Fréttasafn  • logo SI

2. feb. 2011

Breytingar hjá SI

Við brotthvarf iðnaðarmálagjaldsins urðu miklar breytingar á tekjuöflun SI. Undanfarin misseri hefur verið unnið að hagræðingaraðgerðum til mæta breyttum aðstæðum.  

Um síðustu mánaðarmót létu þrír starfsmenn SI af störfum og nýtt skipurit tók gildi.

Starfsmenn SI eru nú fimmtán. Þrátt fyrir þessar breytingar verður síst dregið úr starfsemi og þjónustu Samtaka iðnaðarins og þess verður gætt að fækkun starfsmanna bitni ekki á félagsmönnum eða því starfi sem fram fer á vegum samtakanna. Þvert á móti er ætlunin að efla og bæta þjónustuna en með minni tilkostnaði í mannahaldi og skrifstofurekstri.

Þeir starfsmenn sem létu af störfum eru Haraldur Dean Nelson, forstöðumaður upplýsingatækni og prentsviðs, Ingi Bogi Bogason, forstöðumaður menntunar og mannauðs og Þóra Guðmundsdóttir í móttöku.

Samtök iðnaðarins þakka þeim vel unnin störf og óska gæfu og velfarnaðar í framtíðinni.