályktunartillaga um bann við útiræktun á erfðabreyttum lífverum er harðlega gagnrýnd. Þingsályktunartillagan var lögð fram af 8 þingmönnum þar á meðal formanni umhverfisnefndar Alþingis og formanni og varaformanni sjávarútvegs og landbúnaðarnefndar í byrjun mánaðarins.

10. feb. 2011 : Nýsköpun á Menntadegi iðnaðarins

Á Menntadegi iðnaðarins sem haldið var á Grand Hótel Reykjavík í gær var fjallað um nýsköpun og menntun. Málþingið sóttu um 100 manns úr skólakerfi og atvinnulífi. Í þeim níu erindum sem flutt voru var meðal annars varpað upp spurningum á borð við hvernig bæta megi árangur menntakerfisins. Hvaða gæðum viljum við að menntakerfið skili?

10. feb. 2011 : Óviðunandi að 14.000 séu án vinnu

Samtök atvinnulífsins kynntu í gærmorgun atvinnuleiðina, sýn SA á leiðina út úr kreppunni á opnum fundi á Grand Hótel Reykjavík. Yfir 200 manns úr íslensku atvinnulífi mættu til fundarins. Vilhjálmur Egilsson, framkvæmdastjóri SA, sagði tímabært að hefja nýja atvinnusókn og kveða atvinnuleysið niður sem hafi verið mikið frá hruni.

10. feb. 2011 : Framboðsfrestur útrunninn

Á aðalfundi Samtaka iðnaðarins 10. mars næstkomandi verður kosið til stjórnar. Árlega er kosið um formann og að þessu sinni er kosið um fjögur almenn stjórnarsæti. Póstkosning fer fram dagana 25. febrúar til 9. mars.

2. feb. 2011 : Markaðssókn í Kanada

SagaMedica-Heilsujurtir ehf. hlaut nýverið veglegan Brúarstyrk frá Tækniþróunarsjóði til markaðssetningar á náttúruvörunni SagaPro í Kanada. Styrkurinn varð til þess að nú fer íslensk náttúruvara í fyrsta sinn í landsdreifingu á Kanadamarkaði.

2. feb. 2011 : Yfirlýsing frá Samtökum atvinnulífsins

Samtök atvinnulífsins vilja koma eftirfarandi á framfæri og leiðrétta misskilning, sem fram hefur komið í fjölmiðlum undanfarna daga. Samtök atvinnulífsins eru fylgjandi þeirri sáttastefnu, sem ríkisstjórn Jóhönnu Sigurðardóttir markaði og hrinti í framkvæmd með stofnun og starfi endurskoðunarnefndar um stjórn fiskveiða.

2. feb. 2011 : Breytingar hjá SI

Við brotthvarf iðnaðarmálagjaldsins urðu miklar breytingar á tekjuöflun SI. Undanfarin misseri hefur verið unnið að hagræðingaraðgerðum til mæta breyttum aðstæðum. Um síðustu mánaðarmót létu þrír starfsmenn SI af störfum og nýtt skipurit tók gildi.

Síða 1 af 2