Fréttasafn



Fréttasafn: júlí 2012

Fyrirsagnalisti

23. júl. 2012 : Hagrænt sjálfshól

Grein eftir Orra Hauksson, framkvæmdastjóra SI birt í Morgunblaðinu sl. laugardag: Efnahagsráðherra hafði hárrétt fyrir sér þegar hann í kvöldfréttum RÚV hinn 17. júlí sl. benti á að íslensku hagkerfi stafaði rík hætta af hnignandi efnahagshorfum helstu viðskiptaþjóða okkar. Fá þróuð ríki flytja jafnmikið út af eigin framleiðslu og Ísland.

20. júl. 2012 : Opið fyrir umsóknir vegna skattfrádráttar rannsókna- og þróunarverkefna fyrir árið 2012

Samtök iðnaðarins minna á að umsóknarfestur vegna skattafrádráttar rannsókna- og þróunarverkefna fyrir árið 2012 er til 1. septembers n.k. Rannís tekur á móti og sér um umsóknir.

16. júl. 2012 : Fyrsti fundur ráðgjafanefndar Íslands og Evrópusambandsins

Fyrsti fundur ráðgjafanefndar Íslands og Evrópusambandsins (ESB) fór fram í Reykjavík þann 13. júlí 2012. Tólf aðilar skipa ráðgjafanefndina, sex frá hvorum samningsaðila. Að auki sátu fundinn fulltrúar efnahags- og félagsmálanefndar Evrópusambandsins (EESC), aðilar vinnumarkaðarins og ýmissa félagasamtaka sem og áheyrnarfulltrúar frá báðum samningsaðilum.

16. júl. 2012 : CCP verðlaunað

CCP tók í síðustu viku við verðlaunum evrópska leikjaiðnaðarins á Developráðstefnunni í Bretlandi. CCP var tilnefnt í flokknum „Best Independent Studio“, sem er ætlaður sjálfstæðum leikjaframleiðendum í Evrópu.

16. júl. 2012 : SI bjóða fyrirtækjum þátttöku á nýju námskeiði: umsóknarfrestur framlengdur

Samtök iðnaðarins bjóða fyrirtækjum að taka þátt í þriggja mánaða prógrammi sem miðar að því að fara í gegnum stöðu, stefnu og framtíðarsýn fyrirtækja með tækifæri og nýsköpun að leiðarljósi. Prógrammið er unnið í samvinnu við Klak – Nýsköpunarmiðstöð atvinnulífsins, Háskólann í Reykjavík og Háskóla Íslands og er rekið sem hluti af Viðskiptasmiðju Klaks.

4. júl. 2012 : Útflutningstekjur Fjarðaáls 95 milljarðar króna á síðasta ári

Fjarðaál flutti út vörur fyrir um 95 milljarða króna á síðasta ári. Ál nemur um 40% af öllum vöruútflutningi frá landinu, sem er svipað hlutfall og útflutningur sjávarafurða, og nemur hlutur Fjarðaáls í honum um 17 prósentum. Ekkert annað fyrirtæki flytur út meira vörumagn. Þetta er meðal þess sem fram kemur í yfirliti Fjarðaáls um helstu hagstærðir í starfsemi álversins á síðasta ári og nýlega voru gefnar út.

2. júl. 2012 : Metanól eldsneyti framtíðar

Metanól sem eldsneyti framtíðarinnar var umfjöllunarefni fundar sem haldinn var föstudaginn 29. júní af Carbon Recycling International, CRI, í samstarfi við Samtök iðnaðarins. Orri Hauksson, framkvæmdastjóri SI opnaði fundinn. Surya Prakash, prófessor í efnafræði við University of Southern Californa, forstöðumaður Loker Kolefnisstofnunarinnar og höfundur bókarinnar Metanólhagkerfið fjallaði um metanól sem eldsneyti framtíðarinnar.